Forsmekkur að vetrinum

Stundum höfum við hjónakornin skroppið út fyrir landsteinana snemma vors eða á útmánuðum í vorsulti eftir sól. Núna snerum við dæminu við og fengum aðeins forsmekk að vetrinum með helgarleyfi á Akureyri sem er frábært. Erum í kennaraíbúð við Hótel Kea og njótum þess að labba um í ævintýralegum Kjarnaskógi og hanga endalaust inni í Eymundsson. Gott að vera á bókakaffi og þurfa samt ekki að gera neitt. Hér er skemmtilegt haustveður með stillum, kulda og norðlenskum píkuskrækjum í Hafnarstrætinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Var þetta iðnaðarnjósnaferð hjá þér?

Offari, 4.10.2009 kl. 19:56

2 Smámynd:

Bara jólafílíngur

, 4.10.2009 kl. 21:05

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... skrækja þær líka fyrir norðan?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 21:31

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kunningi minn lenti í því einu sinni að fara norður á Akureyri. Hann ætlaði suður samdægurs en það brast á með illviðri og það var ekkert flogið. Hann gisti á KEA. Strax fyrsta kvöldið læsti sig um hann óstjórnlegt menningaráfall. Eftir tvo daga kom hann suður og var þá nánast viti sínu fjær. Siðmenntuðu fólki finnst oft óbærilegt að vera á Akureyri - "agureiris" eins og Bjöggi sagði í viðtalinu.

Baldur Hermannsson, 4.10.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæl Bjarni það er  gaman að vera á Akureyri mikið að skoða/Mæli með að þú heimsækir son minn og alnafna á veitingstaðnum KRUA SÍAM strandgötu 13 og borðir/Skilaðu kveðju frá pabba,og hafðu það gott i höfuðstað Norðurlands,Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.10.2009 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband