Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Mikilvćgara en niđurfćrsla

Ég ćtla ekki ađ segja hvort ţessi tala á ađ vera 175 ţúsund eđa 215 ţúsund en ţađ er eitt mikilvćgasta verkefni endurreisnarinnar ađ hćkka lćgstu laun.

Viđ hruniđ lenti umtalsverđur hópur launafólks undir fátćktarmörkum, hópur sem var á mannsćmandi kjörum áđur. Vinstri stjórnin hefur gert mikiđ til ađ koma til móts viđ ţennan hóp og í fyrsta skipti í áratugi hefur kjaraskerđing bitnađ meira á hinum efnameiri. En samt er ekki nóg ađ gert. Lćgstu laun eru hćttulega langt fyrir neđan međalbćtur. Slíkt fyrirkomulag er mjög hćttulegt fyrir ţjóđarhag og enn verra fyrir ţjóđarsálina.

Kostnađur viđ ađ hífa upp lćgstu laun er smávćgilegur miđađ viđ t.d. kostnađ viđ hina margrćddu niđurfćrslu lána og margfalt mikilvćgara verkefni.


mbl.is Lćgstu laun yfir 200 ţúsund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB semur dagskrá Stjórnlagaţingsins

Í ársskýrslu ESB um samningaviđrćđur viđ Ísland segir međal annars:

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the
assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be
addressed is delegation of powers by the State to international organisations
. (Í júní voru samţykkt lög um stjórnlagaţing sem mun leggja fram tillögu fyrir Alţingi um nýja stjórnarskrá. Međal verkefna ţar er ađ deila fullveldi ríkisins međ alţjóđlegum stofnunum.)

Ţađ spyr auđvitađ enginn fréttamađur hvađan ESB hafi ţessa fullyrđingu en ţađ er fráleitt ađ ţetta sé sagt út í loftiđ. Ţannig vinnur ţetta risastóra skrifrćđisbákn ekki. Ţetta mál verđur sett á dagskrá af ţeim sem til ţess eru settir. Spurningin er bara hvort ţađ verđa nógu margir sem standa á móti og mćta til ţings ţessa međ hagsmuni lýđveldisins ađ leiđarljósi en ekki hagsmuni erlendra stórríkja.

Listinn hjá Heimssýn lofar góđu og ţar er enn ađ bćtast viđ.


Kambsránssaga og ćviminningar í bókakaffinu í kvöld

Upplestrarkvöld verđur ađ vanda í bókakaffinu í kvöld. Ađ ţessu sinni kynnum viđ Kambsránssögu sem var ađ koma út hjá Sunnlenska bókakaffinu og er ţetta fimmta útgáfa ţessarar sívinsćlu sögu sem er allt í senn fyrsta sakamálasagan og einnig talin yngsta Íslendingasagan. Stađgengill Ţuríđar formanns mćtir á stađinn og sömuleiđis einn af afkomendum Brynjúlfs Jónssonar höfundar sögunnar.

Ţá koma tveir rithöfundar í heimsókn, ţeir Hákon Sigurgrímsson frá Holti í Stokkseyrarhreppi sem gefur út sjálfsćvisögu sína, Ţú ert ţessi Hákon og Níels Árni Lund sem kynnir bók sína um Melrakkasléttu, Af heimaslóđ. Ađgangur ókeypis og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.


Ađ velja á stjórnlagaţing

Ţađ er erfitt verk ađ velja á stjórnlagaţing. Viđ sem erum í forsvari fyrir Heimssýn og ţar međ andstöđuna viđ ađild Íslands ađ ESB erum mörg spurđ hvern eigi ađ kjósa til ţess ađ koma í veg fyrir ađ Ísland gangi í ESB. Stórt spurt.

Nýlega auglýsti Heimssýn eftir afstöđu frambjóđenda til fullveldisins og nú hefur nokkur hópur svarađ. Ţann lista má sjá hér. 

Ţađ er auđvitađ mjög umdeilanlegt ađ setja ţessa kosningar í skotgrafir baráttunnar um ESB ađild og ekki frá okkur andstćđingum ađildar komiđ. ESB hefur beinlínis kallađ eftir ţessum víglínum ţví í nýlegri ársskýrslu ţess um viđrćđurnar viđ Ísland er ţví haldiđ fram ađ Íslendingar muni á Stjórnlagaţingi breyta stjórnarskránni í ţá veru ađ gera fullveldisafsal auđveldara. Smekkleysi ţessa stórveldis í afskiptum af innanlandsmálum eru engin takmörk sett. 

Sjálfum er mér illa viđ ađ hlutast til um lýđrćđislega kosningu til Stjórnlagaţings međ ţeim hćtti ađ segja ađ  ţessir séu fullveldinu og lýđveldinu ţóknanlegri og ađrir séu ţađ ekki en rétt er ađ benda á ađ öllum frambjóđendum er frjálst ađ svara Heimssýn,- eđa gera ţađ ekki.

Svo eru vitaskuld til fleiri leiđir. Ţannig hefur veriđ smíđuđ sérstök leitarvél ţar sem hćgt er ađ slá inn ákveđnum hugtökum og leita í stuttum stefnupunktum sem frambjóđendur hafa kosiđ ađ setja á vef dómsmálaráđuneytisins. Vélin er hér: http://www.andrimar.is/malefnaleitin

Hér er hćgt ađ slá inn hugtökum eins og fullveldi, lýđrćđi eđa jafnrétti en ţađ eitt ađ orđiđ komi fyrir er vitaskuld ekki trygging fyrir neinu en auđveldar engu ađ síđur leitina ađ  viđhorfum frambjóđenda.


Bókadómar bókakaffisins

Sunnlenska bókakaffiđ heldur úti síđu ţar sem m.a. eru birtir stuttir palladómar um bćkur, nú ţegar eru komnir ţar dómar um bćkur Ţórunnar Valdimars, Kristínar Steins, Kristínar Eiríks, Óskars Magnússonar, Megasar, Bergsveins Birgissonar og svo er eitthvađ minnst ţar á Sigurđ fót eftir undirritađan...

Fleiri koma síđar


Best í heimi...

Best í heimi er ađ vakna klukkan átta á sunnudagsmorgni og lúra sér ofan í góđa bók, ţangađ til mađur er kominn međ náladofa í hendina en herping neđan viđ vömbina og fara ţá fram og koma aftur í rúmiđ međ mikiđ kaffi og ristađ brauđ međ gulu marmelađi og setja ţađ viđ hliđina á konunni sinni og lesa svo áfram og borđa öll ristuđu brauđin og nöldra í henni ađ ná nú í meira af ţví ég náđi í áđan og sofna svo međ margar ristabrauđssneiđar og líter af kaffi í maganum og konan er ýmist í rúminu eđa ekki og stundum nakin ađ striplast viđ rúmgaflinn eins og nývaknađar konur gera og böđuđ og ţađ er lykt og ţađ er löngu kominn dagur og bókin er ţykk og góđ og kaffiđ gutlar í maganum og samt sofnar mađur smá og hrekkur upp og nćr jafnvel ađ hafa smá móral yfir ađ vera latur og drekkur kaldar dreggjar af ţykku kaffinu og ţađ er ennţá smá biti eftir af síđasta brauđinu en Elín vill hann ekki og er farin og kemur aftur nokkrum sinnum í svona mjög kvenlegu húsrábi, alklćdd og fer ađ tala um skúringar en er samt miklu skárri en konan hans Lúđvígs í bókinni hans Braga Ólafssonar međ langa nafninu sem er eiginlega svo leiđinleg,  konan en ekki bókin, ađ úr ţví ađ hún er aftur komin inn á söguna set ég örlítiđ bréfsnifsi innan í hana miđja, ekki konuna enda myndi ég aldrei gera ţađ heldur bókina, loka og fer í sokkana sem lykta af támeyru og hugsa um ađ kannski eigi ég ađ skipta um sokka ţegar ég er búinn ađ skúra eđa skúra sokkalaus nema ţađ sé hćgt ađ nota ţetta međ sokkana sem einhverskonar viđbáru gagnvart ţeim ósköpum ađ ţurfa ađ skúra en svo horfi ég á konuna sem er ekki í bókinni heldur á svefnherbergisgólfinu og sé ađ ţetta er allt vonlaust...


Upplestur á bókakaffinu í kvöld

Viđ verđum ţrír sunnlenskir höfundar sem ríđum á vađiđ í jólabókalestrinum í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld. Ţar les Guđmundur Kristinsson úr nýrri og allsérstćđri viđtalsbók sinni, Óskar Magnússon Fljótshlíđingur les úr smásagnabók sinni og sjálfur mun ég svo lesa úr Sigurđar sögu fóts.

Allir velkomnir, ađgangur ókeypis og húsiđ er opnađ klukkan átta.


Gott landsbyggđarblađ

Bćndablađiđ kom út í dag og ţađ fyllir mig jafnan stolti - hafandi komiđ ađ stofnun ţessa blađs og rekiđ ţađ fyrstu sjö árin.

Ţađ var svo sérstakt ánćgjuefni ađ sjá ađ blađinu nú fylgir aukablađ um málefni landeigenda í landinu. Ţar ber ţjóđlendumálin hćst og öll umrćđa um ţau afar mikils virđi.

Sjá nánar


Stjórnar Jón Bjarnason umrćđunni...

Ég er ekki vanur ađ nota ţessa síđu til ađ auglýsa pólitíska fundi hjá Samfylkingunni en auglýsing fyrir fundinn međ Baldri Ţórhallssyni í kvöld hrópar á athygli og kćtir okkur mörg. Líklega erum viđ bara á réttri leiđ.

Samfylkingin og Evrópumál:

Erum viđ ađ gera nóg eđa stjórnar Jón Bjarnason umrćđunni?

Baldur Ţórhallsson stjórnmálafrćđiprófessor viđ Háskóla Íslands verđur frummćlandi á félagsfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík miđvikudaginn 17. nóvember, ţar sem fjallađ verđur um yfirstandandi samningaviđrćđur viđ ESB. Ađ lokinni framsögu Baldurs verđa umrćđur og mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fundurinn verđur haldinn 17. nóvember ađ Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 20.30. Húsiđ verđur opnađ kl. 20. Komiđ og takiđ ţátt í líflegum skođanaskiptum.

Allir velkomnir. Stjórnin

Kortlagning risa stóra bróđur

Viđ getum haft mismunandi skođanir á ESB ađild og ţví ferli sem er nú í gangi en sú kortlagning sem Timo Summa segir frá í dag vekur spurningar.

Ţađ eru nokkrir mánuđir síđan mér barst til eyrna orđrómur um ađ ESB vćri ađ kortleggja og vinna ađ yfirliti yfir afstöđu mismunandi ţjóđfélagshópa á Íslandi til ESB og pólitískra álitamála međ viđamiklum spurningalistum og viđtölum. Nú hefur sendiherra ESB á Íslandi stađfest ađ ţetta er rétt. 

Ţegar valdiđ og í ţessu tilviki erlent stórveldi tekur sig til ađ kortleggja ţjóđina međ ţessum hćtti ţá erum viđ komin talsvert lengra heldur en jafnvel Orwell datt í hug ađ hćgt vćri ađ fara. Og ţetta gerist ţó ađ viđ séum hvorki í ESB né nokkur meirihluti fyrir inngöngu inn í ţađ.

Hver sá sem hefur gögn eins og ţessi í höndunum getur leikiđ sér međ skođanir okkar og afstöđu eins og unglingur í tölvuleik. Heillandi veruleiki!


mbl.is ESB kortleggur Ísland
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband