Bloggfćrslur mánađarins, október 2009

Baugur eđa lífiđ!

Ţrátt fyrir Samfylkinguna verđur ţví ekki trúađ ađ ríkisstjórnin viđhaldi til langframa lífi Baugsveldisins. Ţađ mun ţá kosta ţessa ríkisstjórn lífiđ. Almenningur sem borgar hverja krónu mun ekki líđa ţađ ađ 1000 milljarđamennirnir haldi áfram ađ stjórna og blóđmjólka íslenskt efnahagslíf.

 Langsennilegast er ađ Kaupţing nýja sé ađ undirbúa  einhverjar ţćr leikfléttur sem fyrr en seinna mun leiđa af sér tímabundna ţjóđnýtingu Haga.


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar veröldin hrapar til helvítis!

Dómsdagsspár vegna Icesave, ESB, ekki ESB, auđlindagjaldi, álveri í Helguvík og ekki álveri í Helguvík. Allt eru ţetta bólur samtímans og koma svoldiđ í stađin fyrir hinar sprungnu bjartsýnisbólur. Athyglisvert ađ ţađ eru nákvćmlega sömu kjánarnir og héldu ţví fram fyrir fáeinum árum ađ viđ vćrum á leiđ til himna í efnahag okkar sem nú bođa ragnarök.

Sjá nánar í pistli mínum, Ţegar veröldin hrapar til helvítis!


Hrun-flokkar sem hafa ekki svo mikiđ sem sagt sorrí

Orđ Ţórđar Friđjónssonar í Viđskiptablađinu í dag (birt t.d. hér)  varpa enn skýrari mynd á ţá skefjalausu spillingu sem hér átti sér stađ viđ einkavćđingu ríkisbankanna.Spillingu sem viđ ţáverandi stuđningsmenn ţessara flokka hljótum ađ axla ađ einhverju leyti, ađ minnsta kosti međ ţví ađ hugsa okkur tvisvar um héreftir. 

 

Bakviđ ţessa spillingu stóđu forystumenn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin fékk svo ađ vera međ í gegnum Baug og Glitni.

 

Kerfishrun Íslands voru ekki náttúruhamfarir heldur manngerđ grćđgi og spilling sem ţrifust og áttu upphaf sitt í ţví ađ stjórnmálamenn kusu ađ útdeila sameiginlegum eigum ţjóđarinnar til valinna vina sinna. 

 

Hrunflokkarnir hafa hvergi gert upp viđ kjósendur - ekki látiđ lítiđ ađ segja sorrí heldur benda á ađra og hver á annan og stundum útlendinga...

Fjögurra stjörnu dómur

Ţađ er séreinkenni okkar uppsveitamanna hér í Flóanum ađ luma á ögn af monti og ţora ađ viđurkenna ţađ. Ég hef veriđ alveg talsvert montinn í dag eftir bókadóm Fréttablađsins sem birtist í morgun um bók mína en ţar fćr hún fjórar stjörnur sem telst harla gott. Sjá nánar á vef útgáfufyrirtćkisins.

Sandkassaleikur

Ef Vinnuveitendasambandiđ segir upp kjarasamningum sínum viđ ASÍ hlýtur ţađ ađ vera vegna ţess ađ atvinnurekendur í landinu treysta sér ekki til ađ greiđa laun samkvćmt kjarasamningum.

Hvađa vinnuveitendur ćtli ţađ séu? Varla útgerđin og enn síđur ferđaţjónustan en kannski ađ útrásarvíkingar sem enn reka verslun, tryggingafélög og margskonar ađra starfssemi séu í einhverjum blankheitum en ég held ađ ţeir verđi ţađ nú jafnt hvernig sem taxtarnir verđa eđa hvernig sem ţeim tekst ađ ráđskast međ lýđrćđislega kjörin stjórnvöld.

(PS: Auđvitađ veit ég ađ samtökin hans Villa heita Samtök atvinnulífsins en ţađ er frekar villandi heiti, sömu samtök hétu Vinnuveitendasamtök áđur og ţađ lýsir mun betur ţví hversu fáránleg ţessi kröfugerđ er ef viđ höfum ţađ heiti í huga. Samtök atvinnulífsins hljómar eins og ţetta séu samtök beggja megin borđs sem ţau kannski eru međ Gylfa karlinn Arnbjörnsson međ sér.)


Risaeđlur sem ganga aftur, aftur og aftur!

Í íslensku viđskiptalífi eru aftur á móti risaeđlur sem eru löngu dauđar en ganga aftur aftur og aftur. Heilbrigt viđskiptalíf í kapítalískum samfélögum grundvallast á ákveđinni baráttu sem er í raun og veru háđ upp á líf og dauđa. ...

Veldi skuldakóngsins Jóns Ásgeirs í Bónus og 365-miđlum er ţađ dćmi sem mest stingur í augu í ţessum efnum en fráleitt ţađ eina. Morgunblađiđ er algerlega sambćrilegt dćmi ţó ađ ţar hafi ađ nafninu til komiđ nýir eigendur, rekstrarlega var ţetta blađ fyrir löngu orđiđ ađ steingervingi. Og enn fráleitari eru ţau dćmi ţar sem hiđ opinbera hefur yfirtekiđ risaeđlurnar og heldur ţeim á beit í görđum landsmanna í ţeirri trú ađ ríkisbankarnir geti fitađ skepnur ţessar, Eymundson, Húsasmiđjuna og nokkrar smćrri. Heyr á endemi.

Sjá nánar á AMX, http://www.amx.is/pistlar/10836/


Dýrir og umbođslausir kerfiskallar

Ađilar vinnumarkađarins linna nú ekki látum vegna hins bága efnahagsástands og ganga dag eftir dag međ hótunum á fund ríkisstjórnarinnar. Ég velti fyrir mér hvort tíma ráđherra sé vel variđ í ađ sitja ţá fundi.510695.jpg

Allir vita ađ ţađ eru erfiđleikar í íslensku efnahagslífi og ţađ er mikilvćgt ađ ríkisstjórnin taki sér  vinnufriđ til ađ leysa  ađkallandi mál. Ţađ gerir hún ekki međ fundastauti međ Gylfa Arnbjörnssyni og vinum hans. Í reynd hafa hinir svokölluđu ađilar vinnumarkađarins minna umbođ launţega og atvinnurekenda en međal ţingmađur og má í ţví samhengi minna á ađ bćđi Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson hafa reynt ađ fá hjá ţjóđinni umbođ til ţingsetu en ţar hefur veriđ minni eftirspurn en frambođ.

Ţađ ađ hóta vinnudeilum nú nema ríkisstjórnin setji forgang í álvćđingu eđa gefi ţessum drengjum fyrirheit um meiri ESB-áherslur er vitaskuld svo fyrir neđan allar hellur ađ ţađ á hvergi heima nema í Spaugstofunni á góđum degi!


mbl.is Leggja fram drög ađ framhaldi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ má syngja!

Jafnvel söngur verđur umdeildur á ţeim hitatímum sem nú ríkja. Nú hefur Davíđ skrifađ snjalla Staksteina í Morgunblađinu ţar sem hann gagnrýnir verkalýđsforystu, ráđherra og forseta Íslands fyrir ađ syngja Internationalinn á BSRB ţingi. Um margt réttmćt gagnrýni ţví međan vođaverk kommúnismans blasa viđ okkur í fréttum og sögubókum eru margir á vinstri kantinum sem hampa ţví ađ vera hallir undir harđstjóra eins og Castro og Maó heitinn.

Hinu má ekki gleyma ađ í umrćddum söng er bođuđ barátta fyrir bćttum kjörum en ekki harđstjórn og međ sömu rökum ćtti enginn ađ fara međ orđ úr heilagri ritningu ţví hún var um aldir notuđ af harđstjórum og rannsóknardómurum sem tunguskáru menn og brenndu ţá lifandi. Er jafnvel enn í löndum eins og Uganda. Versnar Biblían viđ ţađ?

Í raun og veru er pistill Davíđs bara snjallt innlegg og ţörf ádrepa á menn ađ geri upp viđ hinn myrka kommúnisma en viđ skulum ekki taka ţessu svo alvarlega ađ viđ hćttum ađ syngja Nallann. Til ţess er bođskapur hans alltof fallegur.


Sendimađur til ćttgöfugra Afríkumanna

img_5260.jpgÉg er eiginlega hálfslćptur ennţá eftir stundum helst til tíđindamikla daga. Í gćr var mikiđ teiti út af bókinni minni og í nótt keyrđi ég svo ungan mann til Afríku, eđa eins langt og fara má í slíku ferđalagi á litlum fjölskyldubíl. 

Egill minn er semsagt grínlaust lagđur upp í enn eina heimsreisuna, nú međ fyrstu viđkomu í Addis Abeba í Eţíópíu. Ţađan munu svo leiđir liggja eitthvert enn lengra út í buskann og jafnvel ađ hann leiti ađ Livinstone. Ţađ verđur vonandi hćgt ađ fylgjast međ á bloggsíđu stráksins sem hér sést veifa okkur ađ vísu ekki af ţakinu hér heima en samt af heimili sínu frá í sumar í í New York. Yngri drengurinn sem er nćr á myndinni er Gunnlaugur. Hann er sem betur fer heimakćrari ţannig ađ enn tekur ţví ađ sjóđa kartöflur hér á Sólbakkanum.

(Eţíópía er fornt menningarland sem sést međal annars af ţví ađ ţeir skuli eins og almennilegt fólk hafa stafinn ţorn í nafni lands síns, sem er nú meira en hćgt er ađ segja um útlendinga yfirleitt. Sannast hér hiđ fornkveđna ađ útlendingar eru misjafnir eins og annađ fólk og best gćti ég trúađ ađ ţeir ţarna úti séu ćttfróđir og tali hrafl í íslensku.)


Útgáfuhátíđ í MM á Laugaveginum.

Ţetta bođskort er reyndar skrifađ í gćr en ţađ eru semsagt allir velkomnir í MM í dag kl. 17 á formlega útgáfuhátíđ sem bókaútgáfan Veröld heldur í tilefni af útgáfu bókarinnar Svo skal dansa.

 

bodskort_mm.jpg


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband