Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Ađ svíkja kosningaloforđ

Nokkur umrćđa fer nú fram um Evrópustefnu sitjandi ríkisstjórnar og ekki öll mjög hófstillt. Međ pólitískum loftfimleikum er ţví haldiđ fram ađ ríkisstjórnarflokkarnir svíki gefin kosningaloforđ ef ţeir fylgja stefnum og fundasamţykktum flokka sinna og slíta ađildaviđrćđum viđ ESB.

Í ađdraganda síđustu Alţingiskosninga voru umrćđur um ađild ađ ESB ekki miklar og svolítiđ ruglingslegar. Vinstri flokkarnir sem hrökkluđust frá völdum eftir ađ hafa sett allt sitt afl og sína ćru í ESB ađild voru áhugalitlir um ţessa umrćđu ţar sem hún var ţeim síst til frama. Hćgri flokkarnir tveir sem nú sitja ađ völdum vonuđust til ađ halda innan sinnan rađa bćđi já og nei sinnum ESB málsins og vildu ţví heldur ekkert um máliđ tala.

Sá sem hér skrifar var í hópi andstćđinga ESB ađildar sem tefldu fram lista til ţess ađ skerpa á ţessari umrćđu og standa vörđ um fullveldisbaráttuna. Flest komum viđ úr VG en sá flokkur var ţá fyrir löngu genginn í björg heimatrúbođs ESB sinna. Međ ţví ađ bjóđa upp á kost ţar sem í enginn afsláttur vćri gefinn frá einarđri kröfu um tafarlaus slit ESB viđrćđna töldum viđ okkur ţrýsta á stóru flokkana ađ hvika ekki frá eigin samţykktum. Ţađ er fljótsagt ađ viđ höfđum ţar algerlega erindi sem erfiđi.

Ţrátt fyrir hik og margskonar orđagjálfur véku hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstćđisflokkur frá ţeim stefnum sem markađar höfđu veriđ í grasrótum flokkanna og samţykktar á ţingum ađ ađlögunarferli ESB skyldi stöđvađ og ţađ tafarlaust.

Sú ríkisstjórn sem nú situr er ekki líkleg til afreka í ţágu almennings. Gjafir til handa heimilunum í landinu eru nú framkomnar í ríflegum skenkingum til ţeirra heimila sem halda á kvóta í sjávarútvegi. Ţađ eru vissulega fjölskyldur líka og kannski ţćr einar sem flokkarnir voru samstíga um ađ fá ćttu gjafafé.

En í ESB málinu voru ríkisstjórnarflokkarnir algerlega samstíga. Ţađ er lágmarkskrafa okkar allra sem studdum ađ ţví ađ koma hinn óvinsćlu ESB-stjórn Jóhönnu Sigurđardóttur frá völdum ađ ţeir sem nú ráđa standi hér viđ gefin loforđ.

(Birt í Morgunblađinu 15. mars 2014) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband