Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Fögnum fullveldi međan Evrópumenn gráta Lissabonsáttmála

Íslendingar fagna 91 árs fullveldisafmćli 1. des. og af ţví tilefni er Heimssýn međ fullveldishátíđ í Salnum í Kópavogi klukkan 17 ţar sem fulltrúar ţriggja stjórnmálaflokka flytja ávörp og frumflutt verđur verk eftir Atla Heimi. Sjá nánar hér http://www.heimssyn.is

Kostulegt ađ á sama tíma og viđ fögnum fullveldisafmćli gengur Lissabonsáttmálinn í gildi í sem dregur enn úr sjálfrćđi ţeirra landa sem eru í ESB.  Ţađ er samningur sem í reynd hefur veriđ felldur í ţjóđaratkvćđagreiđslum í ţremur löndum og öđrum ţjóđum hefur veriđ meinađ ađ kjósa um hann. Lissabonsáttmálinn er ţví ekki fagnađarefni frekar en yfirleitt ţegar völd eru fćrđ frá heimamönnum inn í stórar og ólýđrćđislegar stofnanir Brussel.


Ómerkilegt skrum eđa mikilmennskubrjálsemi

Krafan um ađ forseti Íslands synji Icesavelögum stađfestingar er ekki sett fram međ ţjóđarhag ađ leiđarljósi. Ţeir sem halda henni fram telja sig geta gert BETRI samninga viđ Breta og Hollendinga en ţađ er nákvćmlega ekkert sem bendir til ađ ţeir hinir sömu hafi rétt fyrir sér. Ţađ ađ setja Icesave máliđ í upplausn núna er ekkert annađ en ábyrgđarlaus sjálfumgleđi ţeirra manna sem láta sig engu varđa ţó ađ ţeirra eigiđ skrum setji ţjóđina í verri vanda en áđur. Ţađ er ekkert sem segir ađ nćsta samningalota okkar viđ Breta myndi ekki bara skila verri niđurstöđu.

Ţegar bankarnir féllu heyrđust strax ţćr raddir ađ Íslendingar ćttu ekki ađ taka á sig neinar skuldir eđa skuldbindingar bankanna og ekki ađ hleypa Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum inn í landiđ. Međal annarra héldum viđ Guđni Ágústsson ţessu fram inni á ţingi og innan Framsóknarflokks. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ hvorki í okkar flokka né í ţjóđţingi landsmanna var nokkur minnsti möguleiki á ţví ţá ađ vinna ţessari skođun meirihlutafylgi. Nú er ţađ er of seint! (Mátti kannski einu gilda hvađ ofan á yrđi í Framsóknarflokki sem um sömu mundir var falinn Valgerđi Sverrisdóttur til umsjónar.)

Ţađ sem gerđist í ţessu máli var ađ stjórnin sem ţá sat undir forystu Geirs Haarde tók ţá afstöđu ađ íslenska ríkiđ stćđi ađ baki innistćđum bankanna og jafnframt var ákveđiđ ađ hleypa AGS inn í landiđ. Í framhaldi var gerđur samningur (kallađ minnisblađ en skiptir engu) viđ Hollendinga um máliđ og ríkisstjórnin gaf öll fyrirheit um ađ ganga međ sambćrilegum hćtti frá málinu viđ Breta. Eftir ţađ og eftir ađ AGS kom inn í landiđ er algerlega út í hött ađ halda ađ íslensk stjórnvöld geti bođiđ heiminum öllum birginn.

Slík sýn á málin er eins og fyrr segir klassískt stjórnarandstöđuskrum - ađ vísu afar óviđeigandi vegna ţess hvađ hagsmunir ţjóđarinnar eru miklir. Ţađ eru reyndar margir sem gangast inn á sömu sjónarmiđ en ég átta mig ekki alltaf á hvađ mönnum gengur til, hvort ţar er á ferđinni einhverskonar naív einfeldni eđa eđa ţá mikilmennskubrjálsemi ţess sem trúir ađ Ísland geti ákveđiđ hvađ kemur út úr nauđasamningum okkar viđ stórţjóđir.

Ţađ var slík mikilmennskubrjálsemi sem hélt útrásarbyltingunni á floti og ţađ er kannski réttast ađ skipa utanţingsstjórn međ mönnum úr ţeirri hirđ...


Upplestur í kvöld kl. 20:30

stefan_fra_mo_rudal.jpgFjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudagskvöldiđ og ţrjú ţeirra fjalla um konur en sú fjórđa um Stefán í Möđrudal sem var fjarri ţví ađ vera kvenlegur ţó ađ raddbeiting hans vćri á köflum sérkennileg. Höfundarnir eru Sindri Freysson sem les úr bók sinni Dóttir mćđra minna, Pjetur Hafstein Lárusson sem les úr bók sinni Fjallakúnstner segir frá, Bjarni Harđarson sem les úr bók sinni Svo skal dansa og Hildur Halldóra Karlsdóttir les úr ţýđingu sinni á bók Menna Van Praag, Karlmenn, peningar og súkkulađi. 

Upplestrarkvöldiđ hefst klukkan 20:30 en húsiđ opnar 20:00 og allir velkomnir međan húsrúm leyfir. Notaleg kaffistemmning yfir bókum og spjalli.


Ţá ţýđir Arion svindl

Fari svo ađ banki ţessi kokki ofan í ţjóđina áframhaldandi eignarhald Jóns Ásgeirs ađ Bónusbúđunum ţýđir ţađ ađeins eitt. Orđiđ arion sem ekki hefur í dag merkingu í tungu okkar mun hér eftir merkja svindl.
mbl.is Arion fćr tilbođ um 1998
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđlausir pappírar ekki falir

Hćstaréttarlögmađurinn Brynjar Níelsson fékk ţau svör um helgina ađ hlutabréf Búnađarbankans (eđa hvađ hann nú heitir sá ágćti banki) í Jóni Ásgeiri vćru ekki til sölu. Ţađ er líka eins gott ađ ríkisbankinn sé ekki ađ selja slíkt skran - Jón Ásgeir er verđlausastur allra manna hér og jafnvel á öllu norđurhveli jarđar.

Nú skiptir öllu ađ jafnt Bónus og önnur skrímslisfyrirtćki ţessa lands verđi brotin niđur og seld í pörtum inn í frjálsa samkeppni. Viđ höfum ekkert viđ ţá menn ađ tala sem sjá glampann af ţví ađ viđhalda einokun útrásartímans.


Magnţrungin örlög og finnskur frásagnamáti

Yfir hafiđ og í steininn er merkileg bók um harmrćn og magnţrungin örlög en hvorki harmrćn né magnţrungin bók um merkileg örlög.

yfirhafid.jpgHvernig ćtla ég ađ rökstyđja ţessa fullyrđingu kann einhver ađ spyrja svo mótsagnakennd sem hún er, eđa er einhver munur á magnţrungnum örlögum og merkum eđa ţví sem er merkilegt og ţví sem magnţrungiđ. Jú, hér er sögđ saga af ţjóđ Ingerlendinga sem flýr miskunnarlausa útrýmingu Stalínismans sem nćr krumlu sinni inn í Finnland međ friđarsamningum í lok stríđsins. Örlög okkar flestra eru í einhverju merkileg en örlög ţessa fólks eru eitthvađ miklu meira, ţau eru magnţrungin og harmrćn. 

Viđ komumst nćst ţessum veruleika ţegar Ingerlendingar sem fara austur yfir lofa ađ skrifa til baka og vitandi ađ Bería les allan póstinn hafa ţeir fyrir dulmál ađ ef allt er í lagi er ástandiđ gott en ef ţađ er slćmt ađ frétta ţá muni ţeir segja ađ allt sé í allra besta lagi. Og svo koma póstkortin međ fréttum um ađ allt sé í allra besta lagi.   

En í stađ ţess ađ höfundur geri annars mikiđ úr ţeirri neyđ og dauđans alvöru sem flóttinn stendur fyrir er sagt frá siglingum finnskra smábćnda yfir Helsingjabotn af slíku fálćti ađ stundum veltir mađur fyrir sér hvort höfundurinn sé algjörlega dofinn fyrir hryllingnum sem er handan landamćranna.

Sumpart fannst mér ţetta ríma viđ afar óviđeigandi léttúđ sem var yfir umrćđunni um örlög Ingerlendinganna ţegar Egill Helgason rćddi viđ höfundinn Tapio Koivukari í Kiljunni um daginn, rétt eins og ţađ vćri bara eitthvađ broslegt viđ ţađ ađ Stalín hefđi drepiđ alla sem hann náđi í. 

En kannski er ţetta eđlilegur finnskur frásagnarmáti af stórmćlum. Og ţrátt fyrir ţetta fálćti og kćruleysisbrag sem á stundum einkennir söguna ţá tekst höfundi stórvel ađ fara međ lesendur sína í stórsjó, lífshćttur og inn í finnskar knćpur ţar sem viđ förum allaleiđ í óćđri endann.

Áhugaverđ bók um enn áhugaverđari atburđi.


Jarđýtustíllinn

Ţađ er einhver jarđýtustíll yfir ţessum ummćlum Jóhönnu eins og Mogginn kýs ađ hafa ţau yfir. Kannski sagđi hún ţetta allt öđru vísi. Í mínum huga er ekki ađalatriđi ađ ryđja umhverfisverndarsjónarmiđum á Reykjanesi úr vegi og ég velti ţví fyrir mér hvernig umhverfissinnum á nesinu ţví líkar ţetta. Sjálfur hefi ég alltaf veriđ efasemdarmađur um álver ofan í hesthúsahverfi Keflvíkinga en ef ţađ má koma bćđi línum og álveri fyrir ţannig ađ skaplegt sé er lítiđ viđ ţessu ađ segja. En er Jóhanna ţá líka til í ađ borga fyrir Helguvíkurhöfnina, - ekki get ég séđ ađ Árni Sigfússon geri ţađ!

Vont ađ kunna ekki sćnsku

515772Ég held ađ ég hafi aldrei fundiđ fyrir neinni vöntun ađ geta ekki bloggađ á sćnsku - ekki fyrr en í dag ađ mig langar ađ blogga ađeins um Björgólfana og hvernig ţeir hafa skiliđ viđ Ísland og á sćnsku vitandi ađ allir sćnskir sósíaldemókratar fara inn á síđuna mína, allavega ef hún nú bćđi skyldi nú og myndi vera á sćnsku...

Jón Kalman og Gyrđir í Bókakaffinu í kvöld

gyrdir_eliassonJón_Kalman_StefánssonÍ kvöld klukkan átta mćta stórskáldin Gyrđir Elíasson og Jón Kalman Stefánsson í Sunnlenska bókakaffiđ og lesa úr verkum sínum.

Samkoman hefst klukkan 20:30 og allir velkomnir međan húsrúm leyfir.

Ţađ er óhćtt ađ lofa ţví ađ andinn mun svífa í kvöld ţví báđir hafa ţeir félagar skilađ afbragđsverki nú í vertíđinni.  


Hrollvekjandi viđtal

Nú eru jólaannir og langt ţví frá ađ ég megi vera ađ ţví ađ blogga um stjórnmál en viđtaliđ sem Kastljós RÚV birti viđ Jóhannes í Bónus var hrollvekjandi. Ekki ađallega vegna barnalegrar sjálfumgleđi Jóhannesar yfir ţví ađ standa einn uppi af kaupmönnum međan ađrir hefđu fariđ á hausinn - heldur ekki síđur útaf spurningunum sem voru stundum eins og pantađar af viđmćlenda.

Eđa hvađ á ţađ ađ ţýđa ađ hver mađur éti upp eftir öđrum ađ öll ţau fyrirtćki sem nú eru farin á hausinn, Baugur, Penninn, 365, Húsasmiđjan, Mogginn o.s.frv. hafi veriđ svo frábćrlega vel rekin en bara fariđ niđur fyrir vélan vondra manna. Öll ţessi fyrirtćki fóru af sjálfsdáđum á hausinn og ţađ er ekkert sem bendir til ađ ţetta séu mjög glćsilegar rekstrareiningar. Útfrá hefđbundnum rekstarmódelum eru ţessi fyrirtćki öll of lítil til ađ geta nýtt sér almennilega hagkvćmni stćrđarinnar og alltof stór til ađ njóta ţeirra ávaxta sem fylgja litlum rekstrareiningum. Tilfelliđ er ađ á Íslandi er bara hćgt ađ reka frekar litlar einingar, (sirka innan viđ 100 starfsmanna,) af einhverju viti ţví íslenskar einingar geta aldrei orđiđ alvöru stórar. Ekki hér á heimamarkađi.

Baugsveldiđ setti fjölda heiđarlegra atvinnurekenda á hausinn af ţví ađ ţar voru viđ stjórnvölinn alvöru kapítalistar sem ekki létu sér detta í hug ađ safna skuldum á sama hátt og Bónusfeđgar hafa gert. Ţessir áttu heldur ekki banka til ađ fela skuldirnar.

Nú velta ţessir feđgar yfir ţjóđina ógreiddum skuldum upp á hundruđi milljarđa og svo hleypir Kastljósiđ í viđtal viđ hinn gamla og geđţekka kaupmann sem bregst okkur viđskiptamönnum sínum hrapalega međ ţví ađ  ţrćta eins og sprúttsali og neita ađ rćđa um tölur!

Hverslags bananalýđveldi er ţetta ađ verđa. Nei, kannski ekki banana heldur vínberja-lýđveldi...


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband