Þakkir frá Framsóknarkomma!

He he

Einhverjir kunna að leggja það út sem kokhreysti að flytja þakkir eftir útreið í kosningum. En mér eru engu að síður þakkir í hug því þrátt fyrir andstreymi sem allan tímann lá fyrir þá mætti okkur Regnbogamönnum engu að síður velvild og margskonar aðstoð í kosningabaráttunni og fyrir það er ég þakklátur.

Ekki síður þakklátur þeim sem lögðu á sig nokkuð í baráttunni og þeim fjölmiðlum sem sýndu okkur sanngirni þar sem hæst ber RÚV og Morgunblaðið. Fyrir það ber að þakka enda mikils virði að búa í samfélagi þar sem þúsund blóm fá að spretta og þúsund skoðanir að heyrast. Við sem aldir erum upp í garðyrkju vitum svo að stundum fer svo að ein planta vex óðfluga og nær þá mjög að kæfa annan gróður.

Staðreyndin er að mörg okkar urðu undir í þeim mikla skriðþunga sem var á mínum gamla flokki Framsókn í þessum kosningum. Í mér bærist vitaskuld gleði yfir að hafa þó frekar orðið undir þeim ofvexti en ef verið hefði frá krötum eða íhaldi.  

Við J-listamenn fórum seint á fætur á þessari baráttu og nokkuð tvíátta framan af vetri hvort fara skyldi. Tókum til verksins aðeins sex vikur og vorum þó flestir í fullu starfi með. En það er langt því frá að hér sé eftir nokkru að sjá. Þetta var skemmtilegur tími, skemmtileg umræða og okkur tókst með afgerandi hætti að koma ESB baráttunni á dagskrá. Enginn þarf þó að ætla að fylgisleysi okkar sé mælikvarði á stöðu þeirrar baráttu enda guldu allir þeir flokkar sem höfðu beina ESB aðild á stefnuskrá sinni algert afhroð. 

Nú gæti ég haft á orð á að við höfum í þessu ekki búið við jafnræði í fjárráðum eða annarri aðstöðu en ég tel það þó ekki hafa skipt sköpum. Staðreyndin er að skriðþungi sveiflunnar í samfélaginu var okkur einfaldlega of þungur og fyrir henni hlutum við að falla. Nú stöndum við brosandi upp eftir glímina og mætum baráttunni á öðrum vettvangi, tvíefld að afli og reynslu. 

Bókabéusinn í mér hlær nú og fagnar, því glaðastur að fá að vera hér innan um dýrðlegar skræður fremur en að vera vistaður á stofnun fyrir sunnan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóðst þig frábærlega vel Bjarni minn og hafðu allar góðar þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Það meta það margir við þig.

Gangi þér allt í haginn.

Kær kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 06:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú tekur þessu karlmannlega, Bjarni, og stílsnilldin ber bókfræðum þínum vitni og við hæfi hvað þú endar þetta skemmtilega með því að hverfa svona aftur inn í fornfræðin fremur en framtíðina og gerir það spotzkur á svip. En óskandi hefði verið, að þið hefðuð haft fjórfalt lengri tíma til verksins. Þakka ykkur samt vitnisburðinn um ævarandi gildi sjálfstæðis okkar og fullveldis, og nú verða allir að halda Framsókn og Valhallarliðinu að samþykktum flokksþinga sinna í þeim efnum. -- Heill þér, Bjarni.

Jón Valur Jensson, 28.4.2013 kl. 07:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vona bara að þið haldið áfram sem hreyfing og vekið máls á málefninu sem oftast og mest. Þið gerðuð mikið gagn í þessari kosningabaráttu og áttuð sannarlega þátt í að opna augu fólks fyrir undirferli Samfylkingarinnar og ósannindum.

Það vantar afgerandi afl á borð við ykkur og baráttan er sannarlega ekki á enda.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 07:57

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni minn. Sigur ykkar felst í því að hafa opnað augu margra fyrir staðreyndum, sem þaggaðar hafa verið niður af fjölmiðlastýrðu stjórninni fráfarandi.

Það er svo sannarlega afrek sem þið eigið þakkir skildar fyrir. Gangi ykkur vel áfram.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2013 kl. 11:08

5 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha Bjarni góður. Takk fyrir að gleðja mig í morgunsárið :)

Ragnheiður , 28.4.2013 kl. 13:01

6 identicon

Málstaður var góður og málflutningur yfirleitt sömuleiðis. Það voru mistök að byrja svona seint, þegar hávaðinn í hinum var orðinn ærandi. Mér þótti slæmt hvað þið tókuð illa í samvinnu við mína menn hjá Alþýðufylkingu. Svo hygg ég að hugmynd þín um að flokksleysi sé lýðræðislegra en flokkur standist ekki. Ég hygg að það sé öfugt. Án skipulegra samtaka verður ekki viðvarandi hreyfing meðal fólksins, þess vegna ekki lýðræði. Útkoman verður lítið herforingjaráð án fótgönguliða. Sem þýðir þýðir þó alls ekki að baráttan hafi verið gagnslaus

Þórarinn Hjartarson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 17:49

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki kaus ég J-listann.  Mun líklega seint kjósa til vinstri. En andstaðan gegn "Sambandsaðild" var mér mjög að skapi.

Því máttu eiga þakkir mínar Bjarni.  Og einnig fyrir að koma orðinu og skilgreiningunni "Framsóknarkommi" vel og rækilega á framfæri.

Ég vona að það festist í sessi og vinni sé stað í tungumálinu.

G. Tómas Gunnarsson, 28.4.2013 kl. 19:08

8 Smámynd: Elle_

Nú verð ég að taka það fram að ég var aldrei að kjósa komma eða vinstri.  Ekki með J-flokkinn (hafði sterklega íhugað Sigmund og Vigdísi) og ekki VG, 09.  Það sem vakti fyrir mér var heill fullveldisflokkur og andstaða við ICESAVE.  Vona að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stoppi Brusselruglið.

Elle_, 28.4.2013 kl. 19:44

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir að berjast gegn ESB.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.4.2013 kl. 00:06

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða kallinn,meina Jón Bjarna,sá eini sem lét ekki spyril stoppa skýringu sína á hvað felst í ,,samningaviðræðum,, sem ég er í stökustu vandræðum með að koma frá mér og ég upplifi mig sem elliæra sem er að vinna málstað mínum fylgi. Auðvitað er ég að því,en sumir þræta ég held og vona að á Jón hafi flestir hlustað og þeir sannreyni að ég er að fara með rétt mál. Þakka svo fyrir þennan pistil.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2013 kl. 00:50

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Þú ert og verður réttsýnn rýnir á samfélagið hverju sinni, hafðu góðar þakkir fyrir það.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2013 kl. 01:14

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orðið "Framsóknarkommi" er gamalt og gott í málinu. Það var fullt af þeim í Áburðarverksmiðjunni í gamla daga, ef hægt er að orða það svo um það sem var nánast í gær ...

Jón Valur Jensson, 30.4.2013 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband