Borg í frumskóginum

1102 429

Eftir tíu daga skrölt um villta vestrið í Eþjópíu erum við feðgar nú komnir í borgina Bonga sem rís upp upp úr frumskóginum. Eða rís kannski ekki upp úr honum því húsin sem standa hér hæðadrögum allt um kring rísa ekki upp úr skóginum þó við sjáum hér af hótelsvölum í bárujárnsþök, brúnryðguð. En við sem gist höfum allskonar búllur smáþorpa erum komnir í splunkunýtt lúxushótel með heitri sturtu!

Landslagi hér er ekki hægt að lýsa í bloggi svo stórkostlegt er það en fyrir þá sem komið hafa til Úganda þá þolir þetta vel samjöfnuð. Mannlífinu, fátæku, nægjusömu og fallegu er ekki heldur ekki hægt að lýsa og þaðan af síður gististöðunum þannig að ég veit ekki hvað ég er að gera hér á lyklaborðinu. Í þessum litlu sveitaþorpum er vissulega siðmenning þó hreinlæti sé nokkuð frjálslegt og langan tíma aðlögunar þurfi til að venjast stöðum þeim þar sem menn hér ganga örinda sinna.

Einhverjir höfðu hér orð á að við síðasta blogg að heimska væri að telja fátækt fólk hamingjusamt og má rétt vera. Hamingja þessa fólks liggur ekki í fátæktinni heldur í fjölskyldusamheldni og léttleika tilverunnar. Hin f‘elagslega firring og einangrun er ekki til. Fæstir hafa ennþá uppgötvað þá tegund lífsgæðakapphlaups sem við erum uppteknust af og láta þess í stað hverjum degi nægja sína þjáningu. Heima berum við gjarnan þjáningar heils lífs dag hvern.

En kannski er þetta rétt hjá Simma hér fyrr að ég sé í þessum viðhorfum líkastur gamaldags rómantískum komma og er þá ekki leiðum að líkjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held að hamingja þessa fólks sé tilkomin vegna návistar við náttúruna og hvort annað.  Eitthvað sem við erum að fjarlægjast svo mjög.

Anna Einarsdóttir, 12.2.2010 kl. 16:29

2 identicon

Ég hef komið til nokkurra Afríkulanda og verið alveg heilluð af mannlífinu.  Erfitt að útskýra það fyrir þá sem ekki komið þangað, það er nefnilega skrýtin og súrealísk tilfinning að koma frá landi þar sem fólk á "allt af öllu" til lands þar sem fólk á "neitt af neinu" og fyllast hálfgerði öfundsýki út í það sem þeir síðarnefndu hafa.  Eitthvað sem við hin höfum tapað á leiðinni.

Fundist erfitt að útskýra þetta án þess að virðast vera að "dásama" eða upphefja fátæktina.  Því finnst mér þú orða þetta svo vel "Hamingja þessa fólks liggur ekki í fátæktinni heldur í fjölskyldusamheldni og léttleika tilverunnar. Hin félagslega firring og einangrun er ekki til"  Skil nákvæmlega hvað þú ert að segja. 

Í von um áframhaldandi gott gengi ykkar feðga, finnst þetta ævintýri ykkar til mikillar fyrirmyndar, þið munið eiga ógleymanlegar stundir og minningar af þessari ferð, eitthvað sem ekki er hægt að kaupa fyrir peninga.  

ASE (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun og góða ferð áfram

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 12:57

4 identicon

Samt langar þau í bíl :)

Kannski ertu bara semi-kommi

-sigm (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 17:29

5 identicon

Var að lesa blogg sonarins. Mikið ofboðslega eru þið í mikilli ævintýraferð. Ég hreinlega dauðöfunda ykkur. Njótið, og haldið áfram að skrifa.

Guðlaug Hestnes (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 23:32

6 identicon

Góðar lýsingar af landi og þjóð hjá þér Bjarni, en hvernig finnst þér trén? afhverju eru þau öll svona bein að neðan með þennan líka brúskinn uppá við? Hvað kallar þú dýrin, ég hef tamið mér að kalla þau Wild beast eða í þeim anda.

Gott að vita til þess að þú sért að vinna þér inn þerk og innblástur af þessum slóðum, því lífshamingjan er ekki falin í flatskjá eða húsgögnum, það er hamingja fjölskyldunar og samheldni samfélagsins, þó að kúkað sé í nánasta nágreni getur þú séð það í borg óttans um helgar, þannig að á þeim tímapunkti náum við tengingu við frumbyggjana, en í alvöru talað þá er þetta fólk aðdáunarvert, hér er ég ekki að segja þetta með fordómum heldur vegna þess að ég dáist að því hvað fólkið hefur mikla lífshamingju af svo litlu tilefni, sem segir mér að við eigum að vera mun lífsglaðari en við í raun og veru erum, þó að allt sé að hruni komið þá eru það ekkert annað en peningar, það hefur eingin dáið enn.

Friðrik Björgvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 22:19

7 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 06:55

8 identicon

Nice work on your site i love to come here again and again...

sscp exam (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:38

9 identicon

I like your post its quite informative and i love to visit you again as you have done a wonderful job. i love to bookmark this site and would send it to other friends to read it and visit it to get upto date and quite interesting information.

vcp exam (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:39

10 identicon

I am continuously reading you as you are doing really nice work every time and make your readers proud on you and i stuck here again and again.

cisco training (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:39

11 identicon

Thanks for sharing nice information with us. i like your post and all you share with us is uptodate and quite

informative

comptia (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband