Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Friđmar í Tungu (1935-2014)

Í gćr var jarđsunginn kćr vinur minn austur á Fjörđum, Friđmar Gunnarsson bóndi í Tungu í Fáskrúđsfirđi.

fridmar

Ég kom fyrst í Tungu 19 ára strákur ţeirra erinda ađ hitta ţar ömmubróđur minn sem var ćvilangt vinnumađur Tungufeđga. Ég kynntist ţá heiđurshjónunum Friđmari og Jónu, sem og foreldrum Friđmars ţeim Gunnari og Önnu og á um ţau kynni öll ljúfar minningar. 

Seinna hlotnađist mér ađ komast á skrall međ Nonna, Friđmari og fleiri Fáskrúđsfirđingum. Ţađ var skemmtilegt ţó skrall eigi sér alltaf tvćr hliđar eđa fleiri. Ţađ var í hlađinu í Tungu sem heyrđi ţau sannindi einmitt fyrst sögđ međ ţeim hćtti ađ ţađ jafnvel hvarflađi ađ mér ađ taka mark á ţví. Enda var ţađ sjálfur Nonni frćndi sem talađi og fyrir honum bar ég barnslega lotningu sem hékk utan í leit minni ađ uppruna og rótum. 

Í ársbyrjun 1985 komu ţeir Kiddi frćndi og Friđmar saman til mín í Skildinganes ţar sem ég leigđi ţá međ nokkrum ungmennum. Í poka voru ţar tvćr sjeneverflöskur og innan skamms lá í ritvélinni hjá okkur fullbúin minningagrein um Nonna frćnda og viđ vorum bara dáldiđ montnir af greininni. Svo opnuđum viđ seinni sjenever flöskuna og fannst einmitt á ţeirri stundu svoldiđ súrt ađ Nonni vćri ekki međ okkur. Hann hafđi dáiđ á ađventunni. 

Ţegar viđ Friđmar hittumst hin seinni ár drukkum viđ ekkert sterkara en kaffi og dugđi alveg. Sjeneverinn hafđi sinn tíma, kaffiđ líka. Samtöl viđ Friđmar voru mér alla tíđ ánćgjuleg og ţar fór mađur sem hafđi miklu ađ miđla í sögum en ekki síđur gamalgróinni og sígildri lífsskođun hins austfirska sveitabónda.

Blessuđ sé minning Friđmars í Tungu. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband