Jóns Arasonar minnst í bókakaffinu

Gerdur_BolladNú á fimmtudagskvöldiđ 12. nóvember kl. 20:30 verđur sérstök dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu helguđ skáldinu, baráttumanninum og biskupinum Jóni Arasyni. Ţá koma hér góđir gestir sem eru hjónin Ásgeir Jónsson frćđimađur og Gerđur Bolladóttir einsöngvari. Ásgeir stóđ ađ útgáfu ljóđmćla Jóns Arasonar og mun rćđa ţá útgáfu og lesa úr formála hennar en Gerđur syngur nokkur af ljóđum Jóns viđ ţjóđlög og lög yngri skálda.

Jón var sem kunnugt er hálshöggvinn í Skálholti kaldan nóvembermorgun haustiđ 1550 ásamt sonum sínum tveimur, ţeim  Ari og Birni. Ţeir ţrír höfđu veriđ handteknir í síđustu fólkorrustu á Íslandi, byssubardaga í Dalasýslu viđ Dađa Guđmundsson í Snóksdal. Dađi sat einnig fastur í Skálholti ţetta haust međ liđsmönnum sínum - "hinum hraustustu sveinum úr Breiđafjarđardölum" sem stóđu vörđ, bćđi nótt og dag, alvopnađir í kringum stađinn. Hvorki Skálholtsbiskup né Kristján skrifari, umbođsmađur Dana á Íslandi mátti til ţess ađ hugsa ađ Dađi fćri međ menn sína frá stađnum ţá yrđu ţeir ofurseldir reiđi Norđlendinga.

sgeir_Jnsson__jpg_340x600_q95

 

Jón var ţá síđasti kaţólski biskupinn sem eftir stóđ í N-Evrópu. Ţrátt fyrir ítrekađar umleitanir, neitađi hann öllum samningum viđ Dani og Lúterstrúarmenn. "Á jólum verđum viđ Hólum" lýsti hann ađeins yfir. Ţá var loks ákveđiđ  ađ "Öxin og jörđin geymdi ţá best".

Dagskráin sem markar upphaf í árlegum jólabókalestri 2009 hefst klukkan 20:30, allir velkomnir međan húsrúm leyfir. Ljóđmćli Jóns Arasonar verđa á sérstöku tilbođsverđi ţetta eina kvöld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki eitthvađ rugl á dagsetningum Bjarni. Í dag er miđvikudagurinn 11. nóv ...

Elín Guđm. (IP-tala skráđ) 11.11.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Bjarni Harđarson

Jú takk takk Elín, ţetta er semsagt 12. nóvember og ég er búinn ađ laga ţađ.

Bjarni Harđarson, 11.11.2009 kl. 21:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband