Allaballi yfir í Frjálslynda

Sá mæti maður Kristinn H. Gunnarsson flutti sig úr Framsóknarflokki í Frjálslynda í dag segir í tilkynningu að Frjálslyndi flokkurinn sé mjög líkur Framsókn!!! Kristinn hefur verið í Framsóknarflokki síðan Alþýðubandalagiþað lagði upp laupana og samt aldrei orðið almennilega hluti af flokksheildinni í Framsókn. Kannski var hann það ekki heldur í Alþýðubandalaginu og kannski verður hann það loks í Frjálslyndum. Ég veit það ekki en vona það hans vegna og Frjálslyndra. En ég held að ef það gengur upp hjá Kristni að komast áfram á þing og nú fyrir Frjálslynda verður hans minnst sem Alþýðubandalagsmanns sem endaði sinn feril í Frjálslynda flokknum með viðkomu í Framsókn. Ekki sem Framsóknarmanns.

Hitt er annað mál að ég er mjög oft sammála Kristni - sammála því sem hann segir en ekki sammála því hvernig hann velur augnablikin til þess að segja hlutina og ekki alltaf viss um að hann fari réttar leiðir í baráttu sinni fyrir málefnum. Eiginlega man ég ekki eftir að haa verið verulega ósammála Kristni H. Gunnarssyni fyrr en núna þegar hann heldur fram að Frjálslyndi flokkurinn sé bestur, skrýtin niðurstaða það hjá jafn vinstri sinnuðum manni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ aftur - bóksali, blaðamaður, Tungnamaður, og svo framvegis... hvar þjóðfræðin Bjarni? ÞJÓÐFRÆÐIN -

sjáumst í kaffinu

Kv. Kristín Einarsd. 

Kristín Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég kom í heimsókn.

Helga R. Einarsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:32

3 identicon

Nú fórstu með það í Silfrinu Bjarni sæll.  Kárahnjúkavirkjunin eitt besta umhverfisverndarmálið því það forðaði byggðarlögunum þarna frá eyðingu?  Manstu hvað atvinnuleysið var mikið þarna þegar farið var af stað með þessar framkvæmdir?  Stefndi í einhverja eyðingu?  Var einhver örbirgð?

Síðan eru það sjálfskipuðu umhverfisverndarsinnarnir.  Hver á að skipa fólk í þær raðir ef ekki fólkið sjálft?  Er til ríkisstofnun sem útnefnir umhverfisverndarsinna?  Er það hvað þú átt við?  Meðan ég man, þú ert sjálfskipaður framsóknarmaður hafi ég skilið þig rétt.  Alla vega voru það engir sem tilnefndu þig til að vera framsóknarmann frekar en að hafa einhverjar aðar stjórnmálaskoðanir.  Miðað við þinn málflutning um sjálfskipaða umhverfisverndarsinna, og þá staðreynd að þú ert sjálfskipaður framsóknarmaður, þá er ljóst að þú ert algerlega marklaus í pólitísku umræðunni.  

Og svo er það veruleikinn sem menn eiga að sætta sig við.  Þetta með vöruflutningabílana á vegunum.  Á fólk semsagt bara að sætta sig við hvað sem er?  Hverskonar málflutningur er þetta eiginlega hjá manni sem er að reyna að sækja fylgi til þessa sama fólks?  Þú ert að tala niður til kjósenda.  Þeir eru ekki fífl.  Þess vegna er fylgi þíns flokks að nálgast styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Sigurjón (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Voðalega er Sigurjón beiskur

Guðmundur H. Bragason, 12.2.2007 kl. 00:41

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

en hver er sigurjón? ég nenni eiginlega ekki að svara mönnum sem ég veit engin deili á...

Bjarni Harðarson, 12.2.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband