Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Ögmundur maður að meiri

Ögmundur er maður að meiri að hafa sagt af sér og svolítið fellur nú á heilaga ásjónu Jóhönnu. Best væri ef þetta yrði upphaf að því að við rækjum bæði Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn af höndum okkar.

Ég spái því að vinstri stjórnin lifi þetta af enda sé ég í augnablikinu ekki betri kosti í stjórnarmynstri. Versti kosturinn yrði að endurvekja Viðeyjarskottuna með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og það er ekki tímabært að VG myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki meðan enn er mikið óunnið í uppgjöri við kreppuna og langa stjórnartíð íhaldsins. Þriggja flokka stjórnir eða þaðan af fjölmennari eru líka afar vondur kostur enda situr allt fast í slíkri stjórn.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn reyna bankarnir að plata fólk...

...og reyna ekki bara. Yfirleitt tekst þeim það og örugglega verða einhverjir sem taka þessu höfðinglega boði Íslandsbanka sem þýðir einfaldlega að bankanum tekst að stela ögn meiru af þeim skuldsettu.

Allir sem taka þessu boði um að breyta erlenda láninu í innlent munu tapa peningum þegar krónan styrkist. Þessi lán eru til fleiri ára og sum áratuga. Krónan mun auðvitað styrkjast um meira en 25% þegar fárinu linnir. Þeir sem skulda í erlendu létu plata sig þegar þeir tóku lánin á tímum hágengis og nú er reynt að plata þá aftur með því að umreikna lánið í krónur á tímum lággengis. Lánin sem fólk umbreytir núna í krónur lækka ekki þegar krónan styrkist.

"Við værum ekki að bjóða upp á þessi lán ef við teldum ekki að þetta hjálpaði okkar viðskiptavinum," segir Birna bankastjóri í samtali við Morgunblaðið. Hvað hét annars glæpakvendið sem Megas söng svo fallega um hér um árið, glæpakvendið var það Birna eða Stella. Skyldi þó ekki vera að hún sé komin í Íslandsbanka. 

Grínlaust þá falla nú mjög þau rök að ríkisbankar séu betri en einkagræðgisbankar.


mbl.is 25% lækkun höfuðstóls lánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta og mesta sköpunarverk heimskringlunnar!

Eitt það skemmtilegasta við bloggið er kommentakerfið. Þannig skrifar góður vinur minn og skólabróðir frá Menntaskólaárum inn á bloggið mitt í gær afar dýrmæta færslu sem vitnar um þá nálgun sem er á ESB-umræðu og trúarbrögðum:

En í raun er allt breytingum háð og Evrópusambandi sem þér finnst nú vera afsprengi djöfulsins gæti orðið eitt af hinum bestu og mestu sköpunarverkum heimskringlunnar.

Í raun ekki hægt að fastsetja það til eilífðar að gallar sem að einhverjum finnast á sambandinu í dag verði þar til frambúðar. Þvert á móti má gera ráð fyrir að það slípist til og að það séu líka hagsmunir annarra landa að sníða af því helstu agnúana.

(Gunnlaugur B. Ólafsson frá Stafafelli í Lóni, Samfylkingarmaður og göngugarpur með meiru.)


Davíðs-innsogið og fúkyrði DV-ritstjórans

Það hafði skemmtanagildi að hlusta á Vikulokin hjá Hallgrími Thorsteinssyni í morgun þar sem rifist var á innsoginu yfir ráðningu Davíðs Oddssonar til Morgunblaðsins.

Þátturinn endaði skemmtilega á umfjöllun DV um Björgólfana þegar Reynir Traustason var spurður að því hvort þar yrði sambærileg umfjöllun um aðra útrásarkónga. Í stað þess að svara hreytti ritstjórinn fúkyrðum að spyrjandanum, Sigurði Kára Kristjánssyni sem kynnti sig reyndar sem óbreyttan lesanda sem ekkert vissi meira um mál Björgólfa en allur almenningur.

Sigurður Kári er aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á vafasömu veldi Björgólfanna. Og aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins er ekki bara einhver úti í bæ.

Reynir Traustason er í vinnu hjá hinni útrásarklíkunni og DV ber þess merki. Fúkyrði breiða ekkert yfir þá staðreynd.

Davíð Oddsson verður auðvitað prýðilegur ritstjóri, enda pennafær og skemmtilegur. En Morgunblaðið tapar auðvitað heilu áratugunum í þeim árangri að verða blað allra landsmanna. Og mér er til efs að spenningur fyrir leiðaraskrifum þessa magnaða penna dugi til að vinna á móti því tapi. En það er mál Moggans. 

Mér er líka til efs að ráðning Davíðs sé endilega svo hagstæð okkur sem erum skoðanabræður hans í ESB-málum. Líklegast er að umræðan flytjist nú enn meira í skotgrafir og verði ómálefnalegri en ætti að vera.ESB-andstæðinar græða mest á rökfastri, hógværri og málefnalegri umræðu. Reyndar fer Davíð vel af stað með leiðaranum í dag og guð láti gott á vita. 

Já og talandi um Sigurð Kára. Hann er aðstoðarmaður Bjarna Ben. Ef það er einhver sem ætti að hafa raunverulegar áhyggjur af ráðningu Davíðs þá er það Bjarni og klúbburinn sem hann veitir forstöðu. Sú harka sem nærvera Davíðs hleypir í alla umræðu gæti orðið til að einangra Sjálfstæðisflokkinn um langa hríð.


Hóxi sjálfur í furðuhillunni

... Endurskoðunarsinnarnir, afturhaldssama borgarastéttin og flokkar þeirra halda því hoxi.jpgfram, að fræðikenning okkar, marxisminn-lenínisminn, sé kredda, jarðfastur steingervingur... Marxisminn-lenínisminn er í raun eina fræðikenningin, sem býr yfir lífi og hreyfanleika. Það er vegna þess, að hann er fræðikenning verkalýðsstéttarinnar, framsæknustu stéttar þjóðfélagsins og þeirrar byltingasinnuðustu, sem hugsar á réttan hátt, framleiðir hin efnislegu verðmæti og er sístarfandi. ...

Á degi eins og þessum er ekkert betra en að hafa gaman af lífinu og teygja sig í furðuhilluna hér í Fornbókabúðinni sem geymir allskonar rarítet.

Til dæmis hið stórmerka rit Heimsvaldastefnan og byltingin 1. hluti eftir alþýðuleiðtogann Enver Hoxha, en rit þetta var þýtt yfir á íslensku 1980 og gefið út af Menningartengslum Albaníu og Íslands. Hoxha var einhverskonar pólitísk ofurhetja sem bauð öllum birginn, einangraði land sitt algerlega og henti andstæðingum sínum út um glugga ef þeir voru með múður.


Ég er orðlaus!

-

Ég er orðlaus!

-
mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófraun VG eru Bakki og Helguvík

Vinstri grænir standa nú frammi fyrir mikilli prófraun. Flokki Steingríms J. er smám saman að takast að þoka sér upp úr því hjólfari að vera þröngsýnn óstjórntækur öfgaflokkur í eilíflegri stjórnarandstöðu yfir í að vera stjórntækur og sæmilega víðsýnn þjóðlegur vinstri flokkur. Þetta er líka mikilvægt ef flokkurinn ætlar að halda í það fylgi sem hann fékk í síðustu kosningum og helst auka það.

ESB-málin eru vissulega skuggi á mynd flokksins en ef og þegar ESB-samningi hefur verið hafnað í þjóðaratkvæði þá getur vel farið svo að við þjóðlega þenkjandi menn tökum að lokum ofan fyrir Steingrími og Ögmundi fyrir þann kjark að hleypa þessu máli hjá á viðsjártímum. En þá er líka eins gott að allur þingflokkur VG beiti sér gegn samþykkt samningsins. Og um Icesave er það að segja að það mál er að fara eins og það hlaut að fara.

Stóra prófraun flokksins nú er álverið við Húsavík. Það er algerlega óásættanlegt fyrir okkur landsbyggðarsinnaða og skynsama kjósendur VG ef flokkurinn ætlar að stoppa Bakka við Húsavík en hleypa Helguvík áfram. Sjálfur get ég vel sætt mig við að Helguvík verði stöðvuð enda vafamál að það sé skynsamlegt að reisa risaálver ofan í hesthúsahverfum Keflvíkinga. Ég skil líka að það er ákveðin málamiðlun milli álverssinna og hinna að stoppa annað álverið en það er afar misráðið og andstætt þeirri byggðastefnu sem VG hefur staðið fyrir ef það verður norðlenska álverið sem verður þar sett út í kuldann.


Hann á afmæli í dag...

hordur_og_vinir_baldursgotus.jpg

 

Karl faðir minn á afmæli í dag, 75 ára og bráðvel ern og hraustur eins og segir í vísunni. Hann er hér á mynd, lengst til hægri með vinum sínum fyrir utan æskuheimili sitt á Baldursgötu í Reykjavík.

Semsagt, til hamingju.


Skáldskapur á Eyjunni

Ég hef ekkert fyrir mér en ég ætla að veðja á að frétt Eyjunnar um Davíð sem næsta ritstjóra Morgunblaðsins sé lygi, brosleg lygi til að fá fram umferð á vef Eyjunnar.

Þar með er ég ekki að segja að Davíð gæti ekki orðið góður ritstjóri Moggans, maðurinn sjálfur hefði alla burði í það. En Mogginn gæti aldrei borið þá sögu og þann klafa sem ímynd Davíðs bæri með sér inn á blaðið.

Mogginn fór illa út úr því að hafa ESB-trúboðann Óla Stef. sem ritstjóra. Nú skiptir miklu fyrir trúverðugleika og vægi blaðsins að í ritstjórastól setjist hófsamur og lítt umdeildur maður sem getur komið fram sem sameiningartákn allra lesenda blaðsins. Ólafur Stephensen var það ekki og Davíð yrði það enn síður.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband