Ódýrasti bjórinn og besta veðrið

Veðrið leikur við okkur á þessu kreppusumri og það sem meira er,- ævagamall draumur er orðinn að veruleika. Bjórinn er ódýrari á Austurvelli en á Strikinu. Hvað viljum við það betra!

Verum þess svo minnug að Halldór á Kirkjubóli og Helgi í Ketlu sögðu báðir að Ísland myndi fara til helvítis ef hingað kæmi bjór. Og hvar erum við...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja já.. er bjórinn í alvöru ódýrari á Austurvelli en á strikinu í Köben ?  í alvöru  Bjarni ?   allavega ekki hlutfallsega.. hvað er bauninn lengi ða vinna fyrir bjórnum sínum í ESB llandinu Danmörku?  og hversu lengi er íslendingurinn að vinna sér fyrir veiginum hér í "frelsinu" og fullveldinu ?

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hef ónýtt 12 ára gamalt norskt lyklaborð sem fer ekki alltaf eftir fingrunum í stafavali :)

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 22:35

3 identicon

Bjarni.

Var nokkuð minnst á það að þú ættir þátt í því að koma okkur þangað ?

Jú, þú varst um borð með framsókn !

JR (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bjó Helgi þessi í Ketlu, rétt autan Hellu?

Er með lóð og bretatrailer í svonefndri Ketlubyggð, áður nefndur Ketilhúshagi eða eitthvað slíkt.

Íþessu Sumarhúsalandi er þóniokkuð notað af þessari afurð Bruggmeistara okkar.

Vonandi hvílir téður Helgi þó vel og rótt, því ekki er óhófið mikið á gestum þarna.

Miðbæjaíhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.6.2009 kl. 22:51

5 identicon

Félagi Bjarni !

 " Ísland færi til helvítis ef hingað kæmi bjór. Og hvar erum við ?"

 Félagi. Svarið er borðleggjandi.

 Við erum á beinni leið til helvítis !!

 Blessaður bjórinn aðeins brot af bölinu.

 Bölið stærsta " útrásar" ÚLFARNIR" og sofandi embættismenn !

 Og þó, frelsari er oss fæddur - gamli marxistinn Svavar Gestsson !

 Hann sagði í Morgunblaðinu í fyrrradag - orðrétt.: " Við berum burt syndir heimsins eins og Jesús Kristur" !!!

 Ekki nóg með það,sagðist elska þjóð sína svo svakalega, að hann hafi boðið sig til bjargar þjóðinni !!

 Í geðlæknisfræðinni væru þessi orð Svavars kölluð " Messíasarkomplex" !!

 Já, Guð verndi"drenginn" sem lærði fræðin í Austur Þýzkalandi Stalíns kommúnismanns ! - Nýi þjóðarbjargvætturinn ! Enda sagði" félagi "Steingrímur þann 13.mars, s.l.:" GLÆSILEG niðurstaða framundan í Icesave málinu !!

 Tveir apar á einni grein !

 Enda sögðu Rómverjar.: " Dummodo sit dives, barbarus inse placet" - þ.e."Þegar apar tala - hlusta allir" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:59

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég er nokkuð viss um að það taki svipaðan tíma að þéna fyrir ölaranum hér á strikinu eins og heima. Hann er að jafnaði á 45dkr og tímalaunin að jafnaði svona um 120dkr. Danir eru harðir að hirða af manni í skatt þannig að maður dregur hikstalaust 50% frá. Þannig að það tekur 45min. að vinna fyrir honum hér. Getur einhver reiknað þetta dæmi fyrir Ísland.

Annars nær strikið ekki tánum sínum þar sem miðborg Parísar hefur hælana. Ég borgaði 75dkr fyrir bjórinn á einhverju kaffihúsi. Til að bæta alvarlega gráu á kolsvartan reikning þá þurfti ég að punga út 15% til viðbótar fyrir þjónustu. Þá tek ég frekar einn víking á austurvelli hvenær sem er jafnvel í helv...hávaða roki og rigningu..

Andrés Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 23:40

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bjórinn kostar 700-800 kr hér á landi.. tímalaun liggja um 1000 kall..  þetta er ekkert flókið ;)

Óskar Þorkelsson, 11.6.2009 kl. 00:00

8 identicon

andrés: þú ert vonandi með persónuafslátt (personfradrag) eg hef með minum persónufrádrætti og vaxtabótum borgað 33% skatt að meðaltali þau 9ár sem ég hef verið hér og þó haft 175-185dkr á dagvinnutímann þannig að skattpíning er ekkert að siga okkur hér þó brúttótalan sé há

p.s flöskubjórinn fær mar á 12kall á knæpum mörgum ef setið er meira en 100metra utan striks

nollinn (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:16

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Óskar:

Reyndar eru meðal tímalaun á Íslandi árið 2008 rúm 1.500kr, miðað við tölur Hagstofunar um regluleg laun (ekki heildarlaun, og fólk í hlutastörfum tekið með), og ég gef mér að meðal vinnuvika sé 48 tímar.  Meðaltal reglulegra mánaðarlauna er 324.000kr.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.6.2009 kl. 10:45

10 identicon

Já margt getum við þakkað framsóknarlukkuriddurum eins og Bjarna Harðarsyni.  Kvótakerfi, staðfast árásarstríð, bankasölu og fjármálahrun.

Hve miklu breytir eitt músarslag...

Já, Bjarni, fortíðin maður.

marco (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:10

11 identicon

Skál í botn fyrir því!!!!!húrra húrra

Rafn Franklin (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:12

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Svo maður á að hugga sig við það að þó maður hafi ekki efni á mat, hvað þá bjór, sé hann þó dýrari í Köben?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 11.6.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband