Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Kafkasaga af Selfossi

Í dag var ég persóna í sögu eftir Kafka. (Ţađ var hann sem skrifađi hryllingssögur fyrir fullorđna ţar sem fórnarlömbin voru lćst í rugli stjórnsýslunnar.)

Ég rölti upp á sýsluskrifstofu međ bunka af pappírum í innanverđa jakkavasanum, hćgra megin. Ţar voru skjöl sem ég hafđi međ nokkurra tíma stauti viđ ađskiljanleg yfirvöld ţvćlt blýantsfólki til ađ láta af hendi. Sum viđ fé, viđ önnur dugđi mér auđmýkt og sú lipurđ sem viđ Tungnamenn erum annálađir fyrir.

Ég hafđi hér eitt skjal frá sjálfu manntalinu fyrir sunnan sem sannađi ađ ég vćri til, annađ sem sannađi ađ ég byggi í húsinu mínu og ţađ ţriđja sem sannađi ađ húsiđ ţar sem ég segist reka kaffihús er til og enn viđurkennt sem hús af bćjaryfirvöldum. Sem er vel í lagt ţví ţetta er nú gamalt.

Loks voru svo í ţessu sérstakir pappírar sem sýndu ađ virđisaukanúmeriđ mitt vćri raunverulega mitt virđisaukanúmer en ekki bara gamalt símanúmer hjá úreltri hjásvćfu tekiđ úr velktu gulu símabókinni hjá frćnda mínum. Og svo pappírar sem sýna ađ ég hef alltaf átt góđ og farsćl samskipti viđ lífeyrissjóđi enda ađeins kjánar sem skapa sér fjandskap bófa.

Ţegar ég kom á sýsluskrifstofuna keypti ég af mínum borđalagđa sýsselmand sakavottorđ til ţess ađ gefa sama sýslumanni. Og annađ vottorđ til sem ég líka gaf sýslumanninum. (Svosem enginn til ađ kvarta yfir ţessu, ég hef séđ fólk kaupa bók í búđinni hjá mér og svo seinna tekiđ viđ sömu skrćđu sem gjöf til mín.)

Ţegar öllum ţessum kaupskap var lokiđ var komiđ ađ ţví ađ afhenda sýslumannsfulltrúunum allt pappírsklandriđ og ţađ var ánćgjulegt. Bćđi af ţví ađ ţá vissi ég ađ nú fengi ég senn ađ fara út úr ţessari sögu og svo eru stúlkurnar ţarna á neđri hćđinni hjá sýsla bćđi geđugar og fallegar. Kappsvo mikiđ eins og húsiđ sem er eitt ţađ fegursta á Selfossi.

Allt snerist ţetta um pappír sem heitir umsókn um starfsleyfi I í flokki B eđa eitthvađ. Samskonar og ég fékk fyrir fjórum árum og í hvert sinn fćri ég sýslumanni opinbera stađfestingu á ţví ađ ég sé til, húsiđ sem ég sýsla í sé til og ađ allt hitt sem stendur skýrum stöfum á tölvuskjám sýslumanns sé međ einhverjum hćtti rétt og satt. Séu áhöld um ađ ţessar sannanir fylgi međ er allt ógilt og leikamađur er sendur á byrjunarreit eđa í fangelsi. Ţannig er kaffihús sem er rekiđ í húsi sem ekki tekst ađ sanna ađ sé til, slíkt kaffihús er umsvifalaust innsiglađ.

Ţađ er vitaskuld mikilvćgt og sálrćn bót fyrir illa launađa opinbera embćttismenn ađ fá stađfestingu á ţví utan úr bć ađ ţeirra heimur sé til. En fyrir mér er ţađ hálfvegis fyrirkvíđanlegt ađ ţurfa ađ leggja í sömu Pílatusargönguna eftir fjögur ár. Og hvađ veit ég nema ađ ţá hafi einföldunarnefndir hins opinbera og EES stjórnir bćtt ţví viđ ég skuli nú einnig sanna ađ sýslumađurinn sé til, en slíkt gćti hćglega riđiđ mér ađ fullu. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband