Menning í samfélagi við vöfflujárn

ketill_og_bjarniTeljarinn á vöfflujárninu er kominn í 7384 vöfflur og það kólnaði aldrei í dag og ekki heldur á laugardaginn.

Stemningin í Sunnlenska bókakaffinu var óborganleg þessa opnunardaga núna um páskana. 

Menning, vöfflur, svolítið meiri rjómi, ögn af Jóni Kalmann, mikið af Kanil eftir Siggu, sögur af fjólubláum hrossætum, ljósmyndir Gunnars Marel, djöflaterta, gamlir reifarar á ensku, ævisaga Páls Ólafssonar, árituð Petrísk orðabók, kakó með rjóma, innbundinn Náttúrufræðingur upp í hillu, soja latté, Melodramer eftir Drachmann, Oscar Clausen, nokkur Burdablöð og svo margt og svo margt... 

Að síðustu kom Ketill Larsen í heimsókn og einn gestanna smellti þessari skemmtilegu mynd af okkur af því að við erum svo kynþokkafullir. 

(Ljósm.Jóh.Kr.Kristjánss.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur Bjarni minn.

Hafðu það ávalt sem best.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband