Umsátur um fullveldi

Eftir Jón Bjarnason, Atla Gíslason og Bjarna Harđarson 

Kjósendur sem vilja standa vörđ um fullveldi Íslands hafa val í komandi Alţingiskosningum. Óskastađa innlimunarsinna er ađ sem flestir fari nú inn á ţing međ ţá blekkingu í farteskinu ađ ţađ sé rétt ađ kíkja í pakkann, klára ferliđ, ljúka meintum samningum Íslands og ESB.

Ef litiđ er á heimasíđu stćkkunardeildar ESB kemur aftur á móti fram ađ ţađ fara engar samningaviđrćđur fram. ESB gengur svo langt ađ kalla slíkar fullyrđingar „misleading". Ţađ sem fer fram á milli Íslands og ESB er ađlögun eđa međ öđrum orđum hćgfara innganga okkar í sambandiđ. Eftir svokallađar viđrćđur í heilt kjörtímabil geta ađildarsinnar ekki bent á eitt atriđi sem hefur veriđ „samiđ" um enda ekkert slíkt í bođi. Aftur á móti hafa veriđ gerđar umtalsverđar, dýrar og afgerandi breytingar á mörgu í stofnanakerfi Íslands, t.d. öllu innra skipulagi skattstjóra og tollstjóraembćtta. Sömuleiđis í sjálfu Stjórnarráđi Íslands. Allt er ţetta í fullu samrćmi viđ ţađ sem upplýst er á heimasíđu ESB um máliđ, sjá t.d.  http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf og http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm

Af umrćđuţćtti Ríkissjónvarpsins síđastliđiđ ţriđjudagskvöld er ljóst ađ Framsóknarflokkur, Sjálfstćđisflokkur og VG gćla nú allir hver međ sínum hćtti viđ drauma pakkakíkis. Enginn ţessara flokka ţorir lengurađ standa á ţeirri skođun ađ loka eigi hinni evrópsku áróđursstofu né ađ taka af skariđ um ađ viđrćđum skuli tafarlaust slitiđ. Ţetta er mjög miđur og vekur ugg um ţađ sem framundan er. Vitaskuld eru í öllum ţessum flokkum einlćgir andstćđingar ESB ađildar en ađildarsinnar eru ţar einnig margir á fleti fyrir.

Án ţess ađ gert sé lítiđ úr öđrum málefnum ţessarar kosningabaráttu ţá varđar ekkert eitt mál jafn miklu um framtíđarhagsmuni Íslands eins og vörn fyrir fullveldinu. Međan samningaviđrćđum hefur ekki veriđ slitiđ, áróđursskrifstofur ESB starfa hér óáreittar og mútufé ESB flćđir óhindrađ inn í landiđ ríkir umsátursástand. Ţví umsátri verđur ađ ljúka. Viđ sem stöndum ađ Regnboganum bjóđum fram krafta okkar til varnar fullveldinu. Setjum X viđ J á kjördag.

(Birt í Morgunblađinu 26. apríl 2013) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband