Verjum fullveldið, ex við joð!

ESB situr um fjöregg íslenska lýðveldisins. Fyrir Brusselvaldið er hér eftir miklu að slægjast og nú standa asnar klyfjaðir gulli við borgarhliðin.

Þau framboð sem samþykkja áframhaldandi starf Evrópustofu og mútufé ESB inn í hagkerfið eru í raun að samþykkja innlimun okkar í ESB.

Í þessu máli hefur Regnboginn algera sérstöðu og kannanir sýna að við eigum raunhæfa möguleika í kosningunum á morgun.

Verjum fullveldið, ex við joð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sérstaða Regnbogans felst ekki síst í því að innan framboðsins er enginn ESB sinni.   Allir aðrir flokkar sem segjast mótfallnir ESB aðild eiga hópa innan eigin raða sem eru því ósamþykkir.  Eru semsagt ekki "heilir".

Mitt X er komið á sinn stað - við J !

Kolbrún Hilmars, 27.4.2013 kl. 14:16

2 identicon

"Félagi Bjarni !

 Kalli hefur aldrei sparkað í særða steinliggjandi menn. Þessvegna getur hann ekki annað en samhryggst "Regnbogafólki" með 0,5% fylgið. ( Hlýtur að nísta inn að beini.)Samhryggist.

 Já sannarlega er Brusselveldið við borgarhliðin.

 En skyldi  fólkið sem enn trúir ósannindum Samfylkingarinnar ( og hluta VG.) upplýst um eftirfarandi óhrekjanlegar staðreyndir.:

 I.Að - allir fríverslunarsamningar Íslands myndu falla úrgildi við ESB., aðild ?

 II. Að - ESB., hefur óhrekjanlegar valdaheimildir til að setja á tolla og afmá innan ESB. ?

 III. Að -okkur yrði óheimilt að semja um flökkustofna. ESB., réði.

 4. Að - æðsta dómsvald okkar yrði ESB., dómstóllinn. ?

 V. Að - sáttmálar ESB., yrðu æðri stjórnarskrá Íslands ?

 Sjálfstæðisflokkurinn segir skýrt og óhrekjanlega: HÆTTA NÚ ÞEGAR "KÖNNUNAR"viðræðum.

 "Þar sem vitund og þekking stjórna athöfnum, er það heiður   hverjum þeim sem í dag hundsar ESB., flokkana, en lætur atkvæði sitt til Sjálfstæðisflokksins ( eða "Regnbogamanna".)

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Quo fas et gloria ducunt" - þ.e.  ""Þar sem vitund og þekking stjórnar athöfnum" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband