Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Kanill útnefndur til Fjöruverđlauna

Ljóđabókin Kanill eftir Sigríđi Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverđlaunanna viđ hátíđlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík. sigga_jons.jpg

Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sćmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóđabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóđ og ćvintýri um kynlíf. Ţađ er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sćmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og ţetta er okkur mikill heiđur. kanill_copy.jpg

Fjöruverđlaunin voru fyrst veitt 2007 en ađ ţeim standa Rithöfundasambandiđ og Hagţenkir. Veitt eru ţrenn verđlaun, fyrir fagurbókmenntir, frćđirit og barnabćkur. Í fyrri umferđ eru tilnefnd ţrjú verk í hverjum flokki til verđlauna eđa alls 9 en á nýju ári verđa svo  ţrjú ţeirra valin til ađ hljóta sjálf verđlaunin.

Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:

Hreinskiptin og tilgerđarlaus bók, nýstárleg ađ formi og innihaldi, međ sjö ljóđum og einu ćvintýri. Bókina einkennir erótík međ femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.


Lobbi ber lof á Kanil

gudm_ol.jpgGuđmundur Ólafsson hagfrćđingur og Sigurđur G. Tómasson útvarpsmađur dćma bćkur ţćttinum Bubbi og Lobbi á ÍNN.

Ţar barst nú í tal bókin Kanill og um hana sagđi Guđmundur, ţ.e. ađ segja Lobbi m.a.:kanilll.jpg

Ţetta er bók eftir eftir Sigríđi Jónsdóttur en hún er bóndi í Arnarholti í Biskupstungum ...  Bókin heitir Kanill og er ákaflega nćrfćrin og opinská lýsing Sigríđar á ástalífi, alveg óvenjulega  hreinskiptin. Ég verđ ađ segja ađ ţessi bók kom mér verulega á óvart. Ég hvet nú alla til ađ kynna sér ţessa bók.

Betri dóm er eiginlega ekki hćgt ađ fara fram á.

Ţáttinn í heild er hćgt ađ hlusta á hér en Kanill er eiginlega akkúrat í miđjum ţćtti. 


Falskur Ţorlákur eđa falskur Reykás

Spegillinn birti í gćrkvöldi ágćtt viđtal viđ Súsönnu Margréti Gestsdóttusagnfrćđing um tilhneigingu manna til ađ falsa söguna og sveigja ađ sínum skođunum og tíđaranda. Súsanna hafđi margt ágćtt fram ađ fćra og var málefnaleg í tali framan af en skipti svo um ţegar ţegar hún fór ađ tala um Ţorláksbúđ. Orđrétt:

Já eigum viđ ađ tala ađeins um ţetta kúnstuga mál um Ţorláksbúđina sem allar heimildir segja ađ hafi veriđ skemma og reist snemma á 16. öld, - og ţađ 350 árum eftir dauđa Ţorláks helga,  sem skemman hefur veriđ tengd viđ og látiđ í veđri vaka ađ skemman svona tengist honum og hafi jafnvel veriđ notuđ sem dómkirkja frekar heldur geymsla.

Ţetta er hlćgileg uppákoma en svo hćttir hún ađ vera hlćgileg ţegar mađur sér ađ menn rjúka af stađ og byrja ađ hlađa bygginguna upp ađ nýju međ mikilli ánćgju án ţess einu sinni ađ vera búnir ađ fá til ţess leyfi vegna ţess ađ hún sé svo merkileg.

En afhverju getur góđ skemma ekki veriđ merkileg eins og hvađ sem er annađ, afhverju ţarf vera ađ kalla hana dómkirkju en ţarna er veriđ ađ fara mjög frjálslega međ söguna...

Rćđa Súsönnu Margrétar líkist helst góđri klippu af Ragnari Reykás ţar sem hún endar á ađ tala um ađ skemma geti nú veriđ merkileg eins og hvađ annađ.

Í fyrsta lagi hefur veriđ rćtt um ţađ ađ Ţorláksbúđ hafi einmitt veriđ skemma, t.d. hér og hér. Ţađ er aftur á móti rangt hjá Súsönnu ađ húsiđ hafi aldrei veriđ notađ sem dómkirkja, fyrir ţví eru heimildir ţó enginn haldi ađ ţađ hafi veriđ byggt til ţeirra nota.

Og ţađ er vafasamt ađ fullyrđa mikiđ um ţađ hvenćr hús ţetta var fyrst reist og eiginlega fráleit sögufölsun ađ efast um ađ bygging ţessi tengist Ţorláki helga ţó vitaskuld hafi hann ekki veriđ sjálfur hér ađ verki.

Eđa hvađa annar Ţorlákur kemur til greina?


Ánćgjulegt og tímabćrt

Ţađ er ánćgjulegt ađ malarnám á jafnsléttu keppi nú viđ Ţórustađanámuna. Ţó svo ađ unnin hafi veriđ mikil spjöll á Ingólfsfjalli međ malarnámi ţá á sáriđ eftir ađ verđa enn ljótara á nćstu árum. Ţađ er ekki of seint ađ hćtta villimannlegri árás á fjalliđ okkar.
mbl.is Efnistaka á rćktuđu landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband