Stjórnin lifir ef Ögmundur er tekinn inn aftur

Ég hef spáð því fyrr á þessari síðu að ríkisstjórnin lifi og ætla að gera það enn þó ég viðurkenni að sannfæringin bakvið þá spádóma er veikari en þegar ESB-umsókn og fyrri umferð Icesave skóku Alþingi.

Þessar endurteknu kreppur í stjórnarsamstarfinu verða öðrum þræði til að opna á efasemdir um verkstjórnina hjá Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnar með hótunum um stjórnarslit. Það eina sem getur bjargað stjórninni nú er að Ögmundur taki þar sæti að nýju en um leið verða þau Jóhanna og Steingrímur að brjóta odd af oflæti sínu og virða þingræðislegar reglur.

Hinn möguleikinn að stjórnin hrökklist frá er ekki vænlegur fyrir land og þjóð þrátt fyrir að margt megi miður um þessa stjórn segja. Það verður enginn vinsæll af því að stjórna landinu við núverandi aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 " Það verður enginn vinsæll af að stjórna landinu við núverandi aðstæður"

 Laukrétt !

 Krafan er skýlaus.: ÞJÓÐSTJÓRN !

 Flokkadrættir verða að víkja.

 Jafn skýlaust eftirfarandi.:

 I. BURT með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn !

 II. Greiðum Tryggingagjöld Icesave - engin lagaleg krafa fyrir meiri greiðslum !

 III. Leitum lána ( ef þörf ?) hjá Kínverjum !

 Þjóðin verður að þrauka í einhvern tíma - síðan  SIGUR !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Palma non sine pulvere" - þ.e. " Enginn sigur án þjáningar" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kalli Sveins kemur alltaf jafn sterkur inn í latínunni.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég gaf Icesave-stjórninni í upphafi 12 mánaða líf og er ekki búinn að framlengja þá lífdaga heldur stytta. Mér er ekki ljóst hvaðan still Samfylkingarinnar kemur, en hann er mjög greinilegur og varð mér ljós í Þingvallastjórninni. Ég reikna með stjórnarslitum um nærstu helgi.

 

Samfylkingin er óheiðarlegasta afl sem komið hefur fram í Íslendskum stjórnmálum. Lái mér hver sem vill, en Nazistar koma upp í hugann. Stöðugar kröfur og óbilgirni á hendur samstarfsflokknum. Stöðugar lygar um eigin ágæti og árangur. Þetta átti ekki við þá Sossa sem ég kynntist í Svíþjóð, en einkennir Samfylkinguna. Hvaðan kemur þetta eyðingarafl til Íslands ?

 

Ekkert er annað í stöðunni en nýjar kosningar sem fyrst. Minnihlutastjórn Framsóknar og VG, þangað til gæti virkað vel. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að bjóða stuðning sinn strax.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allt virðist tilviljum háð í stjórnarráðinu, Jóhanna hefur enga burði til að stýra einu né neinu, það vantar samstöðu - en stjórnin mun lafa eitthvað áfram á lönguninni til að lifa og óttanum við dauðann.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband