Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Baugsflokkarnir allir þrír...

Sem fyrr segir var það bankastofnunin Byr sem fjármagnaði kaup Jóns Ásgeirs -og greiddi líka arð út til eigenda Byrs. Nú örfáum vikum síðar kemur sami banki fram, segist vera félagslegur sparisjóður og vill ríkisstyrk. Fari svo að núverandi ríkisstjórn greiði af almannafé til að halda lifandi þessari síðustu bankastofnun Baugsveldisins þá skal ég aldrei aftur nota orðið Baugsflokkur- í eintölu. Það er þá orð sem nota á í fleirtölu um alla ríkisstjórnarflokkana þrjá.

Sjá meira hér  http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/838018


Spillingin og svikamyllurnar...

Bjarni. Þar sem þú ert gengin úr framsóknarflokknum gerðu þá okkur þann greiða að segja heiðarlega frá? Þú veist það vel að framsóknarflokkurinn, á meða þú taldist meðlimur, var á kafi í spillingunni og þú gerðist meðreiðarsveinn á þeirri leið.  Þú getur sagt okkur hvers vegna Valgerður ,,var látin gera" það sem hún gerði varðandi sölu búnaðarbankans ?  Þú sagðir hér í einum pistli þínum að Davíð odsson ,,hefði eitthvað"  á ráðherra  í ríkisstjórn ?  Nú getur þú sagt frá hvað það var sem Davíð Oddsson ,,hafði á"  ráðherra?Þú virðist nefnileg þekkja svo hvernig ,,samsæri" og ,,svikamyllur"  virka í raun !

Ég er eins og svo oft hér að svara kommenti. Þetta kom í dag frá JR hver sem það nú er. En því er til að svara JR að spilling er ekki iðkuð með þeim hætti að hún sé rædd opinskátt á flokksfundum. 

Tökum dæmi: Ef tveir borgarfulltrúar ákveða að rétta skítblönkum milljarðamæringum vænlegt orkufyrirtæki á silfurfati þá búa þeir svo um hnútana að á ytra borði líti þetta út sem eðlileg pólitísk ráðstöfun. Flokksbræður mannanna standa frammi fyrir gerðum hlut flokksbræðra sinna og verða nú að velja um tvo kosti og báða vonda:

- Beita sér gegn hinni spilltu ákvörðun og hinum flokksbróður en viðurkenna þannig um leið að í eigin flokki sé spilltur stjórnmálamaður.

- Styðja hinn spillta stjórnmálamann til að forða sínum flokki frá hnekki.

Ég hef staðið frammi fyrir vali sem þessu og þeir sem fylgst hafa með vita hvernig í brást þá við. Ég fór fram á afsögn manns sem þó var í sama flokki og fékk víða bágt fyrir og afar fáir bökkuðu mig upp í að gera þetta. En ég var stoltur af þeirri frammistöðu eftirá og er enn. Og ég skal lofa þér því JR, ef ég frétti eitthvað, þá læt ég þig vita. Hér á þessari síðu! Loforð!


Virðingarleysi við byggðalag Kjarvals

Niðurskurður fjárveitinga getur tekið á sig fáránlegar myndir. Svo er um þá ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Austurlands að skera niður "þjónustu" á Borgarfirði eystra. Samt er varla hægt að tala um þjónustu á þessum stað.

Læknir vitjar þessarar afskekktu byggðar einu sinni í mánuði og af frétt Sjónvarps að dæma er þessi þjónusta mikið notuð. Nú á að hætta því. Sparnaðurinn er varla mjög raunverulegur en lýsir því virðingarleysi fyrir byggðinni sem oft einkennir stjórnvaldsákvarðanir á Íslandi. Það eru hin dreifðu byggðalög sjávarútvegs og landbúnaðar sem grundvölluðu auðsæld Íslendinga -og ekki við þau að sakast í kreppunni nú. Þessutan eigum við fegurð Borgarfjarðar að þakka andagift okkar færasta málara. Borgarfjörður eystri og íbúar þar eiga betra skilið.


Minnisblaðið staðfestir samsæri

Samsæri er stórt orð en það var líka mjög langt gengið í að koma íslenskri þjóð á kaldan klaka. Nýja auðvaldið hafði byggt upp svikamyllu á Íslandi. Með þessari svikamyllu tókst fáeinum mönnum að skjóta undan til eigin nota gríðarlegum auðæfum en skilja þjóðina eftir með skuldirnar.

Það hefur lengi legið fyrir að Samfylkingin hefur verið þessum öflum auðsveip og hliðholl. Minnisblað sem sýnir að Björgvin G. Sigurðsson hafi beinlínis staðið í vegi fyrir rannsókn og afléttingu bankaleyndar eru grafalvarleg tíðindi og benda til að hér sé á ferðinni samsæri gegn hagsmunum þjóðarinnar. Samsæri sem Samfylkingin er hluti af.


mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjörleifur svarar þó Steingrímur þegi

Í ESB-málum mun blessunarlega ekkert gerast á næsta kjörtímabili ef VG og Samfylking verða áfram í ríkisstjórn. Varla getur Samfylkingin heldur af pólitískum ástæðum snúist til hægri og endurnýjað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann léði máls á aðildarumsókn.

Ofanskráð er tilvitnun í Hjörleif Guttormsson sem svarar skorinort því sem þingmenn og formaður VG heykjast á að svara. Í vikubyrjun var ég á fundi með nemum í HÍ þar sem Álfheiður Ingadóttir var spurð að því að hvort flokkur hennar gæti setið í ríkisstjórn sem hefði að stefnu að sækja um ESB aðild. Ég skal fúslega viðurkenna að sessunautur minn Álfheiður sagði ekki já en heldur ekki nei og raunar var svar hennar efnislega að um þetta mætti og yrði að semja. 

Sama var að lesa út úr svari Steingríms J. í Silfrinu um liðna helgi. Það væri guðsblessan ef Hjörleifur væri enn á þingi en af núverandi þingmönnum og þingmannsefnum VG eru fáir sem ég treysti algerlega í þessu máli.


Fjölgun hjá Sólbakkaslekti

 

img_1409.jpg

 

Það urðu stórtíðindi í fjölskyldunni í gær þegar læðan Ariel á Árveginum gaut tveimur gullfallegum grábröndóttum afkvæmum, líklega kvenkyns. Eigandi Ariel er Magnús sonur minn, verslunarmaður í Bónus sem hér sést stoltur heimilisfaðir með annað krílið í lófanum.

 

img_1412.jpg
 

 


Viljum við vinstri ESB stjórn...

Hinn einlægi ESB sinni Hallgrímur Thorst skrifar sunnan úr Garðabæ og ég sammála honum enda Grímsi bæði glöggur maður og með pólitískt nef:

Það verður endalaust spurt að þessu í kosningabaráttunni og þess vegna væri kannski hreinlegast að svara því strax: Það verður sótt um aðild að Evrópusambandinu nái Samfylkingin og Vinstri grænir meirihlutafylgi í kosningunum.

Á landsfundi sínum hefðu Vinstri grænir getað lagt stein í götu tafarlausrar aðildarumsóknar og krafist  þjóðaratkvæðis um hvort aðildarumsókn yrði lögð fram. Þau gerðu það ekki. Af augljósum rausnarskap við þjóðina og væntanlegan samstarfsaðila leggja þau ákvörðun um umsókn í hendur Samfylkingarinnar með þegjandi samkomulagi.


Lýðskrum Jóhönnu

Jóhönnu finnst að stofnanir ríkisins hefðu átt að gera eitthvað allt annað en þær gerðu úr því að Seðlabankinn gaf út skýrslu þar sem varað var við ástandinu. En það að ekkert var gert telur hún ekki  gömlu ríkisstjórninni að kenna heldur stofnunum sjálfum. Og henni finnst skrýtið að Seðlabankinn hafi ekki brugðist við ástandinu.

Jóhanna var í ríkisstjórn með þeim Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu. Ef að oddvitar ríkisstjórnarinnar lásu þessa skýrslu en fannst ekki fyrirhafnarinnar virði að senda eintak af henni á þáverandi félagsmálaráðherra þá er það ekki Seðlabankanum að kenna. Og Jóhanna verður sjálf að útkljá það mál innan síns flokks. Eða er Jóhanna kannski ennþá í Þjóðvaka.

Það er auðvitað lýðskrum af versta tagi að reyna nú að kenna Seðlabankanum um. Ekki veldur sá er varar og allar þessar stofnanir, -sem og Seðlabankinn sjálfur,- lutu forræði ríkisstjórnarinnar.Einhverjum hefði líka dottið í hug að ríkisstjórnin sjálf hefði átt að gera eitthvað!

Grýla virkar bara á aðventunni og Davíðsgrýlan virkar ekki út í það óendanlega,- Jóhanna!


Öflug sveit bloggara

Liðsmönnum L - lista fullveldissinna fjölgar jafnt og þétt og það ánægjulega er að í þeim hópi er mikið af ritfæru og frambærilegu fólki. Þannig eru bloggarar sem gefa sig upp sem liðsmenn okkar komnir vel á annan tuginn - sem fer að slaga í það sem gerist hjá stórum og áratugagömlum flokksstofnunum.

Tengla inn á nokkra þessara má nú sjá hér til hægri- frábær hópur.

X - L fyrir fullveldi, lýðræði og nýjum leiðum í íslenskum stjórnmálum.


Endurskoðum EES - samninginn

Jón B. Lorange skrifar afar áhugaverða grein um sáttaleið í ESB deilunni sem felst í því að endurskoða EES samninginn. Áhugi ESB á stækkun er lítill um þessar mundir, ljóst að mikil andstaða er við inngöngu í EES löndunum og að allar aðstæður hafa breyst mjög mikið á EES tímanum.Nú er lag.

Ég er ekki sammála öllu sem Jón segir (enda væri þetta ekki sennileg sáttaleið ef svo væri) en ég held að þessi pæling hans sé afar athyglisverð og hvet alla til að lesa, hér; http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/830220/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband