Icesave er verðmiðinn á ESB

Ég er sammála séra Halldóri Reynissyni presti á Reynivöllum sem skrifaði nýlega í pistli að Icesave sé verðmiði en okkur klerkinn greinir á um hvað fæst fyrir þann miða. Halldór vill meina að það sé traust. Sjálfur tel ég að þar gæti misskilnings.

Með Icesave kaupum við Íslendingar ekki traust heldur aðgang að þægilegum viðræðum um ESB aðild. Samhengið milli þessara tveggja mála, Icesave og ESB, er augljóst nú eftir birtingu gagna. Samhengið milli trausts og Icesave er vægast sagt görótt og byggir á ruglanda í röksemdafærslu.

Séra Halldór Reynisson sem orðar hlutina mjög skýrt segir í grein sinni m.a.:

„Málið er lagatæknilegt, fjárhagslegt, það snýst um grunntraust á fjármálastarfsemi heillar álfu; að fólk geti lagt sitt sparifé inn í banka við lágmarksáhættu án þess að eiga það á hættu að spariféð gufi upp."

Þetta er rétt hjá Halldóri en það er líka dagljóst af fullyrðingunni að fjármálakerfi heillrar álfu var illa grundað og gallað í sinni uppbyggingu. Um það atriði er raunar ekki deilt. Deilan snýst um það hvort að ESB-löndunum sé heimilt að leggja ábyrgð á þessum galla á Íslendinga öðrum fremur, sem nær vitaskuld ekki nokkurri átt.

Réttlætishugsun ESB-landanna bakvið það plan er að með ESB-aðild verði ábyrgð og byrðar hinna 700 milljarða skuldbindinga hvort sem er jafnað yfir á alla Evrópubúa og við Íslendingar berum þá að tiltölu langt innan við 0,1% af heildinni.

Allt er þetta í trausti þeirrar vissu að áður en til afborgana kemur innan 7 ára verður ESB orðið að stórríki, Bandaríkjum Evrópu. Við Íslendingar eigum þar brotabrot af prósenti og eigum þá líka bara brotabrot af prósenti í auðlindum Íslands og Íslandsmiða.

Ef Icesave snerist um traust á Íslendingum mætti vitaskuld skjóta málinu til dómstóla. Það megum við ekki og samningsniðurstaðan er því ekki sæmandi fullvalda ríki. Niðurstaða málsins fyrir Alþingi snýst um það hvort kjósendur geti treyst þingmönnum til að standa með þjóð sinni og fylgja sannfæringu sinni framar en flokksskrúfum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisverður punktur. Að EB-ríki taki þannig öll á sig að greiða skuldir "óreiðumanna" (íslenskra) eins og DO komst að orði í vetur. Þessu samhengi næ ég reyndar ekki. Rök ESB fyrir því að samþykkja okkur inn geta ekki verið að sambandið vilji greiða fyrir okkur skuldir. Það hefur aftur á móti áhuga á því sem við eigum, þ.e. auðlindunum eins og þú nefnir réttilega. Ég er með öðrum orðum á því að ekki verði komist hjá að samþykkja Icesave-samninginn, burt séð frá vangaveltum um EB-aðild. Held satt að segja að engin ríkisstjórn, teldi ástæðu til að leggja samning um auðlindaafsal til EB fyrir þjóðina. Hef það mikla trú á háttvirtum atkvæðum að ég álít að slíkur "samningur" yrði kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

hágé 

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:29

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Glögg skrif - að vanda !

 Grunnur vandans liggur í götóttu regluverki ESB., - regluverki sem engir höfðu séð fyrir.

 Íslendingar einir gerðir brotamenn - fráleitt !

 Reyndar er Icesave-samningurinn ömurlegri en tárum taki.Örlítið dæmi:

  Íslendingar eiga að greiða Hollendingum SJÖ MILLJÓNIR EVRA AUKALEGA.( 1, 3 MILLJARÐIR króna)!!

 Fyrir hvað ?

 Jú, trúi því hver sem vill. Fyrir að Holland náðursamlegast settist að samningaborði við Íslendinga !!

 Skipta kostnaði ?

 Nei, dvergþjóðin ei látin blæða !

 Það er rétt sem fyrrum forseti ´Hæstaréttar sagði.: " Samkvæmt 10.gr., hegningarlaga, er þessi samningur við þröskuld LANDRÁÐA" !!

 En - hver sagði í október s.l.: " UPPREISN EF ÍSLENDINGAR YRÐU LÁTNIR BORGA". ?

 Jú, maðurinn sem í dag gengur berserksgang til kröfu um samþykki ÁRATUGA NAUÐUNGAR okkar þjóðar !!V-grænna foringinn Steingrímur J.,!

 Krafa þjóðarinnar er skýlaus - nýjan samning, jafnvel þó einhver óvissa fylgi,  og ekki sjáist á þau spil í bili.

 Gleymum ekki að samkvæmt Gallup, er aðeins 19% þjóðarinnar samþykk þessum nauðasamningi.

 Samningur getur aldrei orðið ömurlegri en  sá sem fyrir liggur - eða sem Rómverjar sögðu.: " Sperate miseri, cavetee felices" - þ.e. " Vissulega óvissa, hvað spil þú færð næst á hendi" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara flökkusaga þetta "galli í regluverki esb"  Enginn galli þar.

Gallinn sneri að háttalagi íslenskra aðila sem höguðu sér eins og idíotar - og stjórnvöld og viðeigandi stofnanir bökkuðu þá upp.  Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Höfuðábyrgð bera sjallar og framsóknarmenn sem bjuggu til íslenska módelið  sem lengi vel var talin snilld og þjóðin kaus þessa menn slag í slag útá þetta.

Nú vitum við hvað módel sjalla og frammara í raun og veru var:  Fata morgana á flæðiskerinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 22:15

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Prestar og pólitík !

Haraldur Baldursson, 2.7.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Offari

Það liggur eitthvað meira að baki Æsseif. Steingrímur J bæri ekki þetta frumvarp fram ef Esb setti þetta sem skiyrði fyrir inngöngu. Það er verið að leyna okkur einhverju mun verra. 

Offari, 2.7.2009 kl. 23:04

6 identicon

Örugglega einsdæmi að heil þjóðs skuli þurfa að blæða fyrir gallað regluverk.   Hollendinga og Breta langaði sjálfa að grípa í taumana, en höfðu engar heimildir.  Fjármálaeftirlitið íslenska svaf milli þess sem það "mærði"  snillingana og gaf sín heilbrigðisvottorð aftan og framan.

Ég man samt vel eftir því á SKY þegar rætt var við pöpulinn á  Bretlandseyjum dagana eftir hrunið að fólk ásakaði sveitarfélög, góðgerðarfélög og einstaklinga þar fyrir að hafa látið ginnast af þessu bulli og yfirboðum.   "Sökin" og áhættan er líka þeirra. 

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:06

7 identicon

Ég veit ekki betur heldur en að Standard og Poor hafi líka gefið bæði Íslandi og bönkunum heilbrigðisvottorð eins og Valdimar kallar það þannig að eigum við ekki að sækja pening hjá þeim fyrir að blekkja okkur líka, þetta er eitt lélegasta útspil sem um getur í allri Íslandssögunni til þess að við getum gefið auðlindir okkar á silfurbakka(gert úr silfurpeningunum 30 sem strákarnir okkar unnu á Ólympíuleikunum) inn í Evrópusambandið svo að við getum gengið þar um atkvæðalaus og þóst vera eitthvað annað en við erum.  Núna er tíminn til að sýna úr hverju Íslendingar eru gerðir og við bara neitum að greiða fyrr en dómstólar eru búnir að dæma í þessu máli því að við vitum að regluverk ESB klikkaði ekki íslensk stjórnvöld.

Hverjir skyldu eiga flestar eyjur sem að eru með þessa bankaleynd í heiminum í dag?  Furðulegt þegar það er skoðað en það eru einmitt fyrrnefndar þjóðir, Bretar og Hollendingar, ef að einhver skyldi undra þá erum við með næsta "Gull" eða "Olíu" sem að kemur næst í heiminum en það er einmitt vatnið sem að er lífsnauðsynlegt til að lifa áfram og báðar þessar þjóðir hafa greinilega sæst á að skipta því bróðurlega á milli sín vegna verðmætis þess.

Er ekki kominn tími til að taka upp dollar og gerast frekar 53 fylki Bandaríkjanna heldur en að setjast undir þessar fyrrum herragarðsþjóðir.

Allaveganna er ég persónulega orðinn þreyttur á þessu kjaftæði og finnst að við ættum að sleppa þessari umræðu því að misviturt fólk er að tjá sig um það sem flokkur þess er búinn að mata það á þ.e. Samfylkingin.

Bjarni Gunnólfsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband