Hver ætlar að handtaka hvern...

Sýslumaðurinn Ólafur Helgi Kjartansson hefur boðað fjöldahandtökur á Sunnlendingum. Hinir seku eru hinir skuldsettu sem ekki hafa mætt til skýrslutöku vegna fjárnáms og annarra leiðinda sem skuldarar vitaskuld lenda í. Ég ætla ekki að mæla skuldaóreiðu bót en margir þeir sem nú eru að lenda á vanskilaskrá hafa til þessa verið vammlausir í sínum peningamálum.

Ólafur Helgi sem er eins og við flest margs góðs maklegur er ekki að gera þetta sem einstaklingur heldur sem fulltrúi dómsmálaráðherra og ríkisvaldsins. Þessa sama valds sem með afglöpum, hagstjórnarmistökum og sofandahætti hefur komið landinu í þær ógöngur að erlendar herraþjóðir vilja helst fara eins með lýðveldið sjálft. Og hann er fulltrúi þess sama ríkisvalds sem ákvað í haust að grípa til þeirra neyðarúrræða vegna skulda að skipta um kennitölur á bönkunum.

Sýslumaðurinn er líka fulltrúi þeirra sömu valdherra og hafa staðfastlega neitað að mæta til skýrslutöku hjá þjóðinni með því að boða til kosninga. Ég er sammála fjölmörgum sem hafa bloggað um það undanfarinn sólarhring að með þessu sé beinlínis verið að hvetja fólk til byltingar. Og þó að mér sé illa við að kalla eftir því að Reykjavíkurvaldið komi hér austur fyrir fjall og setji ofan í við menn þá beinlínis hrópar þessi dagskipan sýslumannsins okkar á að dómsmálaráðherra taki í taumana og geri ákvörðun þessa ómerka.

Annars er aldrei að vita hver handtekur hvern í þessu landi...

 

(Skrifa

meira um málið á Smugunni síðdegis í dag...)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki BB sem er potturinn og pannan í svona fíflagangi. Hann er sennilega að láta reyna á hversu langt hann kemst með sauði sína og tekur stikkprufu í SS (sýslumaðurinn á suðurlandi).

Þessvegna er brýnt að þessu máli verði ekki tekið þegjandi og hljóðalaust því þá munu þeir bara ganga lengra næst. Þjóðin er þegar farin að upplifa löggæsluna, sem óvin sinn og glatað trausti á stjórnsýsluna í heild. Ólafur Helgi er ekki eins helgur og hann heldur og ég ræð honum heilt að hafa hægt um sig fyrst í stað og standa með fólkinu á meðan við finnum útleið úr vandanum. Ef ekki, þá þarf hann brátt að handtaka alla þjóðina og þar á meðal sjálfan sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 10:56

2 identicon

Heyr, heyr!

Sunnlendingar geta ekki látið þetta yfir sig ganga. Nú er lag að standa saman. Mæta á Austurvöll og mótmæla.

http://www.eimreidin.is/2009/01/httur-borga.html

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ólafi BER að senda löggimann eftir þeim sem ekki mæta við fyrirtökur, líkt og lög satanda til.

Hinnsvegar ber ég ekki blak af þeim geðlausu mönnum, sem sitija í embættum, sem láta valtra yfir sig öllum stundum af grósserum og sverustu þjófum.

Hví í ósköpunum er ekki löngu búið að gera leiðangur út, með sérsveitarmönnum, Varðskipsmönnum og allt til að hafa hendur í hári eða hnakkadrambi Ólafs Ó,  Sigga Einars og félaga sem staðið hafa fyrir stórfellum ránum á eigum fólks hér og Lífeyrissjóða.

ÞEtta lið krafðist, að undirsátar þeirra og húskarlar næðu af venjulegu fólki aurum þess til að leggja inn á liðir, sem auðveldara væri að nálgast fyrir þá og yfirstjórna bankans, svo taka mætti þessa aura út tila ð kaupa fyrir þá gjaldeyri tilað gera enn svæsnari aðtlögu að gengi  okkar gjaldmiðils.

Setja svo í  gáma og flytja heim sem ,,Dekkvöru" á þilfari okkar herskipa.

Miðbæjaríhaldið

Vill að alvöru Víkingar fari herfari suður til að ná höndum yfir okkar fjármuni, líkt og Egill gerði forðum.

Bjarni Kjartansson, 20.1.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er mynd, sem ég vona að þú fáir tíma til að horfa á Bjarni: http://video.google.com/videosearch?q=money+masters+part+1&emb=0&aq=0&oq=money+masters#

ún lýsir sögu og eðli þessa fjármálavanda og það sem betra er, hún leggur til lausnir og bendir á kerfi, sem hafa virkað. Um það á vinnan að snúast núna, að komast fyrir króníska kerfisvillu. Annars er allt unnið fyrir gýg.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef ekki er hægt að koma lögum yfir glæpalýð í stjórnsýslu og bönkum þá þarf að eyða lögum sem vernda þá. Það væri gustukaverka að skoða tilkomu sumra þeirra laga og eftir hvaða leiðum þau komust inn í löggjöfina. Þar eru marflær undir steini.  Er einhver lagaprófessor til í að taka það að sér. Ég tel víst að spillingaröflin hafi verið með fingurnar í þessu og það þarf að rannsaka líka og hreinsa til. Ef löggjöfin dugar okkur ekki, þá mun fólkið taka hana í eigin hendur. 

Hér heitir þetta réttarkerfi og hér á að vera réttlæti. Það er ljóst að þar er pottpottur illa brotinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 11:11

6 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Eg hélt að ríkisstjórnin hefði beðið um að ætti  fara varlega í innheimtuaðgerðir á meðan ástandið er í ólagi á Íslandi,sumir hafa víst ekki heyrt það

Sólrún Guðjónsdóttir, 20.1.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Það er verið að stefna að því að hafa borgarafund í Hótel Selfoss í næstu viku, vantar ræðumenn

Sólrún Guðjónsdóttir, 20.1.2009 kl. 11:17

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Orðið bylting er nú á tungubroddi annarrar hverrar manneskju. Þetta stefnir í leiðindi fyrir ríkisstjórnina innan skamms.

Þessi stjórn er svo þaulsætin að meira að segja óstarfhæfur, heilsulaus utanríkisráðherrann og foringi Samfylkingarinnar hefur ekki manndóm til að segja af sér og hleypa einhverjum fullfrískum að. Valdasýkin er greinilega bráðsmitandi. 

Haukur Nikulásson, 20.1.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað er þetta Bjarni Harðarson, ertu að egna Sunnlendinga til óeirða? Það kom alveg skýrt fram að hann er loksins að ganga í skrokk á liði sem hunsar að standa í skilum. Dæmigert fyrir sveitavarginn. Borgar ekki. Lætur allt falla og svo þurfum við hér á höfuðborgarsvæðinu að borga fyrir hann. Þegar Pétur Hafstein varð sýslumaður fyrir vestan og fór að afgreiða mál, varð allt vitlaust. Vargurinn var lögleysunni vanur og vildi hafa hana áfram.

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 12:19

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

Birti hér fréttatilkynningu dómsmálaráðherra og vek athygli á undirstrikuðu orðunum, - ég undirstrikaði þau ekki björn. þau sýna að ef ólafur helgi hefði sleppt því að kynna málið í fjölmiðlum stæðu handtökur nú yfir:

Sýslumaður endurskoðar ákvörðun um fjárnám

Sýslumaðurinn á Selfossi tilkynnti fjölmiðlum 19. janúar, að hann ætlaði að gefa fyrirmæli til lögreglu um að handtaka 370 einstaklinga í Árnessýslu, þar sem þeir hefðu ekki skilað sér í fjárnám hjá embætti hans.

Ákvörðun sína tók sýslumaður án samráðs við dómsmálaráðuneyti. Í tilefni hennar vill dómsmálaráðherra taka fram, að hann telur ekki skynsamlegt af sýslumanni að kynna ákvörðun sína með þeim hætti, sem hann hefur gert í fjölmiðlum. Þá sé það ekki í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, að nú sé gripið  til óvenjulegra og harkalegra innheimtuaðgerða af hálfu sýslumanns. Í því efni beri að gæta reglna stjórnsýsluréttarins um jafnræði og meðalhóf í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.

Hefur dómsmálaráðuneytið beint þeim tilmælum til sýslumannsins á Selfossi, að hann hafi ofangreind meginsjónarmið í huga. Sýslumaðurinn hefur tilkynnt ráðuneytinu, að hér eftir sem hingað til muni verða beitt vægustu aðferðum við innheimtu gjalda auk þess sem sýslumaður segir, að yfirlýsing sín hafi ekki verið viðeigandi í hinu erfiða umróti í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Sýslumaður hefur jafnframt skýrt ráðuneytinu frá því, að hann muni taka til endurskoðunar vinnubrögð í þeim tilvikum að ítrekuðum kvaðningum hafi ekki verið sinnt og hvetji alla hlutaðeigandi til þess að hafa samband vegna sinna mála þannig að þeim verði lokið með farsælum hætti. En slíkt sé allra hagur.

Bjarni Harðarson, 20.1.2009 kl. 14:36

11 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Helgi var að mótmæla ástandinu í landinu og gerði það með stæl

Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi hefur með eftirminnilegum hætti bætt sjálfum sér í hóp mótmælenda í landinu. Engum þarf til hugar að koma að hann hafi ætlað sér að handtaka 370 manns vegna skulda. Hann var að mótmæla ástandinu í landinu og gerði það með stæl. Mér vitanlega eru þetta fyrstu mótmælin innan úr kerfinu sjálfu og þeim ber að fagna. Sýslumenn eru skósveinar stjórnvaldsins og það kemur í þeirra hlut að hafa afskipti af því fólki sem kerfið hefur sligað og brotið niður. Ég tek nýja sixpensarann minn ofan fyrir Ólafi Helga!

Björn Birgisson, 20.1.2009 kl. 15:02

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi alltaf sniðugur! Með þessari tilkynningu var sýslumaður sem sagt að draga athygli ríkisstjórnarinnar að bágum efnahag alþýðunnar? Meikar sens.

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 15:08

13 Smámynd: Björn Birgisson

................aðeins meira: Ólafur Helgi vissi að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, í nokkra daga til viðbótar, myndi setja ofan í við hann. Hann beið alveg tilbúinn með öll sín svör. Hann hafði fullkomlega sagt sína skoðun á aðgerðaleysi síns yfirboðara og stjórnvalda almennt í því að gæta hagsmuna fólksins í landinu. Ólafur Helgi stendur með fólkinu og Rolling Stones!

Björn Birgisson, 20.1.2009 kl. 15:29

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Time is on my side....!

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 15:39

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, nei, sýslumanninum var fullkominn alvara. Hann hefur ekki þetta fína skopskyn Björns Birgissonar og Baldurs! Ólafur Helgi meikar ekki sens. En Björn Bjarnason hefur til að bera heilbrigða skynsemi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2009 kl. 18:06

16 identicon

Það er ekki par skrítið að ykkur greini hér á, skríbentar góðir. Hugsanalestur liggur ekki fyrir hverjum sem er.

Mér er t.d. ómögulegt að vita hvað þessir menn sem hér eru til umræðu, eru að hugsa, núna. Kannski lagast það með kvöldinu... en þangað til skulum við endilega halda áfram að spá í skopskyn, réttlætiskennd, hugsanleg mótmæli úr kerfinu - og síðast en ekki síst:

 Ég hef sterklega á tilfinningunni að í Háuhlíðinni verði fiskréttur (afar góður) en  Ólafur Helgi sé í þessum rituðum orðum að borða kjötmeti m/sósu.

En sjáum til, hið sanna hlýtur að koma í ljós- elskurnar!

Takk Bjarni, fyrir að birta greinina/skýringarnar.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttirt (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:03

17 identicon

Hafandi verið í þeirri leiðinlegu aðstöðu að mæta til fjárnáms þá er það með öllu tilgangslaust og leiðinlegt batterí. Eftirfarandi er típísk saga úr fjárnámi sem ég hef heyrt aftur og aftur.

Sísló: Hey... Þú skuldar pening.

Skuldari: Já ég veit.

Sísló: Ég sé hér að þú átt engar eignir passar það ekki.

Skuldari: Já það passar

Sísló: Ok. Þá... Kvitta hér.

Og svo er það búið.

Jóninn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:30

18 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur Hermannsson hefur til að bera heilbrigða skynsemi og ágætt skopskyn. Björn Bjarnason er hans átrúnaðargoð, ásamt öðrum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins (skrítið?)Ég er bara raunsær Íslendingur, sem hef séð glottið á sýslumanninum Ólafi Helga, stuttum í annan endann, og dreg mínar ályktanir af hans orðum og athöfnum. Hann er mótmælandi númer eitt í mínum huga. Gef mig ekki með það, en bið Árnesinga að hugsa um: 370th Nervouis Breakdown ...................

Björn Birgisson, 20.1.2009 kl. 21:09

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Djöfull er ég ánægður með Björn Birgisson, þar fer maður sem þorir að standa einn sér, gerir ýmist að slá mann í magann eða klappa á vangann - áreiðanlega Vestfirðingur í húð og hár.

Baldur Hermannsson, 20.1.2009 kl. 21:14

20 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er að verða mjög alvarlegt ástand í þjóðfélaginu og eitthvað verður að gera, og það STRAX.  Ætla bara að benda á það hér að ástandið á BARA eftir að VERSNA. Það eru margar fjölskyldur sem varla eiga orðið til hnífs og skeiðar. Ég veit um eina barnafjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn vinnur og vinnur, já hann hefur vinnu enn sem komið er, en hvað lengi í  viðbót, kannski í einn mánuð. Þessi fjölskylda ''á sitt húsnæði ''. Nú er svo komið að þegar þessi fjölskylda er búin að borga greiðslubyrðina pr. mánuð af húsnæði og öðru sem fylgir að reka fasteign,  þá á  fjölskyldan 40 þús.kr. eftir til að lifa af út mánuðinn. Þessar 40 þús.krónur eiga sem sagt að duga fyrir mat og fleiru sem fjölskyldan þarf á að halda, eins reiknast bensín á fjölskyldubílinn inní þessar 40.þús.kr. Þetta eru hjón með 4 börn á aldrinum frá ca. 2ja mánaða og til 9 ára aldurs.  Ég spyr, hvernig á þetta dæmi að geta gengið upp ? Getur einhver hér svarað því, eða ætti ég kannski að beina spurningunni til ríkisstjórnarinnar ?  Ég er að verða svo reið útí allt hér á Íslandi,hvernig komið er fyrir okkur í dag.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:33

21 identicon

Baldur dregur réttar áliktanir, Björn Birgis er Vestfirðingur eins og svo margir góðir menn. Hann hefur líka lesið Ólaf Helga, sem einnig er Vestfirðingur, alveg rétt. Ég þekki Ólaf Helga ágætlega og þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttina um væntanlegar aðgerðir hans. Það var bara Björn Bj. sem fattaði ekki húmorinn og hvað var verið að meina með þessu.

Björn Hermann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband