Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ólíkindavinurinn minn hann Egill!

Eitt af því sem gerir Egil Helgason skemmtilegan og góðan sem fjölmiðlamann er að það á hann enginn. Oft hefur mér þótt vænt um Egil en í dag bölvaði ég honum hressilega. Í fyrsta lagi fyrir ósanngjarna umfjöllun um framsóknarflokkinn og í öðru lagi fyrir að blanda mínum skrifum um Evrópusambandið inn í umræðuna um átökin sem hafa verið í Reykjavík. egill_helgason

En mest þó og í þriðja lagi fyrir að skauta upp á mig skoðunum með því að segja í hálfri aukasetningu og án skýringa að ég legði að líku Evrópusambandið og nasismann. Það gerði ég ekki fullum fetum eins og lesendur þessarar bloggsíðu geta sannreynt og það er fráleitt að líkja skriffinnsku ESB við ofbeldi hinna gömlu glæpastjórna nasismans og kommúnismans. Það er óþægilegt og ósanngjarnt að vera dreginn inn í umræðuna sem dæmi um mann með einhverja glæpsamlega skoðun og það þarf svolitla hugarleikfimi til þess að komast að slíkri niðurstöðu um mín skrif. Ég tel mig hafa sett skoðanir mínir um þetta fram af þeirri varfærni og rökum að svona útúrsnúningur sé óréttmætur. En svona er að vera í pólitík og sá sem er þar verður að hafa þann skráp...

Það rétta er að ég hef oftar en einu sinni vakið athygli á alræðistilburðum Evrópusambandsins og að í því efni líktist það öðrum alræðiskerfum. Það er tilhneiging ESB skrifræðisins til að stjórna öllu, smáu sivsem stóru í lífi manna og málleysingja. Ennfremur bent á að það eru einmitt hrifnæmar sálir sem heillast af slíkum kerfum og telja að í því felist lausn allra mála. Á auðvitað ekki við um alla þá sem vilja skoða ESB aðild - fyrir sumum er þetta aðeins bísneslegt álitaefni. Bara rétt eins og það er aðeins lítill hluti af ESB-sinnum er gripinn þeirri nauðhyggju að telja að ESB og evra séu eitthvað sem muni óhjákvæmilega koma hvað sem sagt er í dag...

Kannski er einmitt slík yfirskilvitleg forlagatrú í stjórnmálum dæmi um að menn hafi gengist ESB hugsjónum á hönd á sömu forsendum og gömlu kommarnir sem spurðu ekki hvort hér yrði gerð sósíalísk bylting - heldur aðeins hvenær...

 En jæja- það góða við Silfrið í dag var fyrst og fremst hvað Siv stóð sig frábærlega þrátt fyrir óvanalegan slægan Egil og strigann Reyni Traustason...

(Meira um ESB umræðuna í greinunum hér að neðan...)


Af ullarklippum og misskilinni viðkvæmni

Flokksbróðir minn Ómar Stefánsson í Kópavogi bloggar um það í gær að ég hafi sauðaklippur á lofti gagnvart flokksbræðrum og vísar þar í grein eftir mig í blaðinu dag sem sjálfsagt er að leyfa omar_steflesendum þessa bloggs að njóta. Skil reyndar ekki alveg skrif Ómars, hefi til dæmis aldrei áður heyrt orðið sauðaklippur en dettur helst í hug að átt sé við hinar fornlegu ullarklippur sem notaðar voru við rúning hér fyrr meir og hafa kannski kennst við sauði suður í Kópavogi. Hitt skil ég heldur ekki hvar skammir mínar liggja þó ég sýni sveitunga Ómars og flokksbróður okkar beggja þá sjálfsögðu kurteisi að svara grein hans þar sem hann kýs að skrifa um mig og mínar skoðanir grein í sama blaði fyrir nokkrum vikum. Mætti helst saka mig um að vera seinn til svars og helgast af jólum og annríki.

Grein Andrésar hófst á orðunum: „Það er langt síðan þvílíkt samansafn af fordómum, rangfærslum og afbökunum á staðreyndum hefur verið sett á blað í Evrópuumræðunni hér á landi," og var þó fremur kurteisleg miðað við sumt í grein Eiríks. Sjálfur gætti ég mín á að falla ekki í sömu pytti en svara málefnalega því sem um var talað. Aðalatriði í mínum huga er að í pólitískri umræðu virða menn hvorn annan svars og við förum varlega í alla persónulega sleggjudóma. Atburðir síðustu daga mega ekki verða til eftirbreytni. En við sem fjöllum um þjóðfélagsmál höfum allt leyfi til að vera ósammála um efnisleg pólitísk atriði, meira að segja innan flokka. Innan allra flokka á Íslandi eru mismunandi áherslur í Evrópumálum og sjálfsagt að menn takist á með rökum. Þannig er lýðræðið.

Ég var reyndar að svara tveimur greinum í senn, annarri frá Eiríki Bergmann (sem ég má til með að hrósa fyrir frábæra grein um Machiavelli og Reykjavík í 24-stundum í gær) og hin frá Andrési. Eiríkur var mjög hörundsár að ég skyldi nefna hann á nafn um daginn í grein og sagði að ég ætti að vita að hann væri jú hættur í pólitík. Ég vissi svo sem ekki hvernig ég ætti að vita það og til þess að fyrra mig skömmum í þá áttina slysaðist út úr mér sú aukasetning og kannski hálfgildings skrýtla að ég vonaðist til að Andrés væri nú ekki hættur líka. Þó þetta sé sagt í einhverjum hálfkæringi get ég ekki séð að í því kommenti sé særandi eða furðuleg pilla eins og Ómar kallar það í bloggi sínu.

En bara til að öllu sé hér til skila haldið eru hérna aftan við blogg Ómars, allar þessar greinar þ.e. grein mín um viðtal við Eirík Bergmann, grein Eiríks, grein Andrésar og síðast svargrein mín í gær hér að neðan...

Villigötur Evrópusinna

Eiríkur Bergmann fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og lengi einn ötulasti talsmaður Evrópusamtakanna, samkvæmt heimasíðu þeirra samtaka, helgar undirrituðum heila blaðagrein í 24 stundum í desember sl. Fyrir það ber að þakka og sömuleiðis viðbrögð formanns sömu samtaka við skrifum mínum milli hátíða.sm0026-Europe(e4218)

Mér þykir auðvitað leitt ef Eiríkur telur það jaðra við að ég geri hann ómarktækan að ég skuli spyrða hann við Evrópusamtökin og hefi beðið hann velvirðingar á því. Hitt þykir mér miklu mun undarlegra í grein dósentsins Eiríks að hann skuli reikna með að alþjóð viti að pólitískum afskiptum hans sé lokið. Ég hef talið að öll okkar sem tökum virkan þátt í pólitískri umræðu teljumst hafa þar afskipti.

Aftur á móti er margt í skrifum Eiríks á jaðri eðlilegrar pólitíkur eins og þegar hann skrifar um flokksbróður minn Birki Jón Jónsson. Í stuttri en afar ómálefnalegri umfjöllun um ágreining Birkis og Guðmundar Ólafssonar hagfræðings tekst lektornum að hraungla saman í einni málsgrein nokkrum neikvæðum lýsingarorðum. Sagt að það sé grautfúll pyttur í að falla að efast um orð Guðmundar Ólafssonar, það sé ennfremur vont að svamla í for og illt að vera í leiðindapytt en aldrei vikið orði að rökum, hvorki Guðmundar, né Birkis Jóns. Svona er kannski umræðan hjá þeim sem eru hættir í pólitík.

Alvöru einangrunarsinnar

Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna sem ég vona að sé ekki líka hættur í pólitík beitir reyndar svipuðum röksemdafærslum í Evrópuumræðunni í grein sinni 29. desember sl. Þar er ég útmálaður sem hættulegur einangrunarsinni og maklega settur á bekk með þeim sem gagnrýndu EES samninginn á sínum tíma. Ég er ennþá mjög gagnrýninn á þann samning, en látum það liggja milli hluta. Ég er nefnilega ekki einangrunarsinni eins og þeir félagar Andrés og Eiríkur eru svo sannarlega.

Allar miðaldir trúðu Evrópumenn því að hinn eiginlegi og siðmenntaði heimur næði ekki út fyrir Evrópu og allt þess utan voru lönd kýklópa og kynjadýra. Líkt er þeim mönnum farið sem nú telja að Ísland muni einangrast frá umheiminum ef það gengst Evrópuvaldinu ekki á hönd. Fyrir nokkru færði Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður fram þau rök að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópusambandið vegna þess að þá myndi það einangra sig um of og tapa tækifæri sínu til þess að þróa hér áfram alþjóðlega fjármálamiðstöð. Lönd eins og Lúxemburg hafa sopið seyðið af einangrunarstefnu Evrópu á undanförnum árum og þar er nú langt því frá eins blómleg alþjóðaþróun eins og var áður og fyrr. Staðreyndin er að Evrópusambandið er fyrst og fremst múr tolla, fólks og fjármagns í heimi þar sem Evrópa er bara pínulítil. EES samningurinn hefur gefið okkur forsmekkinn af þessari einangrun m.a. í því að nú er næsta útilokað fyrir fólk utan Evrópu að fá atvinnu á Íslandi. Léleg alþjóðavæðing það.

Ofbeldi skriffinnanna

Það er ekki rétt hjá Andrési Péturssyni að samrunaþróun Evrópu hafi orðið af fúsum og frjálsum vilja þjóðanna. Í reynd álíka lygi eins og að Íslendingar hafi gerst kristnir af fúsum og frjálsum vilja þegar gíslatöku var í reynd beitt. Samrunaþróuninni hefur verið þröngvað upp á þjóðir Evrópu með ofbeldi skriffinna sem leitt hafa fólk aftur og aftur að kjörborði um sama hlutinn þangað til það kýs rétt - og þá aldrei aftur. Ömurlegri nauðgun á lýðræðinu er vandfundin.

Báðum er hinum meintu Evrópusinnum ákaflega misboðið að ég skuli nefna þá félaga Hitler og Stalín í sambandi við Evrópusambandið. Andrés bendir þar á að Evrópusambandið sé einmitt sett upp til að koma í veg fyrir endurtekin stríð. Hitler fullvissaði Gunnar Gunnarsson líka á sínum tíma um að hann væri ákafur friðarsinni og Stalín var af mörgum talin mikil friðardúfa.

Ég dró þá kumpána fram til að minnast á þá glapstigu sem hugsjónafólk gjarnan leiðist. Allir þeir sem sjá í útlöndum eitthvert fyrirheitna land í rósrauðum bjarma eru á vondum vegi. Getur átt við um þá sem trúa á Evrópusambandið líka.

Fólkið sem trúði á Hitler og Stalín var hvorki með klaufir né hala. Sjálfur gekkst ég bæði Pol Pot og Maó á hönd í fyrsta bekk Menntaskóla. Við lásum Stalín í leshringjum. Slíkar barnagrillur eru lærdómsríkar en líka víti til að varast.

Villigötur hinna hrifnæmu

Hinir meintu Evrópusinnar eru velflestir í hópi þessara hrifnæmu manna og sjá eins og lektorinn Eiríkur Bergmann merkingabær stjórnmál í því sem hann sjálfur kallar symbólisma Evrópusambandsins. Fyrir mér er þetta dæmi um alvarlegar villigötur margra Evrópusinna. Sem og það að skrifa undir þá tilhneigingu Evrópusambandsins að setja reglur um alla skapaða hluti. Evrópusambandið á það skylt með kommúnismanum og nasismanum að vera enn ein tilraunin til alræðis í mannlegu samfélagi. Slíkt mun nú eins og áður skila sér í verra hagkerfi og minna frelsi borgaranna.

Í stað persónudýrkunar hefur innan Evrópusambandsins vaxið upp dýrkun á samrunaþróun Evrópu, ofuráhersla á einsleitni þjóða innan ESB og margskonar furðuleg kenningasmíð um góða Evrópuborgara. Auðvitað eiga talsmenn Evrópusamtakanna ekki skilið að skreyta sig með heitinu Evrópusinnar, ekki frekar en bolsarnir gömlu sem kölluðu sig verkalýðssinna. Fyrst og síðast eru hugsjónamenn skrifræðisins í Brussel alræðissinnar og slíka menn ber að varast í pólitískri umræðu.


Á Sturlungaöld

Það er Sturlungaöld í borgarstjórninni í Reykjavík og ekki ofsagt að innan ráðhússins er nú annarhver maður með hnífasköft upp úr skyrtuhálsmálinu. Ástandi gæti kallað á nýja hönnun stóla og kannski að verða full þörf á endurnýjun í þeim efnum, svo mjög sem stólar í þessu húsi eru valtir og ótraustir. Líklega það sem í orðabók hrútavina kallaðist þríleppingar.

Sá mæti stjórnmálafræðingur Gunnar Helgi var í útvarpinu og sagðist aðspurður hafa verið of kjarklaus til að spá síðasta meirihluta öðru en lífi og sama yrði að eiga við um þennan. Sjálfur er ég alls ekki forspár - en teldi samt alveg eins miklar líkur á að íhaldið hrökklaðist aftur frá - eða þá að það setti undir meirihlutann aðra stoð á næstu vikum. Það er úr nógu að velja!

Annars er mér meira umhugað um efnahagsmálin og óttast að áhrif þessara bræðravíga við Tjörnina verði einmitt þau að ríkisstjórnin verði enn fjarri því að vera starfhæf. Þar hefur taugastrekkingur einkennt samstarfið þar sem hvorugur vill hinn styggja og var mjög áberandi í fari Sjálfstæðismanna fyrst eftir myndun vinstri meirihlutans. Það lagast ekki núna þó svo að titringurinn færist ögn til og er auðvitað gaman fyrir okkur í stjórnarandstöðunni. En samt áhyggjuefni því það er líka mikil sturlungaöld í efnahagsmálum þjóðarinnar og þeir tímar að þjóðin þarf trausta og samhenta stjórn - allt frekar en taugastrekktan meirihluta þar sem enginn hreyfir legg né lið...


Mótorhjól og heilastöppur og króna sem er kannski Trójuhestur

Svona fer okkur bókamönnum. Í síðbúinni jólatiltekt í hinu reykmettaða kvistherbergi mínu hér á Sólbakkanum rekst ég ekki á Davíð Stefánsson. Var búinn að steingleyma að sú fjallvæna skræða hafi dottið mér í jólagjöf og langar helst að byrja strax að lesa en læt það ekki eftir mér. Bíður kvöldsins. Það er nefnilega tiltektardagur sem jafnan er fyrirkvíðanlegt. imh_0420

En annars hefur vikan verið mér góð og ólíkt betri en krónunni sem endar hana sínu lakari en byrjað var og veit þó ekki hvað í vændum er. Vikan hefur að mestu farið í að hugsa og lesa um þetta barn lýðveldisins, íslensku krónuna, örlög hennar og líf. Því meira sem ég les og heyra því meira efast ég um að tvævetla þessi sé lengur á vetur setjandi. Guðmundur bloggvinur minn ég jafnan tek mikið mark á skrifar þannig í kommenti hjá mér:

Við hefðum t.d aldrei getað farið í stórframkvæmdinar fyrir austan með erlendan gjaldmiðil og FAST GENGI. Það er alveg á hreinu t.d. Sú mikla spenna í hagkerfinu sem við það myndaðist var pólitísk ákvörðun. Einmitt vegna þess að við höfum sérstakan gjaldmiðil þá aðlagaðist hann furðanlega þeim efnahagsveruleika sem myndaðist þannig að ekki kom til HARKALEGRAR lendingar í  hagkerfinu. Vegna þess að VIÐ HÖFUM okkar gjaldmiðil getum við ráðið því ALFARIÐ hvernig hann skráist. Það er ekkert sem segir að við eigum að hafa hann algjörlega fljótandi í dag. Getum búið til allskonar myntkörfur, auk þess að binda hann við ákveðin gjaldmiðil eins og sumir gera, með ákveðum frávikum til eða frá, sbr, Danir.  Teldi það  mun skynsamlegra en að taka upp erlendan gjaldmiðil sem við höfum engin áhrif á.  (Þetta er klippt út úr kommenti Guðmundar, bendi mönnum á að lesa það allt sem og afar góð tilskrif frá Halldóri Jónssyni og Bjarna miðbæjaríhaldi.)

Ég ætla ekki djúpt í þessa umræðu hér í stuttu bloggi en ég hefi efasemdir. Í fyrsta lagi um það að sú fljótandi króna sem við höfum í dag taki í reynd eitthvert mið af íslensku hagkerfi og íslenskum veruleika. Það hefur verið bent á að gengið óð hér upp á þenslutíma Kárahnúpa og þannig eigi það einmitt að vera. Það má vera en bæði var sú gengishækkun ekki nema að hluta til rakin til innlendrar þenslu og stærri hluta erlendrar spákaupmennsku með íslenska hávaxtakrónu. Þar fyrir utan hefi ég ekki algera sannfæringu fyrir að hið háa gengi á þeim tíma hafi verið til góðs nema að litlu leyti. Hér á landi - öfugt við lönd sem eru allt að því sjálfbær með eigin iðnvarning - virkar gengishækkun hvetjandi á neyslu og það gerir alla hefðbundna hagstjórn mjög erfiða.

Þetta var í fyrsta lagi, Guðmundur. Í öðru lagi er ég ekki viss um að við höfum þetta algera frelsi til að ákveða hvað sem er varðandi gjaldmiðilinn. Þar skiptir miklu að einn af okkar öflugustu atvinnuvegum í dag er bankastarfssemin og ég er ekki viss um að króna sem lýtur með óbeinum hætti stjórnvaldsákvörðunum, t.d. með myntkörfuleiðinni eða dönsku leiðinni, njóti nægilegs trausts til þess að það teljist viðunandi fyrir fjármálageirann. Þar getum við illa borið okkur saman við Dani sem eiga bæði miklu stærra hagkerfi og miklu meinleysislegri fortíð. Við eigum ekki þá fortíð í efnahagsstjórn að handstýrð króna teldist mjög traust og mér finnst við ekki einu sinni lagðir upp með að vinna okkur inn slíka fortíð.

Í þriðja lagi; almennt er innlendur gjaldmiðill hluti af sjálfstæði, hluti af sjálfstjórn í efnahagsmálum og ég er fullveldissinni. Þessvegna er ég ekki hlynntur inngöngu okkar í ESB. En stundum dettur mér í hug að hin íslenska króna sé hálfgerður Trójuhestur sem færir erlendum fjármálaspekúlöntum raunveruleg og háskaleg völd í íslensku efnahagskerfi. Fyrir þeirra áhrif höfum við nú um langt árabil blóðmjólkað útflutningsatvinnuvegina í landinu sem ekki eru beint búhyggindi. Kannski verður næsta innlegg spekúlantanna í hagstjórnina að skapa hér glundroða með öfgafullum gengislækkunum. Vonandi þó ekki!

En annars ætlaði ég ekki að vera með bölmóð hér og nær að tala um eitthvað skemmtilegt eins og það að í vikunni mættum við þrír félagar í Dakarklúbbnum á stofnfund Slóðavina þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Þar var Guðmundur Tryggvi kjörinn í stjórn og alveg óvænt var Siv þarna líka og það var hún sem tók myndina. Svo lenti ég í viðtali við 24 stundir um þorramat og slysaðist til að tala þar um heilastöppur sem konu minni þótti miður...


Furðufyrirbrigðið krónan og takmarkanir ESB

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson er viðskiptamaður ársins að mati Viðskiptablaðsins og vel að þeim titli kominn. Í viðtali sem tekið er af því tilefni ferst þessum færasta peningamanni þjóðarinnar svo orð um íslensku krónuna: bjorgolfur

„Íslenska krónan er furðufyrirbrigði. Þetta er málefni sem aldrei virðist mega ræða, en er þó rætt með furðu opinskáum hætti. Þetta er kannski svipað og með alkóhólisma, sem ekki mátti ræða í kringum 1970, en er nú á hvers manns vörum. Sama virðist vera með íslensku krónuna. Það sést vel hve einstakt fyrirbæri hún er, að af 200 sjálfstæðum þjóðum heimsins eru aðeins 40 sem hafa minna en eina milljón íbúa. Þar af er bara ein þjóð sem hefur sína eigin mynt, Ísland."

Samlíking Björgólfs við alkóhólismann er mjög góð og nær vel því undarlega andrúmslofti sem ríkir í umræðu um gjaldmiðilinn. Eitthvað sem ekki má ekki ræða um, er tabu, en samt rætt um í sleggjudómum og slagorðum. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs.

Hinn bleiki fíll íhaldsins

Mestu ræður hér að málefnið er algerlega sniðgengið í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokki og raunar er krónan og hennar Seðlabanki orðin að stórum bleikum fíl innan þess herbergis, svo áfram sé notað líkingamál alkasálfræðinnar. Hinn bleiki fíll þrengir sér inn í alla umræðu, er alltaf aðalatriði,- en samt eitthvað sem ekki má ræða.

Í besta falli er því borið við í umræðum Sjálfstæðismanna að aðrir gjaldmiðlar sveiflist líka og því skuli krónan ekki mega það. Ekki séu kanar nú að hugsa um að hætta að nota dollarann þó hann sveiflist, skrifa stöku sjálfstæðismenn eins og til þess að eyða umræðunni. Í fyrrnefndu viðtali bendir Björgólfur Thor á að 85-90% af verðmyndun íslensku krónunnar sé nú í höndum spákaupmanna. Dollarinn sveiflast aftur á móti með hagkerfi Ameríkumanna.

pink-elephant
Undirritaður hefur bent á hættunni af hinni litlu krónu í greinum fyrst fyrir um ári (sbr. heimasíða mín, bjarnihardar.blog.is frá 12. janúar 2007) og jafnframt á möguleika Íslendinga á nýrri öld. Valgerður Sverrisdóttir var fyrst stjórnmálamanna hérlendra til að benda á þann sama möguleika um mitt síðasta kjörtímabil, sem Björgólfur Thor talar nú fyrir, að Íslendingar hreinlega taki upp annan gjaldmiðil en krónuna.

Nær alla 20. öld var íslenska krónan bundin pólitískri gengisskráningu og taldist lengi eðlilegt miðað þá strauma sem þá voru í fjármálaheiminum. Það eru þó varla forsendur fyrir að taka þá stefnu upp að nýju.

En það eru heldur ekki forsendur fyrir því að jafn lítill gjaldmiðlill sé fljótandi á alþjóðamörkuðum og ekki hægt að benda á neitt dæmi um að slíkt hafi lukkast. Íslenska krónan er einfaldlega langminnsti fljótandi gjaldmiðill í heimi. Þegar horft er á að genginu er í reynd stjórnað af alþjóðlegum spákaupmönnum eru rökin veik fyrir því að með krónunni höldum við fullveldi og innlendu stýritæki.

Hin alþjóðlega spákaupmennska hefur nú um langt skeið viðhaldið ofurháu gengi miðað við aðstæður innanlands og þannig blóðmjólkað hinar raunverulegu mjólkurkýr þjóðarbúsins, útflutningsatvinnuvegina. Fari svo að kreppi að á alþjóðlegum mörkuðum getur svo farið að eftirspurnin eftir svokölluðum jöklabréfum snarminnki og krónan lendi þá í frjálsu falli. Hvorugt er efnahagslegu fullveldi okkar til góðs.

Gamaldags Samfylking

Viðbrögð Sjálfstæðismanna í gjaldeyrisumræðunni minna vissulega á alkaumræðuna eins og hún var fyrir 30 árum en við þurfum að fara vel 50 ár aftur í tímann til að finna samlíkinguna við Samfylkinguna. Um miðja öldina var aðeins eitt gert við alkóhólista,- og það reyndar ekki fyrr en seint í ferlinu. Þeir voru sviptir sjálfræði,- og gagnaðist auðvitað ekki.
bjorgvin_g

Lík er lausn Evrópukrata sem sýna oft ótrúlega lítinn áhuga og skilning á uppbyggilegri umræðu um efnahags- og gjaldeyrismál en hrópa upp yfir sig með glýju í augum, göngum í Evrópusambandið, göngum í Evrópusambandið! Fremstur í þessum flokki fer nú vinur minn og granni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Á meðan stefnan er sett á slíka sjálfræðissviptingu hins íslenska lýðveldis verður eðlilega lítill áhugi á umbótum og uppbyggingu innan þess fullvalda og frjálsa hagkerfis sem við enn eigum. Það er auðvitað orðin mjög gamaldags og úrelt hugsun að trúa á ríkjabandalög og halda að hægt sé að hundsa þjóðleg gildi. Sést best í heimahreppi ESB, Belgíu en um það hefi ég skrifað áður. Hér ætla ég að halda mig við hin viðskiptalegu rök.


Björgólfur Thor afgreiðir með mjög sannfærandi rökum athafnamannsins þá spurningu hvort við eigum að ganga í ESB. Ég tel rétt að enda grein þessa á beinni tilvitnun í viðskiptajöfur ársins. Hafi hann heila þökk fyrir:


„Ég tel að það myndi takmarka okkur. Við eigum að halda í þann sveigjanleika sem við höfum í dag. Við erum með margvíslega fríverslunarsamninga og við höfum möguleika á því að verða fjármálamiðstöð til langs tíma eins og margoft hefur verið talað um. Þannig getum við tekið við af Lúxemborg og Ermasundseyjunum, kjósum við svo. Það gerist hins vegar ekki ef við erum komnir inn í ESB."

(Birt í Morgunblaðinu 30. desember 2007)


Rádherra spaugar á Nílabökkum

Samningsundirskrift Ingibjargar Sólrúnar er ágaet en kemur mér samt spánskt fyrir sjónir. Sama kona ku í forsvari fyrir flokk sem hefur á stefnuskrá sinni ad Íslendingar gangi í Evrópusambandid. Ef thad yrdi ad veruleika falla allir svona samningar daudir og ómerkir. Reyndar fríverslun okkar vid Egypta líka, nema thá ad ESB hafi gert sambaerilega samninga sem eg tel ósennilegt. Og midad vid thá trú Samfylkingarmanna ad Ísland verdi komid i ESB innan fárra ára hlýtur thessi samningsundirskrift rádherrans tharna í sólinni ad hafa verid einhverskonar spaug. Skyldi Mohamed Rashid vidskiptarádherra theirra Egygta vita ad thad var verid ad spauga med hann á Nílabökkum...

Grínlaust thá er ég reyndar vongódur um ad Ingibjörg sé ad turnast til hins betra og hvergi er konu úr Baejarhreppnum nú betra ad turnast en einmitt í Barbaríinu. Thad eru fordaemi fyrir slíku í okkar kjördaemi. Ferdir Ingibjargar um heiminn og thátttaka í vidskiptasamningum vid fjarlaegar thjódir hljóta smám saman ad opna augu hennar fyrir thví ad Evrópa er ekki nafli alheimsins, - var thad kannski um stutt skeid sögunnar en er ekki lengur og verdur ekki á nýrri öld. Thad ad loka Ísland inni í tolla- og vidskiptamúr ESB og kasta burtu fríverslunar- og vidskiptasamningum okkar vid adrar thjódir vaeri glapraedi. Ég er í hópi theirra Framsóknarmanna sem alltaf hef haft nokkurt dálaeti á Ingibjörgu Sólrúnu og thví vil ég trúa thví ad hún viti vel hvad hún var ad gera í Egyptalandi!

Annars á ég ekki ad vera ad fjasa thetta um thjódmálin, nú á naestsídasta degi á Kanarí thar sem vid fedgar sitjum inni á netkaffi hjá arabískum vinum okkar, nýbúnir ad snaeda hjá japönum. Sannarlega althjódlegt hér í Las Palmas. En letilífid hefur angrad mig svo sídustu daga ad í dag var ég farinn ad lesa í Evrópuskýrslu sem ég hafdi med mér - samin af Evrópunefnd forsaetisráduneytisins á sídasta ári og hin ágaetasta aflestrar. Thessvegna gat ég ekki stillt mig um ad leggja ord í belg um Nílaraevintýri utanríkisrádherra.

Skýrsla thessi er svosem alls ekki eins spennandi og Vallander eda Allende sem ég hef legid yfir hér í sólinni. En thó eru í henni sprettir eins og sú skrýtla ad Ísland er fyrir utan skylduverkefni thau sem EES leggur okkur á herdar vera med í sérstökum samrádsvettvangi Evróputhjóda um járnbrautir. Gott fyrir fólkid ad njóta hér ráda Íslendinga - enda nú fyrst sem ég skil almennilega hversvegna thad eru svona fínar járnbrautur hér í álfunni...

 DSC02029DSC02027En nú dugar ekki hangs thetta lengur, tharf upp á hótel ad pakka nidur enda heimferd á morgun. Sendi hér med myndir sem hofdingskonan Eva Hreinsdóttir sendi mér frá fundinum okkar Framsóknarmanna á Klörubar en hér er Halldór Ásgrímsson ad taka vid hljódnemanum hjá mér og á hinni er ég ad tala - med framsóknarhúfuna gódu!


mbl.is Skrifað undir fjárfestingarsamning við Egypta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurnesin og Framsóknarflokkurinn

Suðurnesin,- á Framsóknarflokkurinn eitthvert erindi þangað, spurði kunningi minn mig um daginn þegar ég var að leggja í enn eina ferðina í Framsóknarhúsið á Hafnargötunni í Reykjanesbæ og það lá einhvernveginn í loftinu mikil vantrú á verki dagsins. 2

Af því ég ekki mátti vera að því að ræða málið þennan októberdag ákvað ég að svara spurningunni hér á þessum síðum. Spurningunni um erindi Framsóknarflokksins inn í samfélag okkar á Suðurnesjum og að breyttu breytanda önnur samfélög á Suðvesturhorninu. Á ekki síður við um Selfoss, Hveragerði, Þorlákshöfn og Grindavík.

Framsóknarflokkurinn er landsbyggðarflokkur og málsvari bænda í landinu. Á því er enginn efi í mínum huga og ég held að helftin af þjóðinni hafi þetta á hreinu. En í þeirri fullyrðingu felast engin neikvæð skilaboð gagnvart öðrum áhersluatriðum, atvinnugreinum eða byggðasvæðum.  Flokkur okkar á brýnt erindi við alla landsmenn og hin tæra Framsóknarstefna á erindi við öll byggðarlög.

Í landi okkar hefur sama flokkakerfið verið við lýði í frá því fyrir lýðveldisstofnun og hver þessara flokka stendur fyrir ákveðnar hugsjónir, ákveðna lífssýn sem allar hafa sitt hlutverk. Sá sem mest lagði að mörkum til þessarar flokkaskipunar var reyndar okkur maður, Hriflu Jónas.

Við höfum stóran hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem rúmar mjög breytt bil skoðana allt frá frjálshyggjugengi til íhaldssamra hægri sinnaðra velferðarkrata. Við eigum svo flokk hægri sinnaðra Evrópukrata, Samfylkinguna sem áður hét Alþýðuflokkur, flokkur manna sem aðhyllist margt af sjónarmiðum jafnaðarstefnunnar en á það einnig sameiginlegt að trúin á landið, mátt þjóðarinnar og gildi þjóðernisins er í algeru lágmarki. Í öfgakantinum eigum við svo Vinstri græna sem líkt og Alþýðubandalagið sáluga heldur undir regnhlíf sinni megninu af því liði sem vill vera í stjórnmálum en verður samt aldrei almennilega stjórntækt vegna óbilgirni, sérvisku og einstrengingsháttar. Innan þessa flokks er reyndar einnig mikið af góðu Framsóknarfólki og þar er að nokkru leyti okkur Framsóknarmönnum sjálfum um að kenna.

80_025628102057

En hverjir erum við Framsóknarmennirnir. Jú, þjóðlegir, landsbyggðasinnaðir jafnaðarmenn með sterkar rætur í atvinnulífi, menningu og sögu okkar þjóðar. Þær raddir hafa vissulega verið til, jafnvel í okkar flokki að dagar hins þjóðlega jafnaðarmanns væru senn taldir. Þjóðhyggjan átti um áratugi undir högg að sækja og ekki að ósekju eins og ódámurinn hann Hitler nauðgaði því hugtaki. En það þarf bæði blinda menn og heyrnarsljóa til að taka ekki eftir því að tímarnir eru að breytast. Þjóðhyggjan er í nýrri endurreisn sem mikilvægt er að leidd verði af öfgalausum og víðsýnum alþjóðasinnum. Meira að segja heimsborgin Brussel er nú skekin af átökum Vallóna og Flæmingja.

Okkur á ekki að vera skemmtan að heiftúðugum átökum þjóðernishópa en besta leiðin til að stuðla að þeim er að afneita sérstöðu einstakra hópa og nauðga hér öllu saman. Sífellt fleiri fræðimenn gera sér nú grein fyrir að leið friðarins í heiminum er í gegnum þjóðhyggjuna en ekki gegn henni, með viðurkenningu sérkennanna, sjálfsstjórnarinnar, sjálfstæðisbaráttu landssvæða og auknu héraðavaldi.

Það verður enginn heimsborgari án þess að eiga sér rætur og enginn bústólpi síns héraðs án þess að hafa séð sig um. Þessvegna gegnir hérað eins og okkar með alþjóðaflugvellinum og gátt um veröld alla mikilvægu hlutverki og það gerir ekki síður hinn þjóðlegi framsækni og samt rótfasti Framsóknarflokkur.

Íslandi allt

(Birt í desember 2007)


Spjallad vid baendur a jolunum

Threttandinn er ekki stor dagur heima a Islandi en thví staerri hér sudur á Kanarí, eiginlega jólin sjálf. Í gaerkvoldi voru hér mikil hátídarhold vid komu vitringanna, stodu einmitt sem haest thegar vid komum inn i baeinn og skrudgangan sem maetti okkur var hreint frabaer. Hér ridu hinir austurlensku ulfoldum i fylgd engla sem dreifdu karamellum yfir hópinn og lestina ráku fjárhirdar med alvoru fjárhóp inni í midri Las Palmas. Í kjolfarid kom svo auglýsingalest frá Toyota.kanarimyndir2008 287..

Í dag mátti hvarvetna sjá sparibúid fólk med pakka í leid í fjolskyldubod. Reglulega skemmtilegt. Vid svafum samviskusamlega til hádegis og fórum thá í bíltúr út fyrir baeinn, upp í fjallabaeina sem eru sumir eins og klipptir út úr aevintyrabókum. Arucas, Firgas og endudum í Teror sem er stundum kalladur svalabaerinn thvi tar eru vida a gomlu husunum utskornar svalir, hluti af byggingaarfi maranna i spaenskri menningu og minnir reyndar á ad Spánverjar laerdu baedi gott og illt af márunum sem vid nú kollum araba.

Upphaflega voru svalir thessar allokadar med timburneti thannig ad solargeislar nadu thar adeins inn um litil got. Og thetta voru einu moguleikar giftra kvenna á útivist, ad vidra sig á svolum thessum. Sídan hefur margt breyst til hins betra og nú ganga spaenskar senjórítur bara úti um gotur og torg beraxla...

Myndin er af okkur Gunnlaugi thar sem vid spjollum vid baendur i baenum Firgas!


Skemmtilegur Kanarífundur

untitled

Fjölmenni var á Framsóknarfundi á Klörubar á Kanarí í morgun,- já öflugastur allra flokka hér í syðstu starfsstöð Suðurkjördæmis er vitaskuld Framsóknarflokkurinn. Þökk sé þeim snillingunum Sturlu Þórðarsyni úr Hveragerði og Suðurnesjamanninum Kalla Ara sem standa hér að einstöku og öflugu félagsstarfi. Halda Framsóknarfund í viku hverri og fá tugi og stundum hundruð til að mæta,- ætli fundurinn í morgun hafi ekki slagað í 100 manns.

Fundurinn var auglýstur á helstu stöðum sem Framsóknarfundur með 8. þingmanni Suðurkjördæmis en varð áður en yfir lauk annað og meira. Halldór Ásgrímsson fráfarandi formaður heiðraði fundinn og lék á alls oddi. Flutti skörulega ræðu um þær skyldur stjórnmálamanna að takast á við og gera fleira en það sem til vinsælda er fallið. Stjórnmálamenn mættu ekki vera átakafælnir. Nefndi í því samhengi þau pólitísku verk sín og flokksins sem mestri gagnrýni hafa mætt, s.s. stórframkvæmdirnar á Austurlandi - góð ræða hjá formanninum fráfarandi.

Jón Magnússon þingmaður Frjálslyndra kom einnig og hélt ágæta ræðu og umræður á fundinum voru líflegar.

Myndir frá fundinum koma síðar...


Af þjóðskáldinu, þjóðernisrómantík, Gvendi eilífa og auði Íslendinga

Ritað við tveggja alda afmæli Jónasar Hallgrímssonar

„Það eru 300 milljón konur Kína en það er ekki nóg að sjá, maður verður að fá…“ gudmundur_sigurdsson_eilifi

Þessi einstaka speki er höfð eftir árneskum lífskúnstner og sérvitringi, Guðmundi heitnum eilífa sem margir miðaldra og eldri menn hér austanfjalls muna eftir. Guðmundur gekk einn sinn æviveg og hefur á köflum þótt það súrt eins og ofanrituð ummæli benda til þó máske hafi þetta nú verið það líf sem hentaði honum mætavel.

En því er ég að byrja umfjöllun um þjóðskáldið Jónas á tilvitnun í einn okkar minnstu bræðra úr Flóanum að hér er betur en oft færður í orð sú greining að ekki er nóg að koma auga á vandann og lausn hans, það þarf galdurinn til að koma þessu tvennu saman. Vandanum og lausninni. Í nútímanum eru skrifaðar um þetta vandamál langar skýrslur sem þó segja minna en Gvendi eilífa tókst að segja í hálfri setningu.

Gvendur eilífi

Fæddur í þróunarlandi

Jónas Hallgrímsson var fæddur í vanþróuðu fátæku landi þar sem þegnarnir vissu sig versta og lúsugasta allra heimsbyggjara og tæpast með mönnum taldir. Þegar Hollenskum ævintýramönnum þóknaðist að herleiða þá til þrældóms suður í Alsír töldu sumir sig hólpna og happadrengi svo mjög að þeir afþökkuðu að vera leystir úr prísundinni. Þegar hjólbörur komu fyrst til landsins báru menn þær millum sín og það leið öld ár frá fæðingu Jónasar til þess að íslenskir bændur væru almennt farnir að skilja nytsemi hjólsins. jonas_hallgrimsson

Afar Jónasar og ömmur höfðu fyrir satt að þeir töluðu danska tungu, afbakaða að vísu en danska samt og á þeirra tíð veltu menntamenn landsins því fyrir sér að taka upp ritmál dana til þess að víkka hér sjóndeildarhring þjóðar sem hafði hvort sem er ekki efni á að prenta upplýsingarit sinnar aldar og vissi engan sérstakan tilgang með því annan en óhagræðið að tala nesjamál það sem hér var. Talsmenn tvítyngis og þess undirlægjusamasta í alþjóðavæðingu mættu margt sækja í smiðju 17. og 18. aldar Íslendinga þó í þá tíð hafi meira verið horft til dönsku en ensku sem samt engu skiptir. En Jónas var ekki þar.

Raunar er ekkert auðvelt að skilja það land sem Jónas Hallgrímsson yfirgaf 1832 og kom raunar ekki aftur til nema sem gestur og sendimaður danskra embættismanna í sumarferðum eftir það. Það var ekki bara að land þetta væri harla ólíkt Danmörku í náttúrufari og veðráttu. Það var algerlega framandi og frumstæður menningarheimur og væri flestum okkar nútíma Íslendingum óskiljanlegt land. Land þar sem erlendir ferðamenn treystu sér illa til að gista í hýbýlum manna og relluðu gjarnan um að fá frekar að sofa í köldum kirkjuhúsum sökum óþrifnaðar, ólofts og meindýra í hinu rómaða baðstofulífi. Og þjóðin sem bjó við þessar aðstæður vissi vel upp á sig eymdina og skömmina. Jónas best.

50hirdingjar_stor Hirðingjarnir mínir í Barbaríinu.

Með bændum í Barbaríinu

Fyrir nokkrum árum var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast fátækum sauðfjárbændum í Barbaríinu, nánar tiltekið í Atlasfjöllunum í Marokkó og held að þar hafi ég komist næst því að skilja 18. aldar Íslendinga. Þar blandaðist saman sem undarlegum hætti stolt yfir að vera berbi og fjallabóndi en um leið sannfæring fyrir því að verra gæti hlutskiptið eiginlega ekki orðið. Landið var hrjóstrugt og vont, lífið hart og miskunnarlaust og svo óendanlega fjarlægt sápuveröld alheimsins sem fólk þetta hafði séð glimt af í gegnum sjónvarpsskjái eyðimerkurkaupstaðanna. Ekkert sjónvarp í sveitinni.

Meðan ég staldraði við í hýbýlum þessa fólks var húsfreyjan að gera slátur með harla líkum hætti og við gerum hér heima en hreinlætisstigið á eyðimerkursandinum nær því sem var á dögum Jónasar en nú. Þjóðarstolt þessa fátæka fólks virtist mér sært svo djúpu og blæðandi sári að ekkert fengið þeir um bætt. Ég ætla ekki að hætta mér djúpt ofan í pælingar um samtímann en vitaskuld er það í þessum andstæðum sem upp spretta öfgahreyfingar eins og Al-Kaída og liðsmenn hins heilaga stríðs. Við fengum Jónas.

Spegillinn og þjóðhyggjan

Sálfræðingar og aðrir nútímalegir þerapistar sem fá það verkefni að púsla saman brotinni sjálfsmynd einstaklinga nota oft til þess undarlegar aðferðir. Ein af þeim vinsælli er að fá fólk til þess að brosa í spegil og segja við sjálft sig, þú ert fallegur, þú er æði eða aðra álíka rökleysu. Nú er mikill minnihluti fólks til muna fallegur og bros lagar stundum minna en ekkert. Á ekki hvað síst við um það við um vandamálafólkið sem lendir hjá þerapistunum, eða hvað?

Það má velta því fyrir sér hvort ekki væri nær að fólk þetta hefði upp á vegg hjá sér mynd af Jóni Travolta eða fagureygri kryddpíu og brosti til hennar. En sálarnir eru vissir í sinni sök að það myndi ekki virka, hinn tannlausi, gráhærði og geiflaði á að brosa framan í eigið smetti. Það er þeirra galdur - lukkast með suma en aðrir halda áfram að horfa á fyrirmyndina Travolta og lagast aldrei.

Galdur Jónasar var sá sami og það var galdur sem lukkaðist öfugt við það sem gerst hefur í góðri helft þeirra ríkja sem voru álíka vanþróuð fyrir hálfri annarri öld síðan. Víðast hvar hefur Travolta aðferðin verið notuð, aðferð fyrirmyndanna og eftirbreytninnar í stað aðferðar sjálfstyrkingar og uppbyggingar.

Öfugt við þá sem stundum leggja leið sína til hjálpar berbunum í Atlasfjöllum og koma eins og marsbúar af kontórum í Evrópu þá var Jónas hluti af íslenskri alþýðu, hold af hennar holdi, blóð af hennar blóði og gat talað innanfrá. Hann gat verið þessi spegill sem hinum utanaðkomandi aldrei tekst að vera.

fjolnismenn Hinir ódælu og jafnvel óvinsælu Fjölnismenn.

Drykkfelldur fabúlusmiður

Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins sögunarverksmiðja í Brasilíu, yrkir 20. aldar skáldið Megas um skáldbróður sinn en í raun og veru var það ekki kennderíið sem þjóðinni blöskraði á 19. öld, ekki ef eitthvað er að marka skýrslur Harboes og æviskrár Páls Eggerts sem gefa báðir í skyn að alkóhólismi hafi verið útbreiddur meðal allra sem höfðu efni á að vera alkar. Að ekki sé nú verið að gera viðkvæmum sálum þá skráveifu að vitna í aldarfarslýsingar Friðriks Eggerts prests á Ballará þar sem fyrirmenni verða sér reglulega til skammar á fylleríum. Og Jónas var þar.

Það sem konunghollum og menntuðum, sigldum Íslendingum blöskraði að vonum var sú endemis fabúla rómantíkeranna að hér væri allt fegurst og best, fortíðin glæst, fjöllin listaverk og smjör af hverju strái. Menntaðir Íslendingar þess tíma vissu að þetta var skröksaga og skildu ekki tilganginn með slíku skröki. En Jónas vissi það og enginn skyldi ætla að hans náttúrudýrkun og málvöndunarpólitík hafi verið meiningarlaust hjal eða skrök án tilgangs.

Ísland farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir... hagsælda hvað. Hvaða hagsæld er í landi þar sem ekki einu sinni hægt að rækta korn og eimyrja Skaftárelda nýbúin að leggja stór landsvæði í auðn. Vorum við ekki rétt að tala um að best væri að flytja þjóðina á jósku heiðarnar...

50eggert_olafsson_teikning Teikning úr safni Eggerts Ólafssonar.

...enga langar útum heim að blína!

Jónas var reyndar ekki fyrstur,- en hann var samt fremstur. Hann átti sér sporgöngumann, (auðvitað átti hér að standa "forgöngumann", leiðr.5.1.´08) undanfara eins og frægur ræðumaður suður í Palestínu árum fyrr. Sporgöngumaður Jónasar var raunar langt á undan sinni samtíð og átti það sameiginlegt með Jónasi að deyja ungur. Þetta var rómantíkerinn Eggert Ólafsson sem kom heim frá námi í Kaupmannahöfn með slíkja glýju í augum gagnvart landinu að mér er til efs að nokkur hafi þar komist með tærnar í hans skófar. Það er ekki bara sumarið sem er gott á Íslandi...

Veturinn þó vari lengi,
við hann semur öllu mengi;
kulda gefur iðjan engin
undir skemmtun lesarans;
útum sveitir Ísalands
vakan líður, volgt er engi,
viður lauga kvína;
enga langar útum heim að blína.

Það er með öðrum orðum svo gott að vera á Íslandi að það getur engan þaðan langað til útlanda og þeim sem vinnur verður ekki kalt í vetrarfreranum. Það eru þá til heitar laugar. Mest og mögnuðust er þó matarást Eggerts á landinu sem fjöldi kvæða hans fjallar um frægast þar kvæði sem hefst á vísuorðunum:

Ef þú étur ekki smér,
eða það sem matur er,
dugur allur drepst úr þér,
danskur íslendingur.

Fyrir okkur er þessi vísa ekkert merkileg sem lifum nú löngu eftir að danahatur er farið og búið og tilheyrir einhverri óskilgreindri fortíð eins og sumt í þeirri þjóðrembu sem hér kemur fram. En á tímum Eggerts Ólafssonar tilheyrði þetta tvennt, þjóðremban og danahatrið ekki fortíð og ekki heldur nútíð heldur einhverri alveg óskilgreindri framtíð og þessvegna er öll hugsun Eggerts Ólafssonar, öll hans framsýni stórmerkileg og miklu merkilegri en skáldskaparhæfileikar hans sem þó eru í ágætu meðallagi íslenskra þjóðskálda.

Nú má auðvitað velta því fyrir sér hvað sé svona merkilegt við þjóðernisrómantík eða gott við danahatur á Íslandi á 18. öld. En hvorutveggja var einmitt angi af þeirri aðferð sem sálfræðingarnir nota í þerapíum 21. aldarinnar að telja fólki með góðu eða illu í trú um eigið ágæti. Spegilstæknin. Matarást Eggerts á landinu var vitaskuld áróðurstæki þess tíma þegar þjóðin svalt hálfu hungri og sá að vonum fyrir sér að til væri betri veröld með öðrum þjóðum og þeirra mat. Eggert hélt nú ekki:

En sætindum annarra ríkja
aldrei skal við þetta líkja
eigurnar þau af oss svíkja
orsök gerast heilsubanns...

Góðmenni með ranga skoðun

Vitaskuld var Eggert ekki bara fornlegur þjóðernissinni heldur um leið heimsborgari eins og líka Jónas. En það átti fyrir þessum framsýna manni að kemba hærurnar. Eggert Ólafsson drukknaði í Breiðafirði árið 1868 og varð því ekki sá andlegi leiðtogi sem þjóðin þurfti. Í staðin féll sú forysta í hendur manni sem sá veröldina allt öðrum augum, upplýsingaleiðtoganum og alþjóðasinnanum Magnúsi Stephensyni sem leiddi yfir þjóðina margar nytsamlegar hugmyndir vísinda og framfara sinnar aldar og var óþreytandi lærimeistari, bókaútgefandi og áróðursmaður. En með ranga skoðun.

Það eru heimildir fyrir því að Magnús Stephensen hafi velt því fyrir sér að gefa út eitthvað af miðaldabókmenntun Íslendinga en komst að því að bókmenntir þessar væru hvorki gáfulegar né uppbyggilegar. Hann heyrst seint og snemma lofa allt hið útlenska og menntaða en skynjar ekki annað í umhverfi sínu en hrjóstrið og menntunarleysið. Hann er með öðrum orðum lærimeistarinn sem segir þjóðinni að brosa framan í fyrirmyndina, ekki í spegilinn. Magnús hafði skömm á fornaldardýrkun og þjóðræknishugsun og dó árið 1833, rétt áður að Fjölnir byrjaði að koma út. Þá skilningsvana á þann samtíma sem var að hellast yfir. magnusStephensen

En til þess að öllu sé til skila haldið sem sanngjarnast er að þá var Magnúsi vitaskuld margt vel gefið. Hann var vísast góðmenni, allavega mildur í refsingum, talsmaður hrossaketsæta og átti í dómstörfum sínum í eilífu stríði við rómantíkerinn Bjarna Thorarensen sem var refsiglaður og uppskrúfaður gagnvart almúganum. En það er aukaatriði þessa máls - nema bara til að koma því á framfæri að hin pólitíska mynd er langt því frá að vera svarthvít mynd af hinum réttsýna og hinum rangstæða,- þannig er hugmyndasagan aldrei sem betur fer.

Magnús Stephensen.

Dýrmæt uppskrift að velmegun

Nú mætti ætla að þeir Jónas og Eggert og aðrir talsmenn þjóðernisrómantíkur hefðu notað hólið eitt til þess að upphefja íslenska þjóð og það er næsta einföld uppskrift. Við skulum hafa það hugfast að ef einhver gæti skrifað uppskrift þessara manna niður þá mætti með henni bjarga öllum þriðja heiminum frá vesöld. Það sem hér gerðist var ekkert minna en það að skelfilega fákæn, fátæk, fámenn og raunverulega fáfengileg eyþjóð stökk úr því að vera öftust og vanþróuðust allra þjóða yfir í það að vera fremst í efnum, menntun, velsæld og hverju sem nafni þarf að nefna. Með Jónasi.

biafra

En uppskrift þessara manna var ekkert einföld, ekki frekar en vel heppnað uppeldi og einkenndist jöfnum höndum af blóðugum skömmum og upphöfnu hrósi, mikilli tilfinningasemi og oftar en ekki harla litlu raunsæi. Eða hvaða skoðun stenst það að Íslendingar 18. aldar hafi ekkert til útlanda að sækja, þurfi nú ekki á það að blína!

Megas síns tíma!

Skammirnar fylgdu þessum tveimur boðberum þjóðfrelsisins eins og skugginn. Eggert yrkir um íslenska bændur og kallar þá „sudda drunga daufa anda" en Jónas lýkur kvæði sínu um Ísland farsælda frón á orðunum:

Ó þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir
Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá.

Fátækt og hungur, áður
hlutskipti okkar
Íslendinga en nú aðeins
þekkt af erlendum fréttamyndum!

Skammirnar voru raunar oft svo yfirgengilegar að yfirstéttin móðgaðist og tók upp þykkjuna fyrir almúgann. Fjölnir varð frámunalega óvinsæll og stundum alveg með réttu því þeim mönnum sem gáfu hann út var ekkert heilagt. Vógu jafnt vini sem óvini þegar sá gállinn var á þeim, réðust á rímurnar og bændurna, vinnuhjúin og flakkarana, fátæka og ríka, lærða og leika. Þóttust allt mega og lágu svo fullir sjálfir suður í heimsborginni. Settu sér í yfirlæti það markmið að tala svo skildist, tala skýrt eða með orðum Fjölnis:megas

Ennfremur verða menn að varast að taka mjög dauft til orða...

Jónas og hans félagar vissu að tungumjúkir eiga það til að ná langt í augnablikinu en orð þeirra gleymast fljótt. Ekkert var fjær skáldum þessum en að tala upp í eyrun á fólki og stundum var eins og tilgangur þeirra hafi þvert á móti verið að vekja hneykslan og reiði svo þjóðin mætti vakna. Hafa uppi ólíkindaraus og fyndni sem engan veginn var líklegt að þjóðin var tilbúin að meðtaka. Þetta hafa stórskáld iðkað á öllum tímum og enginn betur í nútímanum en fyrrnefndur Megas. Það er Jónas en ekki Megas sem yrkir, líklega norður í Jökulfjörðum:

 

Megas.

Þegar þú kemur þar í sveit,
sem þrímennt er á dauðri geit,
og tíkargörn er taumbandið
og tófuvömb er áreiðið,
og öllu er snúið öfugt þó
aftur og fram í hundamó,
svo reiðlagið á ringli fertomas_saemundsson
og rófan horfir móti þér, -
veittu þeim draugi blundarbið,
bölvaðu ei né skyrptu við,
en signdu þig og setztu inn
sunnan og fram í jökulinn,
lúttu þar að, sem loginn er,
og láttu bráðna utan af þér,
og seinna, þegar sólin skín,
sendu geisla með boð til mín.

 

Svona gat Jónas verið.

Tómas Sæmundsson.

Mun áorka undir grænni torfu!

Af samtímaheimildum er ljóst að oft voru menn meira forviða en reiðir gapuxum Fjölnis og vitaskuld fór það svo að skáldið Jónas sá aldrei raunverulegan árangur verka sinna og þá ekki Eggert. Það er einhversstaðar sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og getur vel verið rétt. Íslensk þjóð var enn sami trantaralýðurinn árið 1845 þegar Jónas kvaddi þennan heim fótbrotinn og vonsvikinn. En ljóð hans lifðu og gátu af sér önnur ljóð, önnur skáld sem fetuðu í fótspor hans og héldu áfram að predika náttúrufegurðina, þjóðræknina, fornaldarfrægðina og skammirnar. Það hefur á Jónasi sannast sem hann sjálfur skrifar um vin sinn Tómas Sæmundsson látinn:

Það er óséð hvurju hann hefur áorkað og mun áorka Íslandi til viðreistar þótt hann sé nú undir grænni torfu...

Jónas gerir hér réttilega ráð fyrir að áhrif Tómasar og Fjölnis nái út yfir gröf og dauða Fjölnismanna og hefur þar rétt fyrir sér. Líklega hafa fá tímarit íslensk átt jafn erfitt uppdráttar á útgáfutíma sínum og ekkert haft samt jafn afdrifarík áhrif á menningu og sögu þjóðarinnar. Og það er von að þeir sem unnu með aðferðum þeirra Fjölnismanna hafi oft verið vonsviknir og særðir. Þeirra eigin stríðlyndi skall til baka í þeirra andlit. Slíkt er öllum tímum hlutskipti brimbrjóta samtímans.

Á stórum skammti af Jónasi

Jónas hafði uppi lof um fortíðina og skammir á samtíðina þegar hann yrkir Gunnarshólma í heimsókn hér austanfjalls. Áratugum síðar kemur ungur og gopalegur guðfræðingur í fyrsta sinn austur fyrir fjall og finnst nóg um fátæktina enda yrkir hann staddur í Þykkvabænum:

Þar sem akrar engi prýddu matthias
velta nú vötn og valda auðnum
Þar sem kynstórir kappar léku
sofa nú hrossætur á hundaþúfum.

Og skáldið sem seinna varð hefðarklerkur í Odda bætir því við í óbundnu máli að Þykkbæingar samtímans séu klofstuttir, kiðfættir, ferstrendir og fjólubláir.

Ef við sjáum þetta án samhengis sögunnar er auðvitað hægt að spyrja í fánahætti á hverju maðurinn sé að láta svona en við vitum betur. Við vitum að hans vímugjafi er Jónas og sá andi sem hann gefur skáldum langt
fram á 20. öld og aftur á þeirri 21.
Matthías er á stórum, mjög stórum skammti af Jónasi.

Matthías Jochumsson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband