Að svíkja kosningaloforð

Nokkur umræða fer nú fram um Evrópustefnu sitjandi ríkisstjórnar og ekki öll mjög hófstillt. Með pólitískum loftfimleikum er því haldið fram að ríkisstjórnarflokkarnir svíki gefin kosningaloforð ef þeir fylgja stefnum og fundasamþykktum flokka sinna og slíta aðildaviðræðum við ESB.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga voru umræður um aðild að ESB ekki miklar og svolítið ruglingslegar. Vinstri flokkarnir sem hrökkluðust frá völdum eftir að hafa sett allt sitt afl og sína æru í ESB aðild voru áhugalitlir um þessa umræðu þar sem hún var þeim síst til frama. Hægri flokkarnir tveir sem nú sitja að völdum vonuðust til að halda innan sinnan raða bæði já og nei sinnum ESB málsins og vildu því heldur ekkert um málið tala.

Sá sem hér skrifar var í hópi andstæðinga ESB aðildar sem tefldu fram lista til þess að skerpa á þessari umræðu og standa vörð um fullveldisbaráttuna. Flest komum við úr VG en sá flokkur var þá fyrir löngu genginn í björg heimatrúboðs ESB sinna. Með því að bjóða upp á kost þar sem í enginn afsláttur væri gefinn frá einarðri kröfu um tafarlaus slit ESB viðræðna töldum við okkur þrýsta á stóru flokkana að hvika ekki frá eigin samþykktum. Það er fljótsagt að við höfðum þar algerlega erindi sem erfiði.

Þrátt fyrir hik og margskonar orðagjálfur véku hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur frá þeim stefnum sem markaðar höfðu verið í grasrótum flokkanna og samþykktar á þingum að aðlögunarferli ESB skyldi stöðvað og það tafarlaust.

Sú ríkisstjórn sem nú situr er ekki líkleg til afreka í þágu almennings. Gjafir til handa heimilunum í landinu eru nú framkomnar í ríflegum skenkingum til þeirra heimila sem halda á kvóta í sjávarútvegi. Það eru vissulega fjölskyldur líka og kannski þær einar sem flokkarnir voru samstíga um að fá ættu gjafafé.

En í ESB málinu voru ríkisstjórnarflokkarnir algerlega samstíga. Það er lágmarkskrafa okkar allra sem studdum að því að koma hinn óvinsælu ESB-stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá völdum að þeir sem nú ráða standi hér við gefin loforð.

(Birt í Morgunblaðinu 15. mars 2014) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu. Tek hér undir hvert orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2014 kl. 23:54

2 identicon

Menn tala um að gjá myndist milli þjóðarvilja og þingvilja við vissar aðtæður.Þá eigi forsetinn að grípa inní. En nú hefur það undarlega gerst að gjá er milli skilnings afgerandi meirihluta þjóðarinnar og skilnings Bjarna Harðarsonar.Kosningarnar um icesave samningana höfðu mikil djúppólitísk áhrif. Kjósendurr hafa lært að þeir geta haft áhrif og það sem mikilvægara þeim finnst þeir hhafa rétt til að hafa áhrif.Þess vegna er það markleysa að vísa í fundasamþyktir ef margítrekaðar yfirlýsingar hafa annað innihald. Þau 50000 sem hafa skrifað undir og vilja kjósa um áframhald viðræðna hafa ekki misskilið fundasamþykktir. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur ekki misskilið fundasamþykktir. Sá sem heldur sliku fram hefur sagt skilið við pólitískan veruleika. Ljóst er að í því máli getur forsetinn ekki gripið inní.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 07:23

3 Smámynd: Óskar

Þeir sem skilja ekki að kosningaloforð hafa verið svikin í storum stíl af þessari ríkisstjórn hljóta að hafa eitthvað annað móðurmál en Íslensku.

Óskar, 16.3.2014 kl. 11:09

4 identicon

Viltu ekki bara senda þínum mönnum tölvupóst? Þú ert ágætur í því.

Friðrik (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 12:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Óskar, þeir sem skilja ekki að ríkisstjórnin er í ´þessu máli að vinna að stjórnarsáttmálanum, eru með eitthvað annað á milli eyrnanna en heila. Þið eruð líkari nashyrningum sem hlaupa beint áfram, án þess að nokkurn tímann gefa ykkur tíma til að stoppa og skoða hvaða bull þið eruð að bera á borð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 12:20

6 Smámynd: Óskar

Ásthildur það sem ég hef lesið eftir þig hingað til á netinu bendir nú ekki til þess að þú hafir starfandi heilasellur í hausnum. 

Það sem þú skilur ekki og greinilega ekki Bjarni email heldur er að stjórnarsáttmáli getur aldrei gengið algjörlega á skjön við það sem viðkomandi flokkar lofa í kosningabaráttu nema við viðurkennum það sem réttlætanlega hegðun að ljúga að þjóðinni, að ljúga sig til valda.  Það eru til ótal upptökur af forsvarsmönnum beggja stjórnarflokkanna þar sem þeir LOFA kosningu um ESB áframhald ,ekki bara á kjörtímabilinu heldur á fyrri hluta þess.  Þessir flokkar skulu ekki komast upp með það að skeina sér á þjóðinni, senda henni puttann eftir að hafa logið sig til valda með loforðum sem þær ætluðu sennilega aldrei að efna.  Þjóð sem lætur bjóða sér slíkt er aum þjóð og vesæl.  Fólk sem réttlætir svona framkomu er siðblint eða heimskt og sennilega hvorutveggja.

Óskar, 16.3.2014 kl. 12:41

7 identicon

Óskar, þú heldur því fram að stjórnarflokkarnir hafi lofað að gefa þjóðinni tækifæri til þess að kjósa um framhald aildarviðræðna og þeir eigi að standa við það loforð. Í ljósi þess og svo hins að líklega myndi meirihluti vilja áframhaldandi aðildarviðræður til að sjá hvað komi út úr samningi, þá vakna eftirfarandi spurningar sem mér þætti ágætt að þú svaraðir.

1.  Viðræðurnar voru settar á ís í tíð síðustu ríkisstjórnar án þess að spurja þjóðina álits, af hverju heldurðu að menn hafi ekki mótmælt þvi, t.d. þú, hvattir þú til þess að þjóðin fengi aðkomu að málinu þá?

2. Nú hefur komið fram að viðræðurnar stöðvuðust vegna þess að komið var að því að íslendingar yrðu að aðlaga sjávarútveg sinn að ESB eða með öðrum orðum að hleypa ESB inn í landhelgina, ESB sjálft stöðvaði ferlið (þó svo að Össur og félgagar hafi sjálfir sagst hafa sett viðræðurnar á ís sbr. spurningu 1) vegna þess að það hafði ekki trú á að íslendingar væru tilbúnir að gefa eftir í sjávarútvegsmálum. Ef kosið verður um að halda áfram "viðræðum" eins og þjóðarvilji virðist standa til þá felst í því að við eigum að gefa eftir varðandi landhelgina (annars verður viðræðum ekki haldið áfram af því að þær stöðvuðust vegna þess).

Telur þú eðlilegt að ríkisstjórnarflokkar sem komust til valda m.a. út á skýr loforð og stefnu um að hætta viðræðum, að þeir svíki það megin loforð út á hin sem eftir þínu mati snýr í allt aðra átt, þe. að halda áfram viðræðum?

Eða með öðrum orðum: 

Hafi stjórnarflokkarnir lofað tvennu í gagnstæðar áttir, hvernig á að meta hvort  eigi að efna? 

3. Nú hafa kannanir trekk í trekk sýnt að meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB, um leið krefst meirihluti þjóðarinnar að halda áfram aðlögun að ESB sem fellst m.a. í  að hleypa því inn í landhelgina, er þetta ekki vísbending um að þjóðin hafi verið blekkt og trúi en á lygina um að kýkja í pakkann, er þá ekki augljóst að umræðan er ekki nægilega upplýst fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald? 

4. Hefurðu nokkra skýringu á því af hverju svo margir sem kerfjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þögðu þunnu hljóði þegar alþingi skutlaði umsókninni inn án þess að spyrja þessa sömu þjóð?    Finnst þér ekki þannig gæta hræsni í þessari umræðu sem þar með gerir hana heldur ótrúverðuga? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 13:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óskar það eru ykkar ær og kýr, fara í manninn en ekki boltann. niðurlægjandi komment um að fólk sé heimskt, hafi ekki heilasellurnar í lag og viti ekki og kunni ekki. Þeir sem segja frá reynslu sinni eins og Jón Bjarnason fer með fleipur. Hvernig á að taka mark á svona málflutningi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 13:59

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tvær örstuttar spurningar til Hrafns Arnarsonar, sem ritar athugasemd hér fyrir ofan:

Hversu margir þeirra sem ritað hafa sitt nafn á undirskriftalistann þar sem krafist er að BB standi við sitt kosningaloforð, kusu þann mann í síðustu kosningum?

Geta einhverjir aðrir en þeir sem hann kusu krafist þess að hann standi við sitt kosningaloforð?

Það má svo sem útfæra þessar spurningar örlítíð og spyrja hveru margir sem ritað hafa sitt nafn í undirskriftasöfnuninni kusu Sjálfstæðisflokkinn og hvort aðrir en kjósendur hanns geti krafið flokkinn um að standa við þau loforð sem formaðurinn gaf, í andstöðu við samþykkt landsfundar.

Ég krefst þess að flokkarnir sem nú mynda ríkisstjórn standi við þau loforð sem frambjóðendum þeirra var uppálagt að fylgja, loforð sem grasrót þessara flokka samþykkti og engum er heimilt að breyta nema grasrótinni. Ekki einu sinni þeim sem titlaðir eru formenn! Og ég hef fulla heimild til slíkrar kröfugerðar, þar sem mitt atkvæði féll öðrum þessara flokka í skaut, í síðustu kosningum.

Þeir sem aðra flokka kusu ættu að snúa sér að því að krefja sína þingmenn um að standa við sín kosningaloforð!!

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2014 kl. 14:32

10 Smámynd: Óskar

Ásthildur Cesil skammast í mér fyrir að tala um að fólk sé heimskt - Áður hafði hún sjálf sagt þetta "þeir sem skilja ekki að ríkisstjórnin er í ´þessu máli að vinna að stjórnarsáttmálanum, eru með eitthvað annað á milli eyrnanna en heila." - Ásthildur lestu það sem þú bullar sjálf áður en þú ásakar aðra fyrir það sama og þú gerir.

Bjarni Gunnlaugur hér eru svörin.

1.  Viðræðurnar voru settar á ís vegna kröfu VG sem voru skíthræddir fyrir kosningar.  Þeim var ekki slitið og því óþarfi að spyrja þjóðina, það var bara ákveðið að hafa viðræðuhlé fram yfir kosningar.

2. Það er rangt að viðræðurnar hafi stöðvast vegna þess að það átti að aðlaga sjávarútveginn og hleypa erlendum skipum inn í landhelgina.  Þetta er ekki bara rangt, þetta er dómadagsbull ættað frá því ómarktæka fífli sem Jón Bjarnason er, enda heldur ekki nokkur annar maður þessari þvælu fram.  

3.  Allar þjóðir sem ganga í ESB hafa fengið ýmsar sérlausnir sem lúta að þeirra prívat málum og engir tveir aðildarsamningar eru eins, þetta hefur margkomið fram en það er eins og þið  esb hatarar séu búnir að berja hausinn svo rosalega fast í steininn að steinninn sé orðinn gáfaðri en hausinn. - afhverju í andskotanum heldur þú að það þyrfti að eyða mörgum árum í viðræður ef þetta væri bara einhver staðlaður samningur sem við ættum bara að skrifa undir punktur basta ?  Ef svo væri þá væri nóg að faxa draslinu á skerið og svo aftur til baka með undirskrift.  En þannig er það að sjálfsögðu ekki eins og flestir vita.

4. Já afhverju var þjóðin ekki spurð þegar ákveðið var að hefja viðræður spyrð þu.  Eftir á að hyggja hefði verið rétt að láta þjóðina kjósa um það, það er rétt.  Hinsvegar voru aðstæður þannig í þjóðfélaginu þá að sú kosning hefði aðeins verið formsatriði, ef ég man rétt var stuðningur við ESB umsókn um 70% um þetta leyti og meiraðsegja báðir þeir flokkar sem eru við stjórn í dag voru almennt séð hlyntir þessum viðræðum.

Íslendingar eru nefnilega óttalegar mellur í sér.  Þegar allt er hér á vonarvöl þá betlum við , grenjum og vælum og viljum fá peningana annarsstaðar frá fyrir sem minnstan tilkostnað.  Svo þegar ástandið skánar, eins og það gerði síðustu ár, -þökk sé fráfarandi ríkisstjórn- þá erum við allt í einu nógu góð til að standa á eigin fótum, meiraðsegja svo góð að ráðherrar framsóknar gera í því að niðurlægja og móðga vinaþjóðir enda eigum við orðið afskaplega fáa vini.  Meiraðsegja Færeyingum er greinlega nóg boðið eins og kom í ljós í síðustu viku.  Þegar sveitatuddar, dónar og durgar eru gerðir að ráðherrum þá kostar það og það er að koma í ljós.

En ég hef líka spurningar:

Hversvegna eru lífskjör í þeim N-Evrópuríkjum sem við berum okkkur helst saman við miklu betri en á Íslandi þó þessar þjóðir séu margfalt fjölmennari og eigi varla nokkrar auðlindir ?

Hversvegna vilja ESB andstæðingar ekki að þjóðin njóti alvöru gjaldmiðils, lækkaðs vöruverðs, lækkaðra vaxta og afnám verðtryggingar ?

Hversvegna treystir landbúnaðurinn sér ekki til þess að aðlagast breyttu umhverfi ?  Hversvegna eiga skattborgarar hér að greiða tugi milljarða árlega til að viðhalda landbúnaði sem er fullkomlega óarðbær ?

Varðandi sjávarútveginn vil ég svo segja þetta:  Missum við þessa auðlind ef við göngum í ESB ?  Svarið er nei, vegna þess að við eigum ekki þessa auðlind!  Hún er í höndum 20 fjölskyldna eða svo sem hirða allan gróðann og fela hann svo sennilega í skattaskjólum erlendis!   Svo gera þessi fyrirtæki að sjálfsögðu upp í Evrum (krónan er fín til að arðræna mörlandann en ekki nógu fín í uppgjörin).  Svo fá þessir herramenn afskrifað eftir pöntunum milljarða hér og milljarða þar.   Satt að segja held ég að íslenskum sjávarútvegi væri mun betur stjórnað frá Brussel, að eru allavega meiril líkur á því að þjóðin fengi að njóta ávaxtanna af þessari auðlind heldur en hún gerir núna.

Óskar, 16.3.2014 kl. 16:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Óskar ég sagði svona það er rétt, en það er vegna þess að það er alveg sama hvaða rök eru fram sett, hvað fólk sem vit hefur á segir, hvað stendur í skýrslum og frá ESB sjálfu, aðildarsinnar neita að trúa því, af því bara. Og svo fara þeir í manninn en ekki málefni. Það er nefnilega talsverður munur á því að segja að fólk hljóti að vera heilalaust þegar það fylgist ekki með eða hlustar ekki, eða að ráðast að manneskju sem er í umræðunni. En þú sérð væntanlega ekki mun á því?

Og þú ert enn við sama heygarðshornið með undanþágur, þegar það er löngu komið fram að Ísland fær engar undanþágur sem máli skipta, hvorki í Sjávarútvegsmálum né landbúnaði. Það er marg búið að sýna fram á að þær undanþágur sem hafa fengist eru slíkar að þær skipta nákvæmlega engu máli eins og á Möltu. Og svo tímabundnar undanþágur meðan ríki eru að aðlaga sig sambandinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 17:26

12 identicon

Óskar

Hvernig skýrir þú út Lífskjör í Noregi og Sviss 

Hvorugt landið í EES

Hvernig skýrir þú út atvinnuleysi í EES löndum????

Er það vegna þess að við erum ekki í EES

Sæmundur (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 17:45

13 Smámynd: Óskar

Sæmundur óó, veist þú ekki  að Noregur ræður yfir einhverjum mestu olíuauðlindum jarðar ?  Sviss nýtur þess að hafa  eitthvert stapílasta og traustasta bankakerfi í heiminum og er alþjóðleg fjármálamiðstöð - svona eins og hrunverjarnir ætluð að koma á fót á Íslandi en settu það á hausinn í staðinn.

Atvinnuleysi er mjög mismunandi eftir ESB löndum (geri ráð fyrir að þú ruglir óviljandi saman ESB og EES).  Atvinnuleysi hefur svona gegnumgangandi verið meira í Evrópu og reyndar í USA líka en hér á landi.  Það er alls óvíst að ESB aðild hefði einhver áhrif á atvinnuleysist tölur hér á landi nema til hins betra því fjárfesting mundi aukast og atvinnulífið sennilega þvert á móti taka við sér. 

Spurning til ykkar :  Hversvegna vill EKKERT ég meina ALLS EKKERT ríki ganga úr ESB ? Ekki einu sinni þau verst settu ?  Það hlýtur að vera ástæða fyrir því.

Óskar, 16.3.2014 kl. 18:23

14 identicon

Hef ekki tíma eins og er til að svara öllu bullinu Óskar, en öðrum er það velkomið ef vilja!         Bara eitt með auðlindirnar  ESB sinnar tala af og til niður til auðlinda eins og fisksins hér og segja jafnvel að þær geti verið til trafala (sbr. Þorvaldur Gylfason ´nýlega) en þegar bent er á hagsæld Noregs utan ESB þá er alltaf sagt að þeir eigi svo mikla olíu!   Ha. ha. ha.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 18:58

15 Smámynd: Óskar

Bjarni Gunnlaugur - er það bull að Noregur eigi mikið af olíu ????

Óskar, 16.3.2014 kl. 19:04

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bretar íhuga að fara út sambandinu, það er séfellt meiri þrýstingur á ríkisstjórnir annara landa að segja sig frá ESB, til dæmis í Svíþjóð, Finnar eru líka orðnir óþolinmóðir, ég veit persónunlega að í Austurríki er þung undiralda vegna þess að þeir telja sig þurfa að halda uppi fátækari ríknum með sköttum sínum, auk þess að vera algjörlega á móti sífellt áleitnari sameiningu ESB ríkja, sama á við um Ítalíu, Spán og Frakkland. Þegar bretar segja sig frá sambandinu er afar líklegt að fleiri fylgi í kjölfarið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 19:23

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrafn Arnarson opinberar enn fáfræði sína með því að halda því fram að einhver óskráð regla segi að ef gjá myndist milli þings og þjóðar, þá eigi forsetinn að grípa inní.

Í fyrsta lagi er engin gjá hvað varðar inngöngu í sambandið, Ar hefur alltaf verið skýr meirihluti gegn inngöngu.

Í öðru lagi þá er hér um að ræða deilur um þingsályktunartillögu en ekki lagasetningu. Þingsályktanir koma ekki inn á borð forseta til áfríunnar heldur aðeins lagasetningar.

Bjarni Ben hefur nú sagt að það sé ekki óhugsandi að þjóðin fái að segja álit sitt á þessari tillögu, en þá stígur Árni Páll í pontu segir að það sé alls ekki vilji Samfylkingarinnar og hafnar þessum möguleika. Hvað hann vill, hefur hann ekki tjáð sig skírt um.

Kannski vill hann senda Gunnar Braga til Brussel til að kyngja öllu því sem síðasta ríkistjórn gat ekki kyngt, til að þvinga fram óásættanlega niðurstöðu og þar með heimta að ríkistjórnin brjóti öll þau loforð sem hún var kjörin útá. Sú krafa kemur þessari þingsályktunartillögu ekkert við að auki.

Málið er nú í útanríkismálanefnd. Þar verða væntanlega rædd og rannsökuð þau atriði, sem enn eru í vísvitandi í myrkri hvað þetta varðar. Þ.e. Hverjar voru kröfur sambandsins fyrir opnun kaflans um sjávarútvegsmál, sem voru svo óaðgengilegar að málið sigldi í strand.

Í öðru lagi verður reynt að ná rýniskýrslu sambandsins um kaflann úr klóm sambandsins auk þess að fá fram hver það var innan fyrrverandi ríkistjornar sem bað þá um að neita Steingrími um þá skýrslu. Semsagt, hvað er það í þessum tvíhliða og "gagnsæju" viðræðum, sem ekki þolir dagsins ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 20:20

18 identicon

Varðandi spurningu 2 þá er svar þitt við þeirri spurningu út í hött lestu t.d. þetta http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/Vidauki_I_lokaskjal.pdf  

Jón Bjarnason er ekki á bak við þessa skýrslu sem þó staðfestir orð hans. sbr. þetta úr skýrslunni: "

10.4.2 Sjávarútvegur

Þegar viðræðuhlé var gert hafði 13. kafli um sjávarútveg ekki verið opnaður. Meginástæðan fyrir því var sú að framkvæmdastjórnin hafði ekki gefið út rýniskýrslu vegna kaflans þrátt fyrir að rýnifundum hefði lokið í byrjun mars árið 2011. Var það jafnframt eini kaflinn sem var í þeim farvegi. Rýniskýrsla var forsenda fyrir því að viðræður um kaflann um sjávarútveg yrði opnaður. Hafði Íslandi því ekki verið boðið að leggja fram samningsafstöðu um sjávarútvegskafla til undirbúnings aðildarviðræðum. "

Viðræðurnar stöðvuðust semsagt vegna þess að ESB hætti þeim sjálft.  Hvers vegna?

Áfram úr skýrslu: "Voru þar kynntir þeir fyrirvarar um sjávarútvegsmál sem fram koma í meirihlutaáliti utanríkismálanefndaren þeir snúa í meginatriðum að forræði yfir sjávarauðlindinni, forsvari við hagsmunagæslu við samningagerð í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og að ekki sé veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir til að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi. " 

Þetta var semsagt samningsafstaða Íslendinga og ESB ekki að skapi. Þjóðaratkvæði sem krefðist áframhaldandi viðræðna snérist þá um að gefa eftir í þessum atriðum, þ.e. að hleypa erlendum útgerðum í landhelgina.

Einnig kemur ljóslega fram í þessari skýrslu að um aðlögun var að ræða en ekki að kíkja í neinn pakka.  Við áttum að "aðlaga" sjávarútveginn áður en við gengjum svo í ESB. Þetta höfðum við ekki gert og því stöðvuðust viðræðurnar af hálfu ESB  sbr:

"Í áðurnefndum framvinduskýrslum framkvæmdastjórnarinnar sagði ennfremur að engar breytingar hefðu í meginatriðum átt sér stað í átt að stefnu sambandsins á sviði sjávarútvegs. Sjávarútvegsstefna Íslands væri almennt séð ekki í samræmi við réttarreglurnar á sviði stjórnunar. Engar meiri háttar breytingar hefðu átt sér stað á fiskveiðistjórnanarkerfi á Íslandi. Takmarkanir á staðfesturétti og þjónustustarfsemi og frjálsu flæði fjármagns væru enn til staðar. Ekkert hafi verið gert að því er varðar það að aflétta takmörkunum á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi en þær séu ekki til samræmis við réttarreglurnar. "

ESB var semsagt pissfúlt yfir að við skyldum ekki byrja á að hleypa erlendum útgerðum inn í landhelgina ÁÐUR en við fengjum aðildina samþykkta. Semsagt AÐLÖGUN en ekki að kíkja í pakkann. 

Sjá einnig þetta úr skýrslunni: "í grundvallaratriðum gengur aðildarferli ESB út á að undirbúa umsóknarríki fyrir aðild. Þar sem opnunarviðmið varða gerð tímasettrar aðgerðaáætlunar um hvernig og hvenær ríki aðlagast löggjöf og stefnu sambandsins hefði Íslandi með því í raun verið sett óaðgengilegt skilyrði í ferlinu. "

Niðurstaða mín er sú að þú, Óskar, sért bara bullari og froðusnakkur að telja Jón Bjarnason fara með rangt mál, auk þess ertu alveg úti að aka með af hverju viðræðurnar stöðvuðust er hver var gerandinn í því máli!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 23:25

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskar les greinilega ekki blöð heldur "veit" hlutina á einhvern yfirnátturlegan hátt. Ef hann hefði fylgst með, þá vissi hann t.d. að mikil og vaxandi andtaða er við ESB aðild í bretlandi og reynt er að knýja fram kosningar um úrsögn eða ekki, sem lofað er 2017.

Fleiri lönd innan ESB eru með neikvætt fylgi gagnvart sambandinu. Aðeins gömlu kommúnistaríkin eru áköf um að halda sig þar inni í skjóli frá russagrílunni. Þeir eru sáttir við það að vera afram vanþróuð láglaunasvæði, sem skaffa ódýrt vinnuafl fyrir auðugustu þjóðirnar. Frá þeim löndum eru milljonir farandmanna á lusalaunum, búandi i ómannlegum aðstæðum fjarri fjölskyldu og heimaslóð. Þetta eru þrælakistur hins nýja lénsveldis teknókratanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 21:50

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svo must read fyrir snillingana Rafn og Óskar. Hver skyldi nú hafa stöðvað viðræðurnar og af hverju?

http://evropuvaktin.is/frettir/32708/

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2014 kl. 22:12

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er merkilegt í ljósi undirskriftasöfnunarinnar nú og kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sýnir mér svo ekki verður um villst að Samfylkingin er að spila svarta Pétur á afar samviskulausan hátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2014 kl. 23:46

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæru Ásthildur og Jón Steinar.: Við sumt fólk er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Bjálfarnir hér að ofan, eru góð dæmi um það. Ég fletti svona flestu, flesta daga og reyni að fylgjast með. Ruglið sem aðildarsinnar hins vegar dæla yfir alla miðla í dag er slíkt, að einföld sál gleðst óskaplega að vita af ykkur og fleirum þarna úti á ykkar "kaliberi".

"Sinnarnir" opinbera hins vegar fáfræði sína betur og betur, með hverjum deginum sem líður.

Látum þá drulla upp í eigið rassgat. Þeir eru akkúrat komnir á þann stað.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2014 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband