Hneisa á tímum vinstristjórnar

Hroki Íslendinga gagnvart landflótta útlendingum er hefur lengi verið til skammar og ástandið hefur síst breyst til hins betra í tíð vinstri stjórnar.

Björn Bjarnason má eiga það að hafa tekið mark á mótmælum almennings og leyft Ramses Keníamanni að koma aftur. Spurningin er hvort núverandi dómsmálaráðherra er í þeim fílabeinsturni að þurfa ekki að hlusta á raddir almennings. Hún þarf allavega ekki að hugsa um atkvæði til eða frá!


mbl.is Mótmæla brottvísun flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum ekki efni á að vera að dekra við útlenda "flóttamenn" eins og staðan er hjá okkur í dag. Langar þig kannski að fá fleiri glæpamenn af "erlendu bergi brotin" inn í landið okkar! Gott mál að þessu drullupakki var hent út,vonandi verður svo tekið á A Evrópu drullupakkinu líka!

óli (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Skrýtin fyrirsögn hjá þér Bjarni. Eina hneisan í þessu máli, sem og öðrum slíkum er sú, hversu langan tíma tekur að koma fólkinu úr landi. Finnst þér að framkvæmd og túlkun laga eigi að vera með öðrum hætti eftir því hvort sitjandi ríkisstjórn skilgreinir sjálfa sig vinstri eða hægri? Sé svo þá er það þín hneisa.

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.10.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

þetta er dæmigert. Fólk hefur verið að bíða eftir hreinum línum frá stjórnvöldum í málum sem skipta alla þjóðina miklu máli en fram að þessu hefur ekki fengist niðurstöður í þau. Óþarfi að telja upp það sem á þeim leiða lista er.  - En það þarf ekki að rýna í línurnar þegar kemur að mannúð og umburðarlyndi gagnvart þeim sem minna meiga sín.- Þær eru jafn tærar og íslenskt vatn. Í burtu skal fólkið, no matter what. - Vinstri, hægri, er ekki mállið, því mannúðin villist aldrei svo fremi sem hún er til á annað borð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.10.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jæja Bjarni minn. Þessi skrif þín hér og skrifin um icesave í Mogganum í
dag segja hversu ólíka pólitíska sýn við höfum í alflestum málum.
Bestu kveðjur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.10.2009 kl. 13:36

5 identicon

Mér finnst oft vera erfitt að átta mig á hverskonar umsókn er verið að hafna

Ef ríkið tekur við einhverjum sem flóttamanni þá er viðkomandi (og fjölskylda hans) á framfæri ríkisins næstu árin

Landvistarleyfi er mun auðveldara að fá - en þá þarf viðkomandi að sjá um sig sjálfur

Grímur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta eru lögin Bjarni. Varla telur þú það hneisu að fara að lögum?

Hin hliðin á þessu máli  er svo að leiða hugann að meintum grun um mansal og hrikalega alvarlegar árásir þess gengis á Íslenska lögreglu  á Laugaveginum.  Það hvarflar ekki að mér að tengja þetta saman - en þetta er samt hin hliðin á málinu sem þarf að varast....

Þú tryggir ekki eftirá... Grikkland var ekki "vondur staður"... eins og verið er að gefa í skyn síðast þegar ég vissi og þar að auki er Grikkland í ESB  með öllum þeim dásamlegu réttindum sem þeirri gæfu fylgja.

Við styðjum mannréttindi Bjarni  -  innan ramma þeirra laga sem gilda - það er það sem verið er að gera.

Svo er það vitnisburður um virðingarleysi við friðhelgi heimilisins að  fólk skuli fara með mótmæli  alla leið að heimili  dómsmálaráðherrans  -  sem bendir til að mótmælendur beri varla sjálfir mikla virðingu fyrir mannréttindum

Kveðja KP

Kristinn Pétursson, 16.10.2009 kl. 14:23

7 identicon

Nei Bjarni nú fellur þú niður um nokkur sæti...

Ertu að segja að dómsmálaráðherra beri að taka mark á þessum mótmælendaskríl sem þarna kom saman?? Meginþorri þessa liðs mótmælir öllu og eru EKKI umbjóðendur þorra þjóðar sem vill fara að lögum í þessum efnum.

Ástandið er slæmt á okkar litla skeri, gerðu þér ferð í borgina og talaðu við lögreglumenn þar undir fjögur.  Þeir segja þér sögur af erlendum glæpagengjum sem tröllríða samfélaginu um þessar mundir.  Ekki geta menn lokað augunum fyrir því og vænt þá um kynþáttahatur sem halda þessu fram því þetta er staðreynd.

Við erum einfaldlega að fara að lögum og reglum, þú ættir að vita það sjálfur.  Hvað vilt þú gera? Veita hverjum þeim hæli sem um það biður, óháð lögum og reglum.  Án þess að rannsaka bakgrunn manneskjunnar?

Flestir þessara hælisleytenda hafa engin skilríki, geta ekki eða VILJA ekki færa sönnur á hver það er í raun og veru. 

Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, ég er ekki sammála því að við séum hrokafull gagnvart landflótta útlendingum, en vissulega eru margir orðnir hvekktir á gengdarlausu flakki ESB misyndismanna.

Ætli okkur sé ekki óhætt að skrifa "mannúðarleysið" á Schengen reikninginn þar sem okkur er uppálagt að vernda ESB gegn utanaðkomandi.

Annað er líka; eru ekki flestir þeir, sem hér stranda, á leið til Kanada?

Kolbrún Hilmars, 16.10.2009 kl. 15:39

9 Smámynd: ThoR-E

Það er stór munur á a-evrópskum glæpamönnum og síðan flóttamönnum sem eru að flýja stríðshrjáð lönd til að bjarga eigin lífi.

En það að hér geti vaðið uppi glæpamenn sem stunda t.d innbrot, kynferðisbrot og ofbeldisbrot og þeir geti haldið því áfram, þrátt fyrir að vera jafnvel handteknir ítrekað og ákærðir fyrir alvarleg brot.

Þeir eru hér enn í tuga ef ekki hundruða tali. Það kallast víst skipulögð glæpastarfsemi. Og hún er staðreynd hér á landi.

En flóttafólk sem hefur ekkert að sér gert, nema að vera það óheppið að fæðast í landi þar sem U.S.A ákvað að ráðast inn í ... með stuðningi þáverandi ríkisstjórnar Íslands.

Við berum einhverja ábyrgð og eigum að taka að okkur þetta fólk sem jafnvel getur ekki farið heim til sín, því þar er það í lífshættu.

Skoða forgangsröðina betur. Senda glæpalýðinn úr landi tafarlaust, það styð ég.

En að vísa hér burtu flóttamönnum sem eru búnir að skjóta rótum og sumir jafnvel eignast hér fjölskyldu og börn. Það finnst mér ámælisvert.

ThoR-E, 16.10.2009 kl. 16:44

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka góða umræðu. AceR hefur sagt það sem segja þarf að mínu viti í þessu máli. Spurningin sem við hljótum að velta fyrir okkur er hvort Shengen samstarfið ali hér á rasisma með hinu frjálsa flæði glæpamanna inn í landið. Raunar er staðan sú að við getum ekkert gert meðan við erum í þessu systemi til að vísa margdæmdum evrópskum brotamönnum úr landi eða hamla för þeirra inn í landið.

Bjarni Harðarson, 16.10.2009 kl. 18:04

11 identicon

Þá er ekkert annað eftir fyrir þig Bjarni en að ganga í VG.

LS.

LS (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 11:17

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alliar eru jafnir fyrir þeim lögum sem gilda í landinu.Líka þeir sem vilja flytjast til landsins.Þetta ætti fyrrverandi þingmaður að vita betur en aðrir.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2009 kl. 12:10

13 identicon

Var sem sagt búið að sanna það að þetta væru raunverulegir flóttamenn???? hef ekki fylgst með fréttum um hríð, en  ekki bara fólk með falsað vegabréf og á flótta undan réttvísi síns heimalands???? 

(IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:18

14 Smámynd: Bjarni Harðarson

Vandamálið er að það var ekki búið að sanna neitt né afsanna í þessum efnum. Það er enginn að fara fram á að þetta fólk fái að labba hér inn með skítug sakavottorð og upplognar sögur. En það er alvarlegt að leyfa þessu fólki ekki að njota vafans, tafarlaus brottvísun í þessu tilviki getur verið jafngild dauðadómi. Við erum ekki að tala um lög sett af Alþingi þegar allir eru látnir gjalda fyrir heimskulegan Dyflinarsamning!-b.

Bjarni Harðarson, 17.10.2009 kl. 21:35

15 identicon

En hvað þegar ekki er hægt að sanna eða afsanna sem mér skilst að sé nú í allmörgum tilfellum, er þá ekki rétt að við íslendingar njótum vafans frekar en einhver sem ekki vill láta vitnast hver hann er????Þú fyrirgefur Bjarni minn en þetta er bara ekki svona svart og hvítt fyrir mér eins og þú setur þetta upp.

(IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband