Tekið í nefið af tilefni!

Eftir að hafa keypt sína fyrstu íbúð á ævinni bauð Magnús sonur minn Guðmundi Pálssyni seljanda og bónda í Litlu-Sandvík í nefið og þar með höfðu þeir haldið upp á merk tímamót.

22012010

Þegar Magnús flutti að heiman fyrir þremur árum var hann þess fullviss um að íbúðaverð í landinu væri alltof hátt, leigði smátt og sparaði aurana til betri tíma. Nú í kreppunni stendur hann uppi sem hinn nægjusami og skynsami sigurvegari og innsiglar sigurinn á meðfylgjandi mynd.

Íbúðin sem Magnús keypti er í Ástjörn og nú taka við framkvæmdir þar innanhúss sem eru i öruggum höndum Hákonar Páls og hans manna hjá Selási. Við feðgar þökkum fasteignasölunni Remax fagleg og góð vinnubrögð og Guðmundi Pálssyni viðskiptin.

Semsagt, til hamingju Magnús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég þarf að muna eftir að óska honum til hamingju með þetta næst þegar ég hitt hann.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 13:43

2 identicon

Glæsilegt hjá kappanum.  Mér finnst það nú hafa verið í gær sem ég passaði drenginn á Eyrarbakka en þegar ég hugsa betur um það eru sennilega rúm 20 ár síðan.........tíminn líður.....

bestu kveðjur neðan af Bakka

Sandra Dís Eyrarbakka (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 15:08

3 Smámynd: Egill Bjarnason

storkostlegt! (myndin er i ruglstaerd)

Egill Bjarnason, 22.1.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Glæsilegt! Skynsamur ungur maður- til hamingju með hann.

Helga R. Einarsdóttir, 22.1.2010 kl. 22:27

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju með það Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.1.2010 kl. 02:20

6 identicon

Á síðu hérna sagt er hús

selt en ekki gefið.

Þess í stað að drekka dús

drengir tóku í nefið.

Kv. GSt.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 19:59

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Til hamingju, Magnú og Bjarni. Þetta er stór áfangi í lífi ungs manns. Þarna var skynsamur maður að spila út trompinu sínu og sigraði!!! Yndislegt!!!

Sigurlaug B. Gröndal, 24.1.2010 kl. 10:58

8 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það er alltaf gaman að taka í nefið.

Guðmundur Pálsson, 29.1.2010 kl. 02:29

9 identicon

Nice work on your site.

642-456 (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 05:06

10 identicon

I like your site its interesting one.

220-701 (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 05:07

11 identicon

I like the way you are working its awesome.

HP0-S18 (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband