Laugardagsmótmæli á Selfossi - og smá um Framsókn og Jón

Vil aftur minna á að þa er mótmælafundur á Selfossi klukkan 13 í dag,- upplagt fyrir þá sem vilja tilbreytingu frá því að mæta á torginu að renna hingað austur. Frábærir ræðumenn og mikil stemning. Sjá nánar: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/16/motmaeli_a_selfossi/

En svo er auðvitað ætlast til að ég bloggi aðeins um Framsóknarflokkinn sem er nú eftir gærkvöldið orðinn að hreinum og klárum ESB flokki. Ég hef aldrei fundið eins sterkt til feginleika að vera ekki þar og get tekið heilshugar undir með Agli Helgasyni sem ku hafa sagt í Kastljósi að flokkur þessi geti nú eins sameinast Samfylkingunni.

Ku hafa, segi ég því ég missti reyndar af þessu Kastljósi þar sem ég sat í stórskemmtilegri hrossaketsveislu á Högnastöðum hjá Jóni bónda sem hans fagra Helga heldur að sé sextugur en við vinir hans vitum að karl þessi er minnst þúsund ára og hefur alltaf verið til...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Er ekki allt í lagi að biðja um aðild á þeim forsendum sem fyrir liggja. Þarf alltaf allt að vera í ökla eða eyra. Ef við fáum inngöngu á þessum fyrirliggandi forsendum, er enginn skaði skeður Bjarni. Ég efast samt um að þessir afarkostir verði samþykktir en það má athuga það. Eða ?

Jónína Benediktsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

ég held að það hafi gleymst kæra jónína að gera kröfu um það að esb tryggi gott veður eftirleiðis á íslandi. hin meintu skilyrði framsóknar eru vitaskuld bara skrýtla og það verður alltaf litið á þau þannig - en eftir stendur að flokkurinn hefur samþykkt að það eigi að stefna að aðildarviðræðum. svo einfalt er það,- sjá t.d. forsíðu mbl í dag þar sem stjórnmálafræðingur fjallar um þessa samþykkt, ekki held ég að sá maður sé neitt í ökla eða eyra...

Bjarni Harðarson, 17.1.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband