Hvenær verða dótasöfn útrásarvíkinganna sett á uppboð

Uppboð á eigum Madoff minnir okkur óþægilega á hvað það gengur hægt að koma lögum yfir íslenska Madoffa. Það er full ástæða til að taka dótakassa þessara drengja og selja til að mæta skaðanum sem Björgólfar og Bónusbankadrengir þessa lands hafa valdið.
mbl.is Eigur Madoffs seldar hæstbjóðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða tillitsleysi er þetta hjá þér Bjarni ?  Vottar ekki að auki fyrir örlítilli öfund hjá þér sveitadrengnum.  Þú slærð neðan beltisstað.

Það hefur ekki tíðkast hér að taka leikföng frá blessuðum börnunum í þessu þjóðfélagi sem í senn eru bæði varnarlaus og "saklaus"...

Sýndu Bjarni svona - smá, örlítið, lítilsháttar - umburðalyndi... óþarfi að vera með nein læti eða áfellisdóma langt fram í tímann... það er fáránlegt og fjarri öllum sanni að halda því fram hér og ekki síst án allrar röksemdarfærslu að s.k. ú-víkingar hafi brotið lög (enda eru þau sniðin að þeirra snilldargjörðum) og mikið sniðugra er að skella "skuldinni" á undirmenn - "hornsílin" svona eftir þörfum.

Alger óþarfi er er að láta þessi andlegu ofurmenni - fyrirmynd æsku þessa lands - óskasyni og dætur Íslands - framtíðarvon lands og þjóðar - mærða menn - blæða fyrir örlítinn yfirdrátt án heimildar.. sýnum nú einu sinni samstöðu Íslendingar og einurð og verum jákvæð-  framsýn: sýnum þessum  mönnum skilning, þolinmæði og umfram allt umburðalyndi.

Húrra, húrra fyrir snillingunum. 

Ábyrgðarmaðurinn (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 03:40

2 Smámynd: ThoR-E

Blessaður vertu Bjarni, þeir eru búnir að vera að senda þetta úr landi í gámum frá hruninu. Veit ekki hve margir til dæmis lúxusbílar hafa verið fluttir með gámum erlendis til lúxusheimila þessara gutta úti.

Var frétt um það fyrir einhverju síðan að einn auðmaðurinn var að senda allavega sportbíla út. Eflaust eitthvað meira.

Þessir menn hafa fengið allan tíma í heiminum til að koma burtu eignum, þá peningum og leikföngum. 

...og allt, beint fyrir framan nefið á stjórnvöldum.

Þetta er til skammar!

Það er greinilegt að eitthvað fengu þessir menn fyrir peningana, sem styrktu stjórnmálaflokkana um tugmilljónir. Ef ekki meira.

Við búum í bananalýðveldi. Þeir ríku sleppa en sauðsvartur almúginn er skattlagður út í hið endanlega og á að borga fyrir "partíið" sem honum var ekki einusinni boðið í. En þarf þó að þola timburmennina og vel það.

ThoR-E, 14.11.2009 kl. 09:29

3 identicon

Félagi Bjarni !

 " Madoff uppboðið"

 Við verðum löngu gengin til feðra okkar, þegar uppboð verður á einkaþotu Jóns Ásgeirs, skíðaskála hans í Frakklandi, luxusíbúðum drengsins á Mannhattan - 8 Benzum og Cadelacks, einkasnekkju í Karabíhafi, og þannig mætti gríðar lengi áfram telja.

 Jói "Bónus-jólanissi" og strákurinn eru enn dýrðlingar hjá alþýðu manna  - bjargvættir fátæklinganna !!

 Við förum létt með að afskrifa hátt í 100 MILLJARÐA skuldir feðganna - þetta eru jú menn fólksins - spurðu bóndann á Bessastöðum, Ingibjörgu Borgarnesræðumann, þingmenn Samfylkingarinnar og vinstri græna ?? !!

 Félagi !

Játum að við búum í bananalýðveldi. Því miður.

 Væri ekki rétt að endurtaka 1262 ?? !!

 "Guð blessi Ísland" sagði Geir réttilega.

 Já, stutt bæn gæti ekki skaðað, eða sem Rómverjar sögðu.: " Brevis oratio penetrat caelum" - þ.e. " Stutt bæn kemst til himna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:41

4 identicon

Er ekki aðalástæðan fyrir því að við erum lágt metin erlendis í lántökum að við höfum ekki sýnt kjark eða þor til þess að refsa þessum útrásargæðingum ,þeir valsa hér um og halda áfram störfum og yfirvöld gera ekkert nema bjóða upp eignir fólks er getur ekki staðið í skilum með sín húsnæðis og bílalán.það er svo mikil skömm að þessu að ef maður fer útlanda segir maður ekki frá hvaða landi maður er.Þjóðarstoltið er horfið,það er svo mikil skömm að hlutleysi yfirvalda að maður á ekki til orð yfir það,eða er þetta ef til vill afleiðingar af Hólmsteinsheimskunni.Guð blessi Ísland,gerist ekki nema við tökum til í aldingarðinum.

S.Árnason (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 13:21

5 identicon

Jú, á Funnur ekki GPS tæki? Vantar á hjólið. ÞÞ

þþ (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:52

6 identicon

Það hefði átt að gera þetta uppá ameríska vísu og handtaka vænan flokk og sjá hvort málbeinið auðveldi ekki málflutning síðar meir. Eins held ég að menn yrðu viljugri í prísund til að vísa á sjóðina.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband