Þórðargleði

Það er í fornu íslensku máli kölluð Þórðargleði þegar glaðst er yfir óförum annarra og ekki veit ég svosem hver sá Þórðurinn er. En þetta er aldrei fallegt en tengist köldu íslensku skopskyni til margra alda. Nú geta margir þeir sem töldu í visku sinni að kreppan væri hér sérlega slæm hér vegna lítillar evrópuvitundar farið að huga að plötuskiptum.

Staðreyndin er að kreppan verður Lettum afar erfið og það kemur fram nú sem fyrr í fréttum að utan að Evrópski Seðlabankinn eða ESB verja ekki hagkerfi sem hrynja suður þar. Því miður. Hér verður hver að bjarga sér en það munar miklu við þá björgun að vera sæmilega sjálfráða í sínum aðgerðum. Það eru Lettar ekki og það erum við ekki síðan krötum tókst að troða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að stýrinu hér á Íslandi.

Á Íslandi höfum við tekið út okkar versta skell með snarfallandi gengi krónunnar - Lettar eiga það eftir og erfiðara um vik hjá þeim vegna aðildar að hinu dýrðlega Evrópusambandi.


mbl.is Lettland sem hið nýja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þórðargleði er ekki komið úr fornu íslensku máli. Það var Árni Þórarinsson prófastur sem bjó til þetta orð og lýsti merkingu þess sem er að gleðjast yfir óförum annara. Sjá Ævisögu Árna eftir Þórberg Þórðarson, aðra útgáfu 1969, I.b. bls. 342-43. Árni segir frá bónda að nafni Þórður sem var að gleðjast yfir óförum annarra og þess vegna kallaði sr. Árni þetta Þórðargleði.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil ekki að sonur minn, einkasonur og gullmoli borgi "skuldir" annara örfárra útlaga!

Takk fyrir þessa færslu Bjarni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.6.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Algerlega sammála þér Anna og sjálfur á fjóra gulldúkata hér heima (eða sjö eftir því hvernig er talið). Mikilvægast til þess að skapa þeim sæmilegt land er að halda sjálfstæðinu en gefa þeim ekki í föður- og móðurarf hið samevrópska atvinnuleysi og skrifræði... Já og takk fyrir ábendinguna Sigurður.

Bjarni Harðarson, 5.6.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Letta bíður hræðilegur niðurskurður og hræðileg eymd

Þeir hefðu átt að vera búnir að fella gengið fyrir langa löngu síðan (árum). Núna fá þeir sennilega bæði hræðilegan niðurskurð á fjárlögum og einnig massífa gengisfellingu því útflutningstekjur landsins eru þornaðar upp hraðar en hagstofa Lettlands hefur náð að ýta á "reikna út" takkann. Þetta er hið "góða ERM ferli" sem svo marga ESB-sinna langar að þvinga uppá íslensku þjóðina. En ERM hefur alltaf staðið fyrir "The Extended Recession Mechanism" samkvæmt minni reynslu af þessu ömurleika meðferðarhæli Evrópusambandsins.

Það er verið að ræða um að loka 29 af 54 sjúkrahúsum Lettlands í sparnaðarskyni. Svo stendur til að bjóða atvinnuleysingjum sem detta út af atvinnuleysisbótum, þegar hið örstutta bótatímabil þeirra rennur út, að "fá" að þjóna landinu í "samfélagsvinnu" (heilsdags) fyrir ca 100 lats á mánuði (ca 32.000 ISK). Þrælahald mun blómstra upp.

Þetta er það sem ASÍ sækist svo eftir til handa íslenskum launþegum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2009 kl. 17:25

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Játning. - " Kalli Sveinss.," kominn af " vondu fólki". Séra Árni Þórarinsson, ömmubróðir ! - Hvorki meira né minna !

 Hinsvegar veldur það lítilli " Þórðargleði", þótt " Kalli" telji sig fyrst hafa lesið það orð í Heimskringlu !! ( Nú hefði ömmubróðir brosað!)

 Ofangreint þó staðhæft með góðri samvisku ! - Eða sem Rómverjar sögðu.: " Sensu bono" - þ.e. " Með góðri samvisku" !!¨

 P.S.

 Kreppan að kæfa flest ESB., löndin.

 Því orð heilagrar Jóhönnu, brandari vorsins, þ.e. " ESB., snýst um VINNU og velferð" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:57

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Nú þykir mér stungin tólg" Kalli Sveins. Hafi systir afa míns verið amma þín þá er ég nú orðinn meira en lítið úti á þekju. Ég leita í Íslendingabók og finn hvergi nafn þitt í afkomendum Þuríðar eða Þóru Þórarinsdætra.

Hvorki Anna Katrín né Jórunn eignuðust afkomendur svo skráð sé.

Árni Gunnarsson, 5.6.2009 kl. 23:18

7 identicon

Ágæti Árni !

 Æ, æ, og ég sem hélt að kímni fylgdi allri ættinni !

 Steinn Steinar var ekki skírður því nafni !

 Jón Trausti var heldur ekki skírður því nafni!

 "Kalli Sveinss" var heldur ekki skírður því nafni !!

 En - skratti varstu "heitur" hvað viðvíkur  Þóru !!

 Bros & beztu kveðjur,

 "Kalli"  !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 15:28

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þó mikil skömm sé frá að segja á ég ekki ævisögu séra Árna Þórarinssonar þó hann hafi verið giftur Elísabetu Sigurðardóttur systur Magnúsar afa míns.

Mig minnir samt að Þórður frændi minn (sem Þórðargleði er kennd við) hafi verið vinnumaður á Stóra Hrauni hjá séra Árna. Séra Árni bar vinnumann sinn fyrir ýmsum sögum um nágrana sinn Þórð frá Rauðkollsstöðum, sómamann, sem séra Árni eldaði grátt silfur við af einhverjum ástæðum.

Kunnugir sögðu að vinnumaðurinn Þórður hafi verið orðvart ljúfmenni sem hefði aldrei mátt neitt aumt sjá.  Þessu er rétt að halda til haga.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gjaldmiðlar, einkunnabók um stöðu hagkerfa

Verðmæti gjaldmiðla, er mæling á trausti markaðarins á viðkomandi hagkerfi, fall verðmætis ber því vott um fallandi traust á því hagkerfi. Þannig, að spurningin sem menn þurfa að svara er: "FER STAÐA EFNAHAGSMÁLA VERSNANDI"? Ef svarið er 'já' - er hægt en stöðugt fall krónunnar, undanfarnar vikur, fullkomlega útskýrt.

Sannleikur þessa, er einfalt að sjá. Gengi krónunnar, er að mörgu leiti sambærilegt, við gengi hlutabréfa fyrirtækis. Þegar því vegnar vel, styrkist gengi hlutanna og því meir sem velgengnin eykst. Þegar á móti blæs, lækkar gengið, o.s.frv.

Áhrif samninga um Icesave á gengi krónunnar

Eins og sagt er frá samkomulagi um Icesave munu Íslendingar hafa veitt samþykki sitt með formlegum hætti því að taka á sig 650 milljarða skuld, til 7 ára, gegn 5% vöxtum, 35 milljarða vaxtagjöldum - þangað til sala eigna getur farið fram, til að borga þetta lán niður. Augljósi punkturinn, er sá að með þessum gerningi, mun Ísland hafa aukið skuldir sýnar, um þessa tölu. Þetta er þ.s. markaðurinn, mun sjá. Hvað kemur á móti, eftir 'X' ár, er óvisst, þannig að markaðurinn getur ekki lagt verð á það í dag. Til viðbótar þessu, auka vaxtagjöldin halla ríkissjóðs, einmitt á viðkvæmasta tímabilinu þegar hápunktur kreppunnar er að ganga yfir - það hlýtur að vega enn frekar gegn stöðu ríkissjóðs, og auka niðurskurðarþörf enn frekar. Afleiðingin, hlýtur að hafa verið og verða, frekari fall krónunnar, þ.s. aukinn skuldabyrði og vaxtabyrði, af erlendum lánum, getur ekki annað en hafa lækkað stöðumat markaðarins á íslenska hagkerfinu, enn frekar.

Bankakreppan

Þegar þessi grein er skrifuð, er enn ekki búið að ganga frá uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna. Því er ekki vitað; hvert eigið fé nýju bankanna er, né á hvaða verði ríkið mun taka yfir lán sem hvíla á íslenskum fyrirtækjum - til að styrkja eigin fjár stöðu nýju bankanna. Á meðan, liggja ekki fyrir, hverjar afskriftir erlendu kröfuhafanna, verða akkúrat. Þetta ástand veldur því, að nýju bankarnir eru nær fullkomlega lamaðir, hvað nýjar lánveitingar varðar. Lánafyrirgreiðsla, er lífsblóð fyrirtækja hagkerfisins. En bankarnir, geta ekki veitt ný lán, nema að mjög takmörkuðu leiti og þá gegn ofurkjörum, vegna þess að stjórnendur bankanna vita ekki hvað eigið fé viðskiptabankanna verður. Þannig, er eðlilegt, við slíkt ástand, að stjórnendur bankanna haldi að sér höndum.

Bankakreppan, rekakkeri á hagkerfið

Afleiðingar viðvarandi bankakreppu, eru þær að hagkerfinu er hægt og örugglega, að blæða út. Nær alger skortur á lánafyrirgreiðslu, þíðir að fyrirtæki, eru hægt en örugglega að ganga á eigið fé. Einungis fyrirtæki í útflutningi, fá einhverja smá fyrirgreiðslu,,,og þau búa einnig við það forskot, að hafa tekjur í erlendri minnt. Innlend þjónustu fyrirtæki, eru á hinn bóginn, algerlega uppi við vegg. Einungis er spurning um tíma, á meðan bankakreppan viðhelst, að fjöldi fyrirtækja sem eru að mestu háð innlendri starfsemi verði uppiskroppa með lausafé. Afleiðing þess, verður stöðvun rekstrar - og líklega gjaldþrot mikils fjölda þeirra. Ljóst er af þessu, að ekki er undarlegt að krónan falli.

Afleiðingar hás vaxtastigs

Vextir, hafa mikið verið í umræðunni, skiljanlega. Það hentar einnig stjórnvöldum, að tala um vexti, því þá geta þau bent á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn - annars vegar - og á Seðlabankann - hins vegar. Smá "diversion" sem sagt. Að mínu mati, er bankakreppan enn stærra vandamál, en vextirnir. Tal um bankakreppu, beinir sjónum að stjórnvöldum, þess vegna tala þau frekar um vexti og benda á aðra sökudólga. Hátt vaxtastig, hefur samverkandi áhrif, með bankakreppunni, í því að láta atvinnulífinu blæða jafnt og þétt út. Áhrifin, eru augljóslega þau, að vextirnir eru jafnt og þétt, að lækka mat markaðarins á gengi hagkerfisins. MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, HÁTT VAXTASTIG, ÝTIR GENGI KRÓNUNNAR NIÐUR.

Áhrif á heimilin

Vart þarf að taka fram, að heimilin líða einnig fyrir 'BANKAKREPPUNA' og 'OFURVEXTINA.' Einnig veldur eðlilegt gengisfall krónunnar, við núverandi skilyrði, þeim frekari vanda - vegna þess, að gengisfallið hækkar almennt verðlag, sem veldur frekari hækkun gengistryggðra lána, og sem einnig veldur hækkun erlendra lána í íslenskum krónum. Allt leggst þetta saman, og ef ástand lagast ekki verulega fljótlega, má búast við raun-gjaldþrotum mjög mikils fjölda heimila landsmanna - ekki seinna, en þegar hausta tekur, laufin fara að brunka og síðan að falla. Haustið, getur orðið - mjög, mjög kalt!!

Þjóðargjaldþrot?

Ef hrun hagkerfisins, er ekki stöðvað í tæka tíð, til að koma í veg fyrir "ANNAÐ HRUN," mun ríkissjóður standa frammi fyrir mjög verulegri hættu á að komast í greiðsluþrot - hið minnsta hvað erlend lán varðar. Klárlega, veldur frekara hagkerfis hrun, einnig tekju hruni hjá ríkissjóði, ofan á það tekjuhrun, sem þegar er orðið vegna framkomins efnahags hruns. Á sama tíma aukast skuldbyndingar, vegna stöðugrar aukningar skulda, vaxtagjalda og viðvarandi aukningar atvinnuleysis. Þetta er ekki "EF SPURNING". Þeir sem stjórna landinu, verða að átta sig á því, að gjaldrot er ekki órar einhverra vitleysinga, heldur graf-arlvarleg, og raunveruleg, hætta.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2009 kl. 18:56

10 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvernig er það er séra Árni ekki langafi Árna Páls Árnasonar evrópuprests eða var það kannski afi er ekki alveg viss, en kemur vel á vondan því hann er jú smá Þórðarglaður yfir öllu þessu að geta komið okkur í faðminn á ESB mafíunni eða er það nasistunum.

Einar Þór Strand, 8.6.2009 kl. 11:44

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar Þór. Ættrakningin er rétt og vel má Árni Páll kallast Evrópuprestur fyrir mér því sannarlega slær hann aldrei af með sitt Evróputrúboð.

En að því slepptu þá er Árni Páll hinn besti og vandaðasti drengur en það er nú bara ekkert grín að fást við þegar menn fara að "heyra raddir."

Kalli Sveins: Mér er það svosem útlátalaust að viðurkenna þig inn í þennan stórmerka ættboga. Og nú er hringurinn utan um þig orðinn býsna þröngur!

Árni Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband