Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

ESB flokkur í kreppu

(Eftrifarandi birtist í Morgunblađinu í gćr.)

Niđurstađ í prófkjörum VG um helgina er öllum andstćđingum vinstri stefnu á Íslandi mikil Ţórđargleđi. ESB sinnar unnu ekki ţann sigur ađ flokkur Steingríms J. Sigfússonar geti hér eftir gengiđ í takti međ Ólaf Ţór Gunnarsson og Björn Val Gíslason í broddi fylkinga í höfuđstađnum. Raunar er útreiđ ţeirra félaga harđur dómur formanni sem hefur margbjargađ Íslandi međ píslarvćtti sínu og sértćkum skilningi á heiđarleika.

En ţó svo ađ Ögmundur Jónasson hafi unniđ nauman sigur í Kraganum ţá fer ţví fjarri ađ flokkurinn verđi viđ ţađ trúverđugur valkostur. Vinstri vaktin sem er vefsíđa vinstri sinnađra ESB andstćđinga lagđi í vikunni spurningar fyrir frambjóđendur VG í forvali sem fóru fram nú um helgina. Er fljótsagt ađ nćr allir frambjóđendur flokksins hafa gengist undir jarđarmen ESB og vilja í orđi kveđnu halda ađlögunarferlinu til streitu. Ögmundur einn var ţar í öđru liđi og er ţó sá mađur sem mesta sök á upphafi ESB mála međ launmálum viđ Össur Skarphéđinsson.

Átök eđa pissukeppni

Fyrr á ţessu ári stigu ţrír ţingmenn VG óvćnt fram og töluđu fyrir ţeirri skođun ađ ESB vegferđin yrđi ađ taka enda á kjörtímabilinu. Ţetta voru ţau Árni Ţór Sigurđsson, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Um stund var eins og ţjófstartađ vćri til nokkurrar keppni um ţađ hver myndi nú best hina yfirlýstu og samţykktu stefnu flokksins. Ţessir atburđir gerđust einmitt međan formađur flokksins dvaldi erlendis og allt var skjótlega leiđrétt ţegar hann kom heim.

En glćđurnar lifa. Ekki vegna ţess ađ fyrrnefndir ţingmenn séu svo ákafir hugsjónamenn fyrir fullveldi landsins heldur miklu frekar hafa ţeir hugsjónir sem tengjast ţingsćtum. Nú korteri fyrir kosningar er líklegt ađ umrćdd keppni hefjist ađ nýju og er ţađ vel, sér í lagi ef ţađ mćtti verđa til ţess ađ ESB máliđ fćri í pappírskörfuna.

En ţessi keppni mun engu breyta um ţađ ađ Steingrími J. Sigfússyni hefur á undraskömmum tíma tekist ađ eyđileggja flokk sinn til nokkurrar framtíđar. Ţađ er raun og veru snöfurmannlega gert á ekki lengri tíma en fyrir ađeins fjórum árum horfđu landsmenn međ velţóknun og trausti á VG og formanninn. Á sama tíma hefur áćtlunin um ađ búa til einn stóran ESB flokk međ samruna viđ Samfylkinguna runniđ út í sandinn. Ţórđargleđi íhaldsins er ţví mikil og ađ óbreyttu stefnir í stórsigur Sjálfstćđismanna sem nýlega keyrđu ţó íslenskt efnahagslíf fram af bjargbrún. Ţađ verđur einstćđur sigur sem Sjálfstćđismennirnir sjálfur eiga engan ţátt í ađ skapa.

Skömm vinstri stjórnar

Svokölluđ vinstri stjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur sáralítiđ á afrekaskrá sinni. Kraftur hennar hefur fariđ í slagsmál um ESB ađlögun og almenna ţjónkun viđ erlend stórríki. Mestur efnahagsbati okkar Íslendinga verđur annarsvegar rakinn til neyđarlaganna svokölluđu annarsvegar og krónunnar sem vinnur sitt verk ţegjandi og ţrátt fyrir snuprur húsbćnda.

Í bankamálum og atvinnumálum hefur ríkisstjórnin fylgt úreltum Blair-isma hćgri krata sem hefur fátt fram yfir klíku-kapítalisma hćgri stjórna. Í stađ ţess ađ nýta hruniđ til ađ brjóta upp einokun og fákeppni hefur stjórnin eftirlátiđ útrásarvíkingum ađ hramsa í sínu gamla góssi. Vinstri stefnu sér hvergi stađ en ómaklegu óorđi hefur veriđ komiđ á félagshyggju.

Ţaulsćtnir villikettir

Ţađ sem lengst situr eftir í arfleifđ stjórnarinnar verđa nafngiftir. Ţannig kallađi forsćtisráđherra stefnufasta VG menn villiketti og Steingrímur J. gaf eigin armi flokksins skúrkanafniđ, óviljandi ţó! Ţađ er ekki slćmt ađ vera talinn til villikatta enda fáar skepnur jafn ađdáunarverđar og kötturinn sem fer sínar eigin leiđir. Eftir ţví sem liđiđ hefur á kjörtímabiliđ hefur fćkkađ í villikattadeildinni og nú erum viđ ađeins örfáir eftir og ekki seinna vćnna en ađ skrifa sig út svo enginn láti sér detta í hug ađ viđ kettirnir gefum út heilbrigđisvottorđ á ţá pissukeppni sem framundan er. 


Rörsýn sérfrćđigeirans og ţađ ţegar ég var feiminn...

Viđ sem eigum fötluđ börn ţekkjum mörg ţá baráttu sem hér er lýst. Barn sem ţarf á ţví ađ halda ađ vera međ sínum líkum í sérskóla er skyldađ í bekk međ "venjulegum" börnum af ţví ađ blöndunin er regla ofar hagsmunum barnsins.

Viđ Elín stóđum í ţessari baráttu međ Magnúsi okkar fyrir nćstum 15 árum síđan og síđan ţá hefur ástandiđ heldur versnađ. Ţađ er samt ađ verđa svolítil glufa í umrćđunni. Ţá var mađur eiginlega feiminn (já, já ég get líka veriđ feiminn!!) viđ ađ viđurkenna ađ mađur berđist fyrir ţví ađ barniđ vćri í sérdeild,- samkvćmt pólitískum rétttrúnađi átti mađur ađ berjast fyrir ţví ađ barniđ vćri alltaf og eingöngu haft međ "heilbrigđum" börnum. Ţađ ţó ađ hagsmunir barnsins og vellíđan lćgi algerlega međ ţví ađ fá ađ vera međ sínum jafningjum.

Auđvitađ snerist ţetta í okkar tilviki og mörgum öđrum jafnhliđa um peninga. Viđ höfum oft séđ ţess dćmi ađ ríki og sveitarfélög spara peninga međ ţví blönduninni og ţví ađ neita ađ byggja upp sértćka ţjónustu. Og viđ sem köllum eftir sambýlum fyrir ţá sem ţau ţurfa erum úthrópuđ sem afturhald!


mbl.is „Okkar vilji skiptir engu máli“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tíma-Tóti tók viđ mig viđtal og kötturinn hvćsti

Í eina tíđ unnum viđ saman, ég og Tíma-Tóti, Ţórarinn Ţórarinsson ritstjóri Tímans (1914-1996). Ljúfur mađur og eftirminnilegur fyrir djúpa framsóknarlega lífspeki.

Í síđustu viku tók svo annar Tíma-Tóti viđ mig viđtal, sonarsonur ţess fyrrnefnda og starfar á Frétta-Tímanum. Giska gott og vel skrifađ eins og viđ er ađ búast af svo vel gerđum blađamanni.

Á einum stađ skripađist okkur ţó og kannski veriđ mér ađ kenna en allt í einu var ég orđinn kattlaus mađur sem ekki er - ţó svo ađ vitaskuld eigi kötturinn Ása Signý sig mest sjálf ţá er hún hér til heimilis.

En allavega viđtaliđ er hér og kötturinn er ađ jafna sig... 


Stórlega ýktar fréttir af sjálfum mér ...

Morgunblađiđ gerir mér hátt undir höfđi í morgun af litlu tilefni. Blađamađur hringdi í mig spurđi mig út í klofningsframbođ ţađ sem Eiríkur Jónsson hefur upplýst ţjóđina um á gagnmerkri fréttasíđu sinni. Ţví varfljótsvarađ ađ ég kannađist ekki viđ ţađ sem ţar er sagt. En kannski hefđi nú hitt veriđ fréttnćmara ef sjálfur Eiríkur fćri rétt međ!

klofningur-vg

Á hinn bóginn hafa ESB andstćđingar úr kjósendahópi VG rćđst viđ allt ţetta kjörtímabil og harmađ svik sinnar forystu. Ţá stendur upp úr öđrum hvorum manni ađ réttast vćri ađ bjóđa fram á móti ţessu liđi - en ţegar til kemur langar engan í ţann leđjuslag.

Sjálfur hef ég viljađ bíđa í lengstu lög eftir ţví ađ Eyjólfur hressist og Steingrímur snúi viđ blađinu. Langlundargeđ okkar Flóamanna getur veriđ talsvert.

En ađ ţví slepptu er víst best ađ útiloka ekkert.

(Međfylgjandi er klippimynd Eiríks af meintum skćruliđum en sjálfur er ég miklu hrifnari af myndinni sem Mogginn birti hér á netinu af okkur Ásmundi sem sýnir svo ekki verđur um villst hvađ ég er miklu myndarlegri en dalakollurinn sá.) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband