Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

v/Reykjanespistils

Ég er fædd í Reykjanesi 1942 og lærði að synda með þessari aðferð. Annars stunduðu bræður mínir (10 og 12 árum eldri en ég)það að henda mér út í laugina og ná svo í mig. Ég var aldrei vatnshrædd þannig að það kom ekki að sök í mínu tilfelli. En vilt þú vera svo góður að senda mér bók Sverris og ef þú átt bók Tryggva Þorsteinssonar frá Vatnsfirði líka. Ég er með netf. helgama42@gmail.com og get lagt inn á þig ef þú gefur mér upp reikn. og tilheyrandi eða þú getur sent mér í póstkröfu: Helga M. Aðalsteinsdóttir, Koltröð 4, 700 Egilsstaðir. Vonast eftir viðbrögðum af þinni hálfu. kv. Helga María.

Helga M. Aðalsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 2. júlí 2013

Sigrún Óskars

takk fyrir skemmtilega ferð

sæll Bjarni - ég var með þér í óvissuferðinni á föstudagskvöldið, en ég hitt þig aldrei, enda voru 600 aðrar konur með þér. En þú ert nú með skemmtilegri mönnum sem ég hef "heyrt" í - við hlógum eiginlega allan tímann í rútunni. Takk fyrir ferðina - hún var ógleymanleg. kv. Sigrún Óskars(bloggvinur)

Sigrún Óskars, sun. 1. maí 2011

Jón Snæbjörnsson

heill og sæll

hugur minn segir mér að þú sért hreinskiptin og gerir ekki upp á milli fólks, ágætis náungi semsagt Bjarni - því óska ég þér velfarnaðar í nýju starfi

Jón Snæbjörnsson, fös. 15. okt. 2010

skítalykt

sé að þú ert úr sama fjárhúsi og árni jonsen og Þráin bertels annars er skítalygt af öllum alþingismönnum verst að það virðist ekki vera hægt að þvo hana af sér

Brandur (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 11. júlí 2010

Hildur Helga Sigurðardóttir

Kveðja frá HHS

Sæll Bjarni, Þú varst fínn í Silfrinu í dag. Ólöf reyndi að bjóða þér í afmælið sitt þ. 14. apríl, en tókst ekki að ná í þig. Bestu kveðjur, Hildur Helga

Hildur Helga Sigurðardóttir, mán. 26. apr. 2010

Þórðarfjall skal það heita

Aldrei þessu vant þá er ég samála þér varðandi nafnið á nýju fjalli á Fimmvörðuháls. Þórðarfjall skal það heita. Kv Ægir L

Ægir L (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 5. apr. 2010

gkrist@simnet.is

Sæll Bjarni! Ég óska þér til hamingju með nýjan stað í pólitíkinni,það er þá kanski satt sem bróðir Guðna sagði á fundi í Þingborg að hann hafi alltaf haldið að þú værir ultra komonisti. Ég kaus þig einu sinni en mun ekki gera það aftur meðan þú ert í þessum stað. Kveðja. Gunnar Kr.

Gunnar Kristmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. mars 2010

Vilhjálmur Stefánsson

Bjani ég hef komist að því að þú ert skyldur Sigvala Kaldalóns Stefánssonar og bróðir hans Eggeti Operusöngvara. með kveðu.

Vilhjálmur Stefánsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. nóv. 2009

Að sjáfsögðu ekki...

Við stöndum með okkur og seljum ekki sálu okkar..kjósum ekki ESB...

ósk Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 10. apr. 2009

Anton Valgarðsson

Þakka fyrir vel skrifaðar greinar og gott að vita af mönnum sem eru trúir sinni sannfæringu.

Anton Valgardsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. mars 2009

Karl Birgir Þórðarson

burt.

Valgerður ætti að fara heim til sin og skura,lata ekki heira i ser ne sja sig meir.Hun ætti að skammast sin,er hun með enga somatilfiningu.Hun ber lika abirgð a astandinu i dag.

Karl Birgir Þórðarson, mán. 12. jan. 2009

Getur það verið...?

Við Hjörleifur af Tjörn í Sv.dal heldum úti vikulegum þáttum á rás 1 - rúv; en ekki hvar? - eitt sumarið. Mér er í minni einn af mörgum sem var sérlega gaman að vinna: Sumarbústaðaferðir - hihihihi og ég skrifaði nokkra pistla sem við sögðum hlustendum að hefðu verið teknir úr hinum og þessum gestabókum í bústöðum ýmmissa stéttarfélkaga.- Það eru nefnilega "bókmenntir sér á parti" - hóflega orðað. EN hér er engar slíkar að finna. Gerist það ekki fljótlega sé ég mig tilneydda og "knúna" til að rita sumarhúsapistil - ef ekki annað. . Af hlýhug og lítillæti, Bjarni minn Hugflæðiráðunauturinn

Helga Ág´+ustsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 12. des. 2008

... já, skelfingar, ósköp...

sem þaðö var notalegt að hitta þig í dag, Bjarni kær. Það er einhver andans upplyfting fólgin í að skrafla við þig... yfir kaffinu; sennilega af þþví þú ert gömul sál(gott ef ekki skrímsl.. .þetta finnst mér fyndið) - og sammála mér um að fátækt, taki hún ekki til matar og skjóls, er hún síst boðberi minni hamingju en vellauðgi og vitrán ímyndaðra auðæfa. Þannig er nú það. - Já og heyrðu - mig vantar bók eftir Jakobínu Sigurðardóttur - hún mamma (stjúpa mín) heldur endilega að hún heiti (sko, bókin) "Í barndómi". Ætli þú eigir hana, ágæti málvin? Nú og svo fer ég að gera eitthvað annað: t.d. skrifa pólitíkusum jólakort. Það er nú gaman fyrir grip eins og mig. Helga Ág. - hugflæðiráðunautur -

Helga Ágústsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. des. 2008

Jón Helgi Eiðsson

Jón Helgi

Skoðaðu bloggið mitt.Fæ ég plús?

Jón Helgi Eiðsson, fim. 27. nóv. 2008

Bara rétt sisona...

... til að kasta á þig kveðju. Gangi þér allt í haginn, hvort heldur er nú bóksala eða annað, sem þú kýst að duðra við. Ósköp gaman að vita að þú ert sennilega gamli, góði Bjarni - en bara reynslunni ríkari. Bið svo kært að heilsa þinni eðla frú! Helga Ág. - hugflæðiráðunautur -

Helga Ágústsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. nóv. 2008

Anna Svavarsdóttir

Vinsælastur á Blog.is

Sæll sveitungi. Mig langar að óska þér til hamingu með að vera með ríflega 100% fleiri fléttingar á viku en næstvinsælasta bloggið á blog.is Kær kveðja Anna Svavarsdóttir frá Drumb...

Anna Svavarsdóttir, fim. 20. nóv. 2008

Oft er gott það er gamlir kveða

Það er einkennilegt að geta hugsað sér að upplifa draum. Minn draumur sem Framsóknarmanns af 1955 árgerðinni er að stofnaður verði nýr þjóðlegur og borgaralegur stjórnmálaflokkur sem byggður verði á hugsjónum Framsóknarstefnunnar með hugsjónir og styrk Framsóknar í öndvegi. Ég sé þann draum rætast. Ég og mínir líkar eru margir, við erum fleiri en margan grunar, við erum líka staðfastir í að halda í þau gildi sem stefnan markaði. Taktu slaginn því hugsjónin mun færast yfir. Baráttukveðjur til þín Bjarni. Jakob Skafti Magnússon.

Jakob Skafti Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2008

Nýr (og betri) Framsókarflokkur!!

Kæ Bjarni. Þú verður að leifa okkur alvöru framsóknarmönnum að fylgjast með þessum hræringum. Það gengur ekki að EB gengið steli flokknum okkar. Kveja að norðan Gunnlaugur

Gunnlaugur (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2008

Vilhjálmur.

Kæri Bjarni mér þótti altaf vænt um að heira til þín þegar þú máttir vera að koma hingað til Eyja . Framsókn er búinn að vera án þín og Guðna, gangi þér alt í hagin.

vilhj (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. nóv. 2008

Kveðja af Engjavegi

Sæll vertu Bjarni bóksali. Nágrannar þínir fagna hiklausri frammistöðu þinni í síðfræði. Til fyrirmyndar mætti það fleirum vera. Þessar tölvur eru auðvitað háskatæki en leiða þó ýmislegt í ljós/ljóð. Kveðja frá Inga Heiðmari

Ingi Heiðmar Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. nóv. 2008

Heiðarlegur og sanngjarn.

Betra að fleiri væru svona. Verður þú bara ekki í næstu STJÓRN ! Þurfum kosningar.Gangi þér ALLT í haginn.

Kristín (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. nóv. 2008

Valgerðarbréfið

Sæll Bjarni ! Ég er búinn að lesa þetta örlagaríka bréf, en ég verð að játa að ég er ekki ósammála neinu af því sem þar er skrifað. Ég er framsóknarmaður og hef alla tíð verið, en aldrei hef ég verið Halldórs-maður né fylgjandi neinna þeirra afla í flokknum sem hafa viljað púkka undir Sjálfstæðisflokkinn. Ég sagði mig úr flokknum þegar ég flutti heim til Íslands 1999 og skráði mig aftur inn þegar ljóst var að gandreiðinni með Davíð og Geir mundi senn ljúka. Svo fyrst þú segir af þér þingmennsku, þá erum við óbreyttir liðsmenn og ég tek heilshugar undir gagnrýnina sem kemur fram í þessu bréfi. Út af fyrir sig hef ég aldrei skilið hvers vegna þingmenn þurfa að þegja yfir sannfæringu sinni, þótt hún fari á svig við skoðanir ráðamanna innan flokkanna. Það mætti velta fyrir sér hvort flokksræðið er ekki einmitt stærsta ógnin við raunverulegt lýðræði. Kveðja, Þórhallur Pálsson, Eiðum

Þórhallur Pálsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. nóv. 2008

Bjarni Kjartansson

Biðst forláts.

Þannig er, að ég hefi ekki enn læert að halda kjafti. Svo hefur verið með áa mína og hafa þeir farið að reglu sinna áa og lagt að grunni, sem satt er og rétt í siðaðra manna samfélagi. Ekki veit ég nokkuð um, hvort þú nokkurntíma lest það sem pikkað er inn hjá þér en etherinn er þá bara nægur fyrir mig. Mín ætt er einhvernvegin svona. Föðurætt að Vestan úr djúpi, nefnd ,,Svarta ættin" efnað lið svo langt aftur sem ritaðar heimildir ná. Voru í samskiptum við Habsborgara og er að líkum þaðan komið dökkt yfirbragð og augu möndlulaga. Seyðisfjörður (Eyri ofl.) voru óðöl. +Attu ætíð skip í förum milli Evrópu og Djps þar til að ,,litla ísöldin" reið yfir með skipatöpum of mörgum. Önfirðingarnir voru hinnsvegar víðar að , svosem frá Húnavatnssýslum og aftar fra Eyjafirði, komnir þó af Vestfjörðum enn fyrr. Taldir Galdramenn í tölum og lækningum. Efnafræðingar afburðagóðir en ölkærir. Þú þekkir hugsanlega Kjartan Gunnarsson fyrrum framkv.stj Flokksins og Bjarna nefndan Beina af Landakoti. Þannig er, að faðir minn, Kjartan, móðir Kjartans, Guðrún, og Bjarni voru systkyni. Pabbi skýrði mig í höfuð bróður síns Bjarna Guðrún skýrði Kjartan í höfuð pabba og svo nú nýverið, skýrði Kjartan son sinn eftir pabba mínum, þar sem verulega kært var með honum og Guðrúnu móður Kjartans Gunnarssonar. Svona er samheldnin í ættinni EN svo koma upp vandkvæði ástar. Dóttur Dóttir Bjarna Beina af LAndakoti, féll fyrir ungum og vörpulegum manni frá Vestmannaejum, rauðbirknum og krullhærðum. Þ:ú þekkir strákinn en ert líklega ekkert hrifnari af honum frekar en ég. Móðurættin er gleggri í föðurætt hennar er beinn karlleggur frá Snorra Sturlusyni. Svo mikið er víst, að óbrenglaðar eru kirkjubækur frá Húsafelli. Móðuramma mín var undan Fljótshlíð en hef ekki komist yfir nægjanlega góðar heimildir þar um en vonast til, að svo fáist. Móðiir mín bar ættarnafn Thorberg sem var alsiða hér í eina tíð og nánast skylda þeim, sem störfuðu í sþjónustu Dana. Svo var með áa minn Berg. Vonandi fyrirgefur þú mér þetta en ef einhverntíma svo virkast, að leiðir okkar skerast, þegar við hittumst á Selfossi þá ég er að fara í sumarbústaðalóð mína að Ketilhúshaga rétt við Hellu, ættum við að taka tal saman ef ekki til annars en að gantast. Með viðringu og óskum um gott gegni í hverju einu, sem þú leggur fyrir þig. Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, lau. 8. nóv. 2008

'Onýta íslenska krónan

Þú stendur þig vel Bjarni en eitt verður þú að vita að við verðum að kjósa sem fyrst og kjósa um leið um aðild að ESB það þíðir ekki að vera með handónýta íslenska krónu og við þurfum menn eða mann í seðlabankann sem er vel menntaður hagfræðingu hvað heldur þú að 6 % stýrisvaxtahækkun Seðlabankans sé ég bara spyr . Fólk gerir uppris á næstum mánunuðum fólk missir vinnuna og íbúðarlán hækkar og ég sé fram á það að ég kominn á eftirlaun og var svo óheppinn að kaupa nýjan bíl fyrir 3 mánuðum og ekki reiknaði ég með þessari vitleysu .Ég er framsóknarmaður og vill nýjar kosningar og um leið að kjósa um ESB . Farðu á kjosa.is þá sérðu nafnið mitt þar og athugasemdir se4m ég gerðir ég stið Valgerði í því að við þurfum fyrir unga fólkið í landinu að fara þessa leið .Smjörklípa Davíðs var ekki góð en betri er nú Smjörið okkar góða Með kveðju Hannes Helgason Mail mitt er hahe@mi.is

Hannes Helgason (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. okt. 2008

'Onýta íslenska krónan

Þú stendur þig vel Bjarni en eitt verður þú að vita að við verðum að kjósa sem fyrst og kjósa um leið um aðild að ESB það þíðir ekki að vera með handónýta íslenska krónu og við þurfum menn eða mann í seðlabankann sem er vel menntaður hagfræðingu hvað heldur þú að 6 % stýrisvaxtahækkun Seðlabankans sé ég bara spyr . Fólk gerir uppris á næstum mánunuðum fólk missir vinnuna og íbúðarlán hækkar og ég sé fram á það að ég kominn á eftirlaun og var svo óheppinn að kaupa nýjan bíl fyrir 3 mánuðum og ekki reiknaði ég með þessari vitleysu .Ég er framsóknarmaður og vill nýjar kosningar og um leið að kjósa um ESB . Farðu á kjosa.is þá sérðu nafnið mitt þar og athugasemdir se4m ég gerðir ég stið Valgerði í því að við þurfum fyrir unga fólkið í landinu að fara þessa leið .Smjörklípa Davíðs var ekki góð en betri er nú Smjörið okkar góða Með kveðju Hannes Helgason Mail mitt er hahe@mi.is

Hannes Helgason (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. okt. 2008

Bjargaði Jóni Ásgeir

Jafn fjandi góður og Egill annars er, þá gekk hann of langt þarna. Þú sem blaðamaður veist að maður kallar ekki fólk í viðtal til að slíta af því hausinn. Mannstu þegar þetta var gert við Halldór Ásgrímsson í Kastljósi, þá var rætt um einkavæðingu bankanna. Kveðja Ingi Hans

Ingi Hans Jónsson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 13. okt. 2008

Kveðjur

Blessaður Bjarni Nú er hugur okkar hjá ykkur á Selfossi,Megi góður Guð vera með ykkur í erfiðleikum ykkar Bestu kveðjur Hannes Friðriksson

smali (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 29. maí 2008

Gunnar Helgi Eysteinsson

Sæll Frændi.

Ég fór inn á íslendingabók og athugaði málið og sá að við erum náskyldir. Ég man ekki eftir því að hafa hitt þig en sá dagur kemur... kannski. ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, sun. 2. mars 2008

j

Góðan daginn! Viljirðu njóta lífsins betur - bendi ég þér á www.netsaga.is mbk. Loki Fáfnis 6967271 es. Vinsamlegast gerðu heiminum þann greiða að áframsenda skilaboðin!

olio (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008

Eiríkur Harðarson

Heyrðu.

Bjarni minn muni ég ekki hitta þig fyrir jól, þá segi ég núna gleðileg jól og allt sem á eftir kemur.

Eiríkur Harðarson, fös. 14. des. 2007

Eiríkur Harðarson

Jæja.

Bjarni minn vil bara minna þig á að standa gegn sömu fátæktarrullunni í lífeyris og bótaþegamálunum. Stattu þig á komandi þingi, ekki var ég kosinn svo ég verð að treysta á að þú gerir eitthvað vitrænt í bótamálunum. GARPUR HARÐAR.

Eiríkur Harðarson, sun. 30. sept. 2007

Dónaskapur Róberts Marshalls

Þó við séum langt í frá Framsóknarmkanneskjur, þá finnst okkur dónaskapur Róberts yfirgengilegur. Sá maður þarf virkilega á námskeiðí í mannlegum samskiptum að halda. Kveðja Kristín og Haukur Selfossi

Kristín Pétursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. sept. 2007

Greetings from Germany

Hey Bjarni, i have no icelandic signs on my laptop, so i write in english. Internet is a wonderful thing. Many Greetings from Germany, it´s a so long time, but i´ll never forget you and your family. Pamela

Pamela (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. sept. 2007

Skrifa á Íslensku

Er ekki hægt að koma þessum bloggi á íslensku riti

Þórir Ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 25. ágú. 2007

Sæll Bjarni

Það er gaman að fylgjast með ykkur hjónakornunum í Perúferðinni. Ég á heima í Hveragerði og er áhugamaður um fornminjar hvar sem er í veröldinni.

Svanur Jóhannesson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 21. ágú. 2007

Sæll Bjarni

Það er gaman að fylgjast með ykkur hjónakornunum í Perúferðinni. Ég á heima í Hveragerði og er áhugamaður um fornminjar hvar sem er í veröldinni.

Svanur Jóhannesson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 21. ágú. 2007

Þóra Sigurðardóttir

Valhöll

Var stolt af þér í kvöld þegar þú talaðir fyrir munn okkar sem viljum halda í okkar þjóðarstolt sem m.a. er Valhöll á Þingvöllum.Við verðum að vera á verði gangvart öllum þeim fallegu húsum sem hafa verið reistar á síðustu öld og öldum.

Þóra Sigurðardóttir, fim. 19. júlí 2007

Hallgrímur Guðmundsson

Heill og sæll Bjarni.

Ég var að lesa greinina þína í mogganum í dag og er nokkuð ánægður með að þú skulir vera farinn að átta þig á hluta vandans í fiskveiðistefnu Íslendinga. Ég hvet þig til þess að halda áfram og skoða þessi mál mikið betur. kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, fös. 13. júlí 2007

Eiríkur Harðarson

Sæll félagi.

Vildi bara svona sýna fram á það í verki að ég er að kíkja inn á síðuna. Afsakaðu: Er slakur í athugasemdunum.

Eiríkur Harðarson, mið. 20. júní 2007

Anna S. Árnadóttir

Bestu kveðjur frá Danmörku

Sæll kæri vinur og til hamingju með nýja embættið. Ætlaði að reyna að hafa tal af þér fyrir kosningar en það var auðvitað erfitt að ná þér því alls staðar varstu umsvermaður! Það bíður betri tíma. Við pabbi væntum mikils af þér og sendum okkar bestu kveðjur frá Danmörku Anna Árnadóttir og Árni Valdimarsson

Anna S. Árnadóttir, sun. 27. maí 2007

Elísa Arnarsdóttir

kveðja

ánægð með þig frændi. Ég er ekki í neinum vafa með skyldleikann þar kv. Elísa Arnars, Arnars Hjalta

Elísa Arnarsdóttir, fim. 24. maí 2007

Árni Gunnarsson

Hnýsill

Hef verið að hnýsast eftir þér en er ekki með þig á hreinu í Íslendingabók, vantar ártalið. Þó er ég búinn að ákveða skyldleikann gegnum Eirík á Reykjum sem fáa lætur í friði. Verð líklega að bera þennan kross eins og marga aðra. Er sjalfur kominn af Magnúsi Andréssyni. Kveðja, Árni Reykur.

Árni Gunnarsson, lau. 12. maí 2007

Sæll Bjarni

Ég vil þakka þér fyrir að taka upp hanskan fyrir sveitirnar fyrir austan Markarfljót í kjördæmaþætti RÚV.Þar sem þú varst einn um það! Vil benda á að frá Kirkjubæjarklaustri eru 6 fjölskyldur að flytja frá staðnum á næstu mánuðum, og hreppurinn saman stendur af u.þ.b 500 íbúum. Styð þig á þing, Nýr kraftur í Framsóknarflokkinn! Ekkert stopp Kveðja Bjarmi Þór

Bjarmi Þór Baldursson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. apr. 2007

Kveðja í þinn bæ

Sæll Bjarni, kveðja til þín og þinna frá okkur sem nú búum á Skaga en eitt sinn í Merkisteini á Eyrarbakka og áður í Gamla Gistihúsinu í nágrenni við ykkur Elínu. Ég sá áðan færslu hjá þér um sóun og er sammála því enda notaði hún dóttir mín föt af syni ykkar ef ég man rétt og við gáfum hvort örðu bolla til að drekka kaffið úr, kveðja Jóhanna

Jóhanna (Óskráður), fös. 20. apr. 2007

Sveinn Hjörtur

Sæll

..og þakka þér fyrir frábæra sögustund. Þetta vil ég endurtaka... Hrein snilld. Þú ert frábær sögumaður, og flottur karl. Á þing með karlinn!!

Sveinn Hjörtur , mán. 26. mars 2007

Kristmann Magnússon

Alltaf gaman að heyra í Bjarna, en ég held nú að það hafi ekki verið svo gaman að koma heim vegna hraglandans sem mætti honum - heldur vegna þess að það finnast hvergi framsóknarmenn nema á íslandi ! ! !

Kristmann Magnusson (Óskráður), þri. 13. mars 2007

Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góða ferð

í leðurbuxum um Frakkland! :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, mán. 5. mars 2007

Húmor fyrir tilverunni!

Það gleður óneitanlega að til framboðs fyrir flokkinn okkar skuli veljast maður með ósvikinn húmor fyrir lífinu og tilverunni og óragur að gangast við að vera af sama mieði og við hin, þetta venjulega fólk! Slíkir eru alltof fáséðir innan veggja Alþingis. Þar er offramboð á fólki sem þykist hafa að eigin sögn, dauðhreinsað siðferði, en er haldið mega-munnræpu, talar oft og lengi, en hefur ekkert að segja, annað en að reyna að gera sem minnst úr verkum annarra, og vera á móti öllu sem til heilla horfir, og sér ekki skóginn fyrir trjánum. Bjarni Harðarson hefur um langa tíð vakið athygli fólks víða um land fyrir glöggskyggni og raunsæji í umfjöllun mála, þannig að fáum tekst betur til. Mikill fengur verður að honum sem liðsmanni landsbyggðar á Alþingi, manni sem er ófeiminn að koma til dyra eins og hann er klæddur. Sunnlendingar stíga heillaspor með því að ljá honum atkvæði sín í vor. Beð baráttukveðju Stefán L. Pálsson.

Stefán L. Pálsson (Óskráður), fös. 2. feb. 2007

Sigríður Laufey Einarsdóttir

Til þín kæri verðandi þingmaður.

Horfði á Sjálstætt fólk áðan og varð uppnumin af ferli þinum og öllu lífi. Sagði við þig um daginn í blogginu að ég væri svolítið "skotin" í þér sem frambjóðanda. Kem til með að "elska" þig sem þingmann þótt ég eigi heima í Kópavogi. Keypti mér ævisögu sr.Mattíasar Jochumssonar sem er afar skemmtileg og fróðleg. Þú hefur gaman af ljóðum. Sendi þér ljóð (er aftast í bókinni)Mattíasar, sem hann orti skömmu fyrir dauða sinn hálfblindur og sáttur,ljóðið "Gleym mér ei:" Blessaða sjón! Því úr blágresi brosir mér enn bani dauðans! og "gleym mér ei" guðs eilífa ást og speki huggar mitt hjarta með himneskri sýn. Allt hið helgasta, allt hið sannasta birtist oss börnum á blómsurmáli; það las Jesús á Jórdansbökkum og guðvitringur við Gangesfjót Drottins dýrð er ei dulspeki ekki mannvit, ekki vísindi, hún er "gleym mér ei" þeirra guðsbarna er bana dauðans blindandi sjá. Áhrær mín augu, eilífa ljós, svo sjáandi sjái blindur, hvernig Guðs augu geta stafað yfir allt myrkur eilífri dýrð! Þórunn Valdimarsdóttir segir svo í lok ljóðsins sem eru lokaorð ævisögunnar: "Mattías kemur því til skila að bana dauðans (eilíft líf) megi lesa úr lífinu sjálfu - eilífðarsmáblóminu. Hann leggur áherslu á að mannkynið hafi fundið ýmsar leiðir að því helgasta og sannasta því þótt hann héldi tryggð við sinn trúararf virti hann önnur trúarbrögð og heimsmynd vísindanna. Allur heimuinn getur tekið undir - þursar,æsir, vættir, menn og fuglar - því víðsýn trú á fegurðina heldur öllu til haga og útilokar ekkert." Ljóðið er samið árið 1920 en á álveg eins vel heima í nútímanum. Ég hafði ekki séð áður þetta lóð Mattíasar en finnst yndislegt að láta það líða um hugann. Veit eftir viðtalið við þig að þú munt njóta þessa ljóðs líka. Bestu kveðjur til þín, konunnar og barnanna og innilega til hamingju með áfangasigurinn. E.s. Er ekki konan þín tónlistarkona? Hún mun eflaust hrífast af ljóði Mattíasar og ef til vill semja við það lag.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, sun. 28. jan. 2007

hamingjuoskir

Ertu nú genginn úr mannheimum í bloggheima....en hvað þá með tröllin, álfana og draugana.. eða eru þeir kannski þarna þegar að er gáð ? R Ólafss

Ragnar Ólafsson (Óskráður), fös. 26. jan. 2007

gylfijons@isl.is

Til hamingju Bjarni. Sérstakur og áhugaverður maður sem ég hef fylgst með t.d.í þætti Silfur Egils. Megir þú eiga bjarta framtíð og gangi þér vel í sölum alþingis á komandi árum.Kveðja.GJ.

Gylfi Jónsson. (Óskráður), mán. 22. jan. 2007

Sveinn Hjörtur

Til hamingju Bjarni

.

Sveinn Hjörtur , sun. 21. jan. 2007

Hrafn Jökulsson

Velkominn í bloggheima!

Hjartanlega velkominn í bloggheima og gangi þér sem allra best í prófkjörinu! - Hrafn J.

Hrafn Jökulsson, fim. 4. jan. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband