Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

Gnarr-smjađur út yfir ţjófabálk

Smjađur stjórnmálaflokka og fjölmiđla viđ Jón Gnarr er komiđ út yfir allan ţjófabálk. Margt ljótt má segja um stjórnmálaflokkana en í landinu ríkir ţó ţúsund sinnum betra stjórnarfar heldur en ţar sem ekki er stuđst viđ ţingrćđi og lýđrćđi.

Besti flokkurinn er ekkert annađ en skammarleg atlaga ađ lýđrćđinu og hlutur ţeirra manna sem ţar standa ađ verki verđur ekki betri viđ ţađ ađ ţeim hafi tekist atlagan. 

Hvenćr ćtla svo stjórnmálaleiđtogar ađ láta af ţeirri kratísku firru ađ ef ţeir fái ekki fylgi hafi ţeir gert eitthvađ rangt! Niđurstađan er alltaf rétt út frá sjónarmiđi lýđrćđisins ţví ţađ á ađ gilda. En hún er sjaldnast rétt út frá ţjóđarhag eđa skynsemi. Ţessvegna á Jón Gnarr sína borgarfulltrúa en alvöru stjórnmálamenn ćttu ađ sjá sóma sinn í ađ sneiđa hjá ţeim í samstarfi. 

Eđa hvernig dettur íslenskri ţjóđ í hug ađ niđurstađa  kosninga sé allaf rétt ţegar meirihluti hennar (ég ţar á međal sem ég hefi margoft beđist forláts á) kaus árum saman yfir sig ţá flokka sem gáfu bankana og leiddu glćpalýđ til valda í viđskiptalífinu. 


Til hamingju Árborgarar

Til hamingju Árborgarar međ nýjan meirihluta. Niđurstađa kosninganna er komin fram og hún er alltaf rétt svo fremi ađ ţađ sé rétt taliđ sem ég efa ekki međ okkar góđa kjörstjórnarfólki. Og auđvitađ óska ég Sjálfstćđismönnum sérstaklega til hamingju og ţakka um leiđ öllum ţátttökuna í hörđum slag.

Auđvitađ hefđum viđ vinstri menn í Árborg viljađ sjá ađra niđurstöđu, bćđi hér og víđar á landinu. Hér í Árborg hélt VG ţó sinni stöđu og gott betur ţannig ađ ţađ má tala um varnarsigur. Ţađ er greinilegt ađ á landsvísu stendur Vinstri hreyfingin grćnt frambođ frammi fyrir mjög erfiđri stöđu. Ríkisstjórnin öll fćr skell en sá skellur er samt í heildina stćrri hjá VG. Ţar rćđur reyndar mestu slakt gengi í Reykjavík ţar sem óeining ríkti um listann međal liđsmanna flokksins. 

Okkar sem nú stöndum ađ minnihlutanum í Árborg bíđur mikilvćgt verkefni. Ţađ mun ekki af veita ađ óska meirihluta Sjálfstćđisflokksins velfarnađar í störfum sínum. Um leiđ er ljóst ađ viđ ţurfum ađ veita sama meirihluta öflugt ađhald, verja eins og hćgt er velferđarkerfi bćjarfélagsins og vera á varđbergi gagnvart ţví ađ sérhagsmunir ráđi ekki för í ákvarđanatöku. 

 


Tveggja stafa tala er sigur...

Spennan er nú nćrri óbćrileg ţegar ađeins vantar nokkrar mínútur í fyrstu tölur í kosningunum hér í Árborg. Síđast var VG međ innan viđ 10% atkvćđa ţannig ađ tveggja stafa tala er strax nokkur sigur.

...nei viđ gerum ekki ráđ fyrir ţví ađ ná ţriggja stafa tölu!


Áberandi fjarvera...

Yfirleitt eru ţeir sem mćta meira áberandi en ţeir sem eru fjarverandi. Ţađ er ţó ekki alltaf.

Á síđasta degi kosningabaráttunnar bođađi Pakkhúsiđ á Selfossi fulltrúa flokkanna á sinn fund til skrafs og fyrirspurna. Í Pakkhúsinu er nú rekiđ myndarlegt ungmennastarf sem tekur viđ ţegar krakkarnir vaxa upp úr starfinu í félagsmiđstöđinni.

Meirihlutinn sem nú situr hefur komiđ ţessu starfi af stađ en minnihluti Sjálfstćđismanna gagnrýnt starfiđ. Í kosningablađi sínu benda ţeir á hvađ spara megi međ ţví ađ setja 0 krónur í bćđi Ungmennahús og heimili fyrir alzheimersjúklinga. 

Vegna ţessa var áberandi ađ fulltrúar sjálfstćđisflokksins mćttu ekki. Ţađ er mjög fátítt og um leiđ sérkennilegt ađ flokkur í frambođi skrópi međ ţessum hćtti. 


Veljum af varkárni

Kosningarnar á laugardaginn skipta máli fyrir hag okkar allra. Sveitarfélagiđ Árborg er skuldugt sveitarfélag og frá hruni hefur reksturinn veriđ međ tapi. Um ţetta er enginn ágreiningur og ţessi stađa er uppi í öllum sambćrilegum sveitarfélögum í landinu.

Hér í Árborg hafa aftur á móti unnist mikilsverđir varnarsigrar í baráttunni og Árborg er ekki í hópi ţeirra mörgu sveitarfélaga sem komin eru í gjörgćslu yfirvalda vegna skuldaóreiđu. Ţar skiptir miklu ađ sveitarfélagiđ Árborg hefur ekki selt frá sér dýrmćtar eignir eđa leitađ annarra skyndilausna á vanda sínum.

En vitaskuld voru gerđ mistök í rekstri Árborgar á liđnu kjörtímabili og nćgir ţar ađ benda á óţarflega dýra skólabyggingu á Stokkseyri og lítilsháttar tap í peningamarkađssjóđum. Gjöld eru hér líka í hćrra lagi og ef svigrúm gefst ţarf ađ lćkka ţau. Viđ ţurfum ađ geta rćtt ţessi mál öll feimnislaust og lćra af ţeim. En ţađ voru líka teknar afdrifaríkar og mikilvćgar ákvarđanir sem björguđu ţví ađ hér var ekki og er ekki óviđráđanleg skuldastađa. Ţađ ađ slá út af borđinu stórkarlalegar hugmyndir Sjálfstćđismanna um dýrt fjölnota íţróttahús og nýja Sundhallarbyggingu á Selfossi er gott dćmi ţar um. Í stađ sundhallarbyggingar var fariđ í endurbćtur á núverandi húsnćđi og byggingu útiklefa ţannig ađ viđ getum nú međ stolti bent á sundlaugina okkar sem eftirsóknarverđa ferđamannavin.

Nú hefur Sjálfstćđisflokkurinn gefiđ undir fótinn međ nýja sundhöll og vill líka setja stórfé í Menningarsalinn í Hótelinu ţó enginn viti fyrir víst hvort hann gagnist félagslífi hér á svćđinu. Hvoru tveggja er langt utan ţess sem skynsamlegt getur talist.

Á kjörtímabilinu bíđa okkar fjölmörg verkefni. Viđ ţurfum ađ ganga í ţau verkefni af heiđarleika og einurđ. Til erum viđ og viđ treystum á ykkar atfylgi.

(Ţórdís Eygló Sigurđardóttir og Bjarni Harđarson skrifa, birt í Dagskránni 27. maí 2010)


Vćnn ţingmađur tekur pokann sinn

Afsögn Steinunnar Valdísar kemur á einkennilegum tíma og virkar sem örvćntingarfullt útspil rétt fyrir kosningar. Sjálfum fannst mér útspil Hjálmars Sveinssonar ekki stórmannlegt á ţessum tíma og mátti ekki túlka nema á einn veg; segđu af ţér svo ég komist ađ! Međ sama rétti má gagnrýna Dag B.

En allavega, afsögnin er samt eđlileg og krafa almennings um hana var réttmćt. Ţađ breytir samt  ekki ţví ađ ţađ er eftirsjá í Steinunni Valdís. Viđ unnum saman í fjárlaganefnd og Steinunn Valdís er vćnn stjórnmálamađur, réttsýn og sanngjörn. Henni mun farnast vel utan ţings.


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjallagrös og VG sem vill allt banna...

ER ţađ ekki svo ađ VG vilji banna allt annađ mannlegt athćfi en ţađ ađ einhverjir reiti upp fjallagrös?

Sjá nánar 


Allir í Hvíta húsiđ

Hápunkturinn í kosningabaráttunni hér í Árborg er í opnum fundi sem Suđurland FM 963 heldur í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Ţar verđa fulltrúar allra frambođa og allir velkomnir. Ţeir sem ekki komast á stađinn geta stillt útvarpiđ á 96,3 eđa fariđ á vefinn á http://963.is/

Viđ lofum fjörugum umrćđum.


Magma austur fyrir fjall

Nú ćtlar Magma ađ hasla sér völl í Skaftártungunni. Viđ hér austanfjalls höfum ekkert viđ sćnska skúffuspillingu ađ gera. Síđast ţegar sćnskir reyndu ađ hasla sér völl hér var ţegar uppgjafaprestur ţađan var gerđur biskupi í Tungunum. Honum var drekkt í Brúará.

Ţađ verđa einhver ráđ.
mbl.is Magma á helming í Búlandsvirkjun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Magma austur fyrir fjall

Nú ćtlar Magma ađ hasla sér völl í Búlandsvirkjun. Viđ hér austanfjalls höfum ekkert viđ sćnska skúffuspillingu ađ gera. Síđast ţegar sćnskir reyndu ađ hasla sér völl hér var ţegar uppgjafaprestur ţađan var gerđur biskupi. Honum var drekkt í Brúará.

Ţađ verđa einhver ráđ.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband