Í landi kjarkleysis og bölsýni...

Frá falli bankanna hefur bölmóður verið aðal Íslendinga og allir keppst við að mála alla heildarmyndina í sem allra dekkstum litum. Þetta er vond iðja og heimskuleg. Af sömu ástæðum er móðursýki og nornaveiðar orðnar eitt aðaleinkenni umræðunnar. Sumt í hrakspám þessum er lítt rökstutt og annað byggt á þeirri vissu að allt muni fara á allra versta veg.

Ég gat þannig illa fundið rökin hjá Wade sem kom í Kastljósi í fyrradag og taldi að enn hlyti að koma ný dýfa á Íslandi fyrir vorið. Jú, vegna þess að ný dýfa væri væntanleg ytra sem hann vissi þó ekkert fyrir víst. Tilfellið er að hagfræðingar hafa átt erfitt með að lesa í framtíðina á sæmilega stöðugum tímum en nú er það ómögulegt. Vísindi þeirra eru einfaldlega ekki til þess bær. Þeir eru samt margir glöggskyggnir og vissulega margt til í greiningu Wades á ástandinu en það hættulega er að nú er aðeins markaður fyrir bölsýni og við heyrum aðeins það sem sagt er í þá áttina. Og margir skjóta yfir markið.

Einn þeirra var minn gamli kennari úr menntaskóla, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sem er samt með greindari og skemmtilegri mönnum. En hann tók fram í Kastljósviðtali í gærkvöldi að þó hann hefði nú ekki alveg skilið hvað Wade var að segja teldi hann ástandið talsvert verra! Og minntist í framhaldi á barnadauða í Suður Ameríku sem dæmi um afleiðingar af rangri hagstjórn.

Þetta var reglulega ljótt, kæri Guðmundur, að hræða fólk með tali um barnadauða. Álíka og þegar kollegi þinn Gylfi hjá ASÍ fór að líkja kreppunni nú við móðuharðindin. Það er illa gert að sá slíkum fræjum efa og ótta meðal fólks, langt umfram það sem efni standa til. Við erum ekkert nærri því að fá hér harðindi sem leiða af sér mannfelli og barnadauða.

Kannski datt þetta bara svona óvart út úr Guðmundi sem var fráleitt með sínu besta móti og kannski var þetta bara sambærilegt við það þegar konan á háskólabíósfundi var óvart farin að tala um hótanir ráðherra þegar hún ætlaði eiginlega að segja frá vináttu sinni við utanríkisráðherra. En víst er að orðin eru dýr þessa dagana og spennan mikil. Of mikil til að nokkur leyfi sér að ýkja ástandið.

Verst er vitaskuld að hafa ónýta ríkisstjórn sem hvorki þorir að taka á ástandinu né að tala kjark í þjóðina. Ef við sitjum öll með hausinn ofan í klofinu sannfærð um ótíðindi þá fer auðvitað allt á versta veg. Þessvegna er höfuðhlutverk stjórnvalda að tala kjark í þjóðina og kjarklausir ráðherrar sem eru hættir að þora að takast á við það hlutverk eiga tafarlaust að fara frá...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Menntamálaráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, taldi sig þurfa að leiðbeina þessum manni, þegar hann varaði við falli bankanna og íslensks efnahagslífs - með því að benda honum á endurmenntun.

Bjarni Harðarson Wade hélt framsögu í Háskólabíói.  Hann varaði við enn meiri erfiðleikum og lagði fram röksemdir fyrir því.  Hann benti einnig á mismunandi leiðir sem hægt væri að grípa til nú - til uppbyggingar - Bæði Evra, annar gjaldmiðill og að halda krónunni okkar.

Skrifar þú nú af nægri stjórnmálahagfræðiþekkingu?

Wade er prófessor í stjórnmálahagfræði.  En kannski kallinn minn veistu betur? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bjarni, upptöku af Borgarafundinum verður sjónvarpað á RÚV í kvöld eftir kvöldfréttir og vonandi sem minnst klippt til.

Wade kom aðeins lítillega inn á þetta í Kastljósinu en skýrði afar vel í erindinu á mánudagskvöldið. Mæli með því að þú horfir á það þar. Hann færði góð rök fyrir máli sínu.

Guðmundur Ólafsson leit hins vegar út fyrir að vera ekki alveg viss um af hverju hann væri í þessu viðtali.

Baldvin Jónsson, 14.1.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég get nú engan vegin tekið undir þetta að hlutverk stjórnmálamanna sé að bulla einhverjum kjarki í vinnandi fólk.  Síðan held ég að Gylfi hafa talsvert til síns máls um ný móðurharðindi.  Hann vill ganga af íslenskum landbúnaði dauðum með inngöngu í ESB.  Ef síðan skipasamgöngur leggjast af tímabundið sökum t.d. stríðs þá mun fólk svelta eða a.m.k. leggja talsvert af.

Björn Heiðdal, 14.1.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka þér Bjarni fyrir góðan pistil, alltof mikil neikvæð umræða í þessu landi, því sem betur fer haf margir það enn þá að minnstakosti lítið verra. Í fréttum um daginn var sagt að 90.starfsmönnum hjá Mogganum hefði verið sagt upp síðan í haust ég er farinn að halda að öllu bjartsýnu fólki hafi verið sagt upp,mér finnst að Mogginn sé bæði neikvæðari og þar af leiðandi leiðinlegri síðan.

Hins vega megum við vissulega vera svartsýnir ef við förum að álpast inn í ESB.þar sem viðvarandi atvinnuleysi er ótrúlega hátt sem gæti hæglega orðið hér t.d ef landbúnaður verðu lagður í rúst.

Mér finnst ömurlegt að framsókn er að aðhyllast þennan óskapnað sem ESB er framsókn hafði mörg góð málefni á sinni stefnuskrá þegar hann var og hét.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.1.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur veður oft á súðum eins og alþekkt er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nákvæmlega...en maður skyldi aldrei hampa sér af veikleikum annara?

Hinsvegar eigum við Íslendingar túngumálið...sem er dýrmætara en Kárahnjukavirkjun og ÖLL  olía!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Orð í tíma töluð Bjarni, góður pistill og þarfur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2009 kl. 00:16

8 Smámynd: HP Foss

Ég hjó eftir þessu hjó eftir þessu hjá Guðmundi, hringdi svo í konu frænda míns til að fá hana til að forða þessum frænda mínum frá því að heyra til Guðmundar, hann krýpur á hnjánum og hlustar eins og Móse á Guð forðum, trúir öllu sem frá þessum manni kemur.

Guðmundur Ólafsson og Sigurður Tómasson eru niðurrifsseggir andlegrar heilsu venjulegs fólks.

kveðja-Helgi

HP Foss, 15.1.2009 kl. 09:42

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2009 kl. 11:12

10 Smámynd: Offari

Neikvæður orðrómur hefur vissulega áhrif á viðskiptalífið. Ég fjárfesti ekki í því sem spáð er að muni falla í verði. Ég tel það nokkuð ljóst að það versta er ekki komið því má ekki vara við því að ástandið muni versna?

Meðan ríkisstjórnin hefur ekkert traust er hún gagnslaus. Gróusögurnar grafa undan trausti og eru eflaust einmitt gerðar til þess að flýta því ferli að koma ríkisstjórnini frá.

Það má vel vera að konan í háskólabíóinu hafi túlkað orð ráðherrans sem hótun en ljóst þykir mér að ráðherrann var að ráleggja af sinni reynslu að oft þarf að tala varlega. Sérstaklega þegar fjölmiðlar grípa orð háttsettra manna og mistúlka þau.

Ég held að konan hafi ekki tekið þetta sem einhverja hótun heldur hafi aðrir túlkað þetta sem hótun.

Offari, 15.1.2009 kl. 14:18

11 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hvað er upp og hvað er niður Bjarni? Að gefnu tilefni vil ég minna þig á að framsóknarflokurinn með þig innanborðs, er tilefni þeirrar bölsýni sem íslendingar rýna nú í. Okkar færustu hagfræðingar vöruðu við hruninu löngu áður en til þess kom, og voru sakaðir um öfund  og dylgjur fyrir vikið! Og nú gerir þú  enn eina árásina á þá hagfræðinga sem hvað ötulastir hafa verið við að vara okkur við! Þú ættir að læra að skammast þín!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 15.1.2009 kl. 15:02

12 Smámynd: Bjarni Harðarson

þakka vinsamleg komment sigfús en ekki veit ég hvernig ég ber ábyrgð á lundarfari þínu en ég get alveg tekið undir að stjórnarsamstarf sem framsóknarflokkurinn tók þátt í er ekki alsaklaust. okkar færustu sérfræðingar vöruðu við, segirðu. ekki hagfræðingar almennt, en örfáir þeirra, þar á meðal ragnar árnason sem við framsóknarmenn fengum til að tala hjá okkur snemma á síðasta ári og vöktum eftir föngum athygli á hans ræðu - en því var ekki vel tekið af hagfræðie´lítu þessa lands, það er langt því frá!

Bjarni Harðarson, 15.1.2009 kl. 16:28

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mun nýi flokkurinn ekki notast við stóra stafi Bjarni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2009 kl. 16:53

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka þér fyrir góðan pistil, Bjarni formaður Harðarson. Þetta er svo hrikalega rétt hjá þér að það hálfa væri nóg. Hvaðan koma allar þessar andskotans grátkellingar skríðandi? Hér hafa menn allt til alls og ég er ekki viss um að það sé yfirhöfuð rétt að kalla þetta kreppu.

Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 18:28

15 identicon

Mér er sagt að unglingar dagsins í dag séu margir hverjir svo sérgóðir, kröfuharðir og latir, sem ýmis dæmi sanna (hinir eru líka til; fullt af þeim líka... og engar upphrópanir) , vegna kreppuskorts: Já, hreinlega vegna skorts á kreppu.

Allt komi upp í hendurnar frá fæðingu og ef nokkuð blási á móti ætlist þeir til að þeim sé bætt það upp margfalt.

Svo kannski kreppan, sem við tölum núna um, sé hamingjan sjálf í dulargervi; til turnunar æsku landsins sem skal landið erfa? - Vissuð þið sem hér skrifið, annars almennt - að mjög margir unglingar hafa með sér leikföng í grunnskólana að verðmæti allt upp undir 20.000 krónur? Ekki einn eða tveir eð þrír eða fjórir....

 Leikföng já- og svo gsm síma sem taka myndir, sýna ´bíó, þrífa loftin, fara í sendiferðir.... myndavélar sem taka videó.... o.sv.frv. 

Kreppan til lengri tíma litið - fyrir langt að komna framtíð? Blessun í dulargervi?

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 19:02

16 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Þegar ég heyri svona dylgjur verð ég gramur, ég get alveg viðurkennt það. Ég flyt frá Skandinavíu og heim í júní´05, þá er það með því fyrsta sem ég heyri á RUV, að Þorvaldur Gylfason er að vara þjóðina við, hvert stefnir. Hann hafði einnig gert það árinu áður. Margoft heyrði ég bæði lærða og leikna vara okkur við eftir það, en fyrir dumbum eyrum forræðishyggjunnar. Ég veit að þú ert óforskammaður, en þú ert ekki heimskur, því er mér mér óljúft að meðtaka svona bull!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 15.1.2009 kl. 23:11

17 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Robert Wade ræddi einnig um aðvaranir sínar og fleiri hagfræðinga erlendis frá um all-langan tíma.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, taldi þennan mann þurfa endurmenntun!

Það fór þó svo eins og hann hafði svo réttilega bent á og gert allt sem í sínu valdi stóð til að vara við.

Hefðu alþingismenn þjóðarinnar, æðsta valdið, löggjafarvaldið ekki átt að veita slíkri gagnrýni athygli?

Hvað voru alþingismenn svona almennt að gera þetta ár, 2008?

Gerðu þingmenn Framsóknarflokksins sumarið 2008, eitthvað sérstaklega með þessar ábendingar?

Máttu þeir vera að því að veita slíkum upplýsingum hlustun? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.1.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband