Vitræn mótmæli á Fríkirkjuvegi

Ég vil ekki espa fólk upp á móti gömlu húsi eða einstökum mönnum en það er sjaldan sem ég fæ ekki kjánahroll af mótmælum. Í gær var einn af þessum ljósu punktum þegar leiðtogar götubardaga í Reykjavík framkvæmdu friðsamlega en táknræna hústöku á Thorsarahöllinni við Fríkirkjuveg. Það var ólíkt gáfulegra en hrópin að Seðlabankanum í vetur leið. 

Öskrin um vanhæfa ríkisstjórn voru mjög á gráu svæði og skiluðu í raun og veru engu góðu og munu ekki gera meðan Samfylkingin kemur að stjórn landsins. 

Það eðlilegasta í mótmælum og aðgerðum er að beina þeim að því hyskinu sem lengst gekk í glannaskap og setti hér bankakerfi og ríkissjóð á kaldan klaka. Ég hefi lengi talað fyrir því að það átti strax við upphaf hrunsins að taka forsprakkana í yfirheyrslur og eftir því sem við á í gæsluvarðhald. Nú hefur viðskiptaráðherra slag í slag líkt þessu við Enron-hneyklsið en það er þó þessi stóri munur á að Enron gæjarnir voru allir hnepptir í handjárn. Útrásarvíkingarnir eru enn að reka stærstu fyrirtæki landsins, stjórna samtökum atvinnulífsins og já, svo ég kvarti nú ögn sjálfur, keppa meira að segja við okkur hina sjálfbæru hornkaupmenn og blaðaútgefendur þessa lands, í hvaða rétti veit ég ekki.

Enn betra en Fríkirkjuvegur væri svo að beina mótmælunum að 365. Icesave er þó í fortíðinni en hreðjatak marggjaldþrota gangstera á viðskiptalífi og fjölmiðlum er veruleiki samtímans og hreint  óþolandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Smmála...það á að mótmæla á réttum stöðum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 17:16

2 identicon

Og blóðsugu og okur-ráns-lyfjafyrirtæki Björgólfs, Actavis, sem rænir skyrtunni af baki eldri borgara og sjúklingum landsins sem þurfa á lyfjum að halda.  Ættum líka að neita að eiga viðskipti þar.  Það hef ég gert fyrir löngu:
http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/842129/
 

EE elle (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 18:28

3 identicon

Félagi Bjarni !

 ÚTRÁSAR ÚLFARNIR.

 Man nokkur í dag, hver varaði við Jóni Ásgeiri og Co. ??

 Hefur almenningur áttað sig á, að sami Jón Ásgeir, skuldar í dag EITT HUNDRAÐ MILLJARÐA í íslenskum bönkum ?? !

 " Beina mótmælum að 365"

 Hvernig ?

 Hver neitaði - fyrstur forseta að undirrita lög frá Alþingi - lög um fjölmiðla ??

 Hver var einkavinur " marggjaldþrota gangestera á viðskiptalífi og fjölmiðlum" ?? !

 Mætti kannski mótmæla gjörðum bóndans á Bessastöðum ??

 " Gangsterarnir" væru ekki búnir a'ð setja þjóðina á hausinn, ef hans hefði ekki notið við !!

 Að lokum. Hafa menn gleymt hvað Steingrímur J., sagði 23.mars s.l. ?

 " GLÆSILEG NIÐURSTAÐA Í AUGSÝN Í ICESAVE MÁLINU " !

 Og síðan - sami Steingrímur - í fyrradag.: " Niðurstaðan vissulega slæm" !!

 Rómverjar hefðu kallað slíkan málflutning: " Ruddis indigestaque moles" - þ.e. " ALGERT RUGL " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Það var nú ef til vlll nokkuð forvitnilegt fyrir okkur Íslendinga að sjá bændur mótmæla í Brussel.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.6.2009 kl. 00:12

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við eigum klárlega að gera sama við verlanir í eigu Bónusfeðga, Actavis og Baugsmiðlana. Ef dómskerfið ræður ekki við að rukka fyrir okkur verðum við bara að gera það sjálf.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Rétt hjá þér Bjarni. Hins vegar er líka full ástæða til mótmæla við Austurvöll þessa dagana.

Ísleifur Gíslason, 10.6.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband