Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2011

1000 ćvisögur í stafrófsröđ ...

Stundum á ég ekkert val. 2_47_002.jpg

Ţađ gilti nú um helgina gagnvart ţví verkefni ađ rađa ćvisöguvegg netbókabúđarinnar í stafrófsröđ. 

Í dag birti Morgunblađiđ viđtal sem Pétur Blöndal stórsnillingur ţar á bć tók viđ mig, afar líflega skrifađ og gott. Ef hann hefđi bara sleppt ţví ađ drótta ađ mér ađ ég myndi aldrei koma ţví verk ađ flokka ćvisögurnar mínar ţúsund í stafrófsröđ ţá hefđi ég getađ legiđ í rúminu fram ađ hádegi og sófanum eftir hádegi.

En í stađin, Pétur, hefi ég nú bisađ viđ ţetta daglangt, utan smá slćpingshátt úti í Hveragerđi um miđjan daginn. Og bíddu bara, nćst ţegar ţú kemur um Selfoss ţá verđur ćvisöguveggurinn betur flokkađur en fćlar Pentagon ...


Hversvegna ekki bara ađ kjósa?

Á fésbókinni fer nú fram athyglisverđ keppni ESB-ađildarsinna og andstćđinga ađildar ţar sem spurt er hvort draga eigi ađildarumsóknina til baka. Ţegar ţetta er skrifađ eru andstćđingar ađildar yfir međ um 3200 atkvćđi á móti liđlega 2800 en fyrsta sprettinn voru ađildarsinnar yfir.

Kjósendur geta jafnframt lagt inn sínar athugasemdir og einn ţeirra sem er á móti ţví ađ draga umsóknina til baka skrifar ţar:

Styđjum íslensku samningarnefndina til ađ ná eins góđum samningi og hún getur til ţess hefur hún umbođ Alţingis Hef trú á ađ nú sé lag á góđum kjörum. Síđan tekur ţjóđin afstöđu í kosningum ţegar viđ vitum um hvađ er í húfi.

Ţetta hljómar vel og hversvegna vill fólk ekki leyfa samninganefndinni ađ klára?

Stađreyndin er ađ milliríkjasamningar eru ekki leikfang. Ţađ sem viđ samţykkjum í samningaviđrćđum viđ ESB mun hafa áhrif á stöđu okkar í heimsmálum í víđara samhengi. Viđ getum til dćmis ekki fallist á yfirráđ erlendra ţjóđa yfir landhelginni án ţess ađ ţađ hafi svo áhrif á stöđu okkar gagnvart öđrum viđsemjendum. Ţađ er ekki fallegur svipur á ţví ađ neita ađ ljá máls á einhverju viđ vini okkar Norđmenn sem viđ jánkum gagnvart Brussel. Sama má segja um


Ofmat krónunnar var mannanna verk - en hvađa manna?

Ofmat krónunnar var mannanna verk. Ţađ varđ ekki vegna ţess ađ markađurinn kynni ekki ađ lesa rétt  eđa af einhverjum yfirskilvitlegum ađstćđum.

Ţađ varđ vegna ţeirrar stefnu sem ţáverandi (og ţó einkanlega núverandi) ráđamenn Seđlabankans mörkuđu ađ halda verđbólgu niđri međ ofurvöxtum.

Ţetta međ verđbólguna mistókst en hér tókst ađ  búa til ofurvaxtagjaldmiđil sem varđ mjög vinsćll í braski um allan heim. Fyrir vikiđ sköpuđust hér kjörskilyrđi til skuldasöfnunar, fjárglćfra og óráđsíu. 

Ţannig var Seđlabankinn óbeint ađal gerandi í kreppunni og ţeir sem vilja kenna Davíđ Oddssyni um geta svosem gert ţađ. Stađreyndin er samt ađ ţessi vonda stefna var ţar eldri en hans vera í bankanum og upphaflega skrifuđ af ţeim sem núna leiđa sama banka...


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiđillinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einstaklega göfugt nes

Sem barni ţótti mér Langanes alltaf frekar asnaleg tota út úr landinu, alltof montiđ á kortinu miđađ viđ hvađ ţađ er mjótt. En nú hefir mér í fyrsta sinn hlotnast ađ eyđa nokkrum dögum á nesi ţessu og tek aftur alla fordóma mína. Fá nes eru jafn göfg og Langanesiđ í látlausri fegurđ sinni, djúpviturri kyrrđ og andagt. 

Viđ Elín fórum á honum Yngra Rauđ eins og langt og hjólin báru okkur áfallalaust en gengum frá bćnum Höfn ţvert yfir heiđar og mýrlendi, endalaus grjót og mosa, bungur og kvompur sem lyktuđu af íslenskri mýri, lambaspörđum og austrćnni naumhyggju. Beygđum stundum og gengum svo beint eđa ađeins austar en ţađ. Í fjarska sá ég Brandkrossa á sundi til Noregs og skálađi viđ hann í neskaffi. 

Eftir 10 kílómetra tramp ţar sem reyndi á ökkla í vegleysum komum viđ ađ heimreiđinni ađ Skálum sem er stórt sjópláss viđ ysta haf, engan veg og enga höfn. Fyrst sáum viđ tvilembu, ţá herstöđ, síđan bć Jóhanns bónda og nokkuđ frá flćđarmáli var bryggja sem aldrei náđi sambandi viđ sjó. Ţar voru og grunnar ađ kotum og höllum ţannig ađ stađurinn minnti helst á Sviđinsvík. Austan viđ bryggjuna var svolítiđ stjórnargrjót og manndrápslending.

Eftir ađ hafa hvílt ţar örmagna bein og étiđ nesti gengum viđ til baka og vorum undir kvöld komin ađ bílnum en líka ađ fótum fram - gömlu hróin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband