Alltaf hallærislegir!

Var svolítið skeptískur á það í upphafi hversu gaman það yrði að vera
frambjóðandi í bláókunnugu umhverfi hér á Suðurnesjum en það hefur breyst
núna á einum degi. Sit hér núna á Hótel Keflavík og hamra á tölvuna eftir
að hafa gert víðreist hér um vinnustaði í morgun.
Þurfti mest á kjarki að halda þegar ég réðist í að ávarpa 500 nemendur í
hádegishléi í Fjölbrautaskóla en þar var mér afar vel tekið. Talaði aðeins
um það að á menntaskólaaldri hefði mér sjálfum þótt framsóknarmenn allra
manna hallærislegastir. Og þætti það enn. Hefði aftur á móti komist að því
með aldri að þeir hallærislegustu eru líka oft þeir skynsömustu og með
sama hætti væri Framsóknarflokkurinn rödd skynseminnar. Þetta féll bara
giska vel í kramið.
Kveðjur úr Reykjanesbæ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Hahaha... góður punktur. Framsóknarflokkurinn er ákaflega hallærislegur...

GK, 12.1.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband