Heim og heiđursmanna minnst

Besti hluti hvers ferđalags er heimkoman. Ég var ađ vísu eftir mig ţegar ég kom í fyrradag frá Afríku enda flugferđin í ţađ heila yfir 22 tímar. Samt frekar ţćgileg og núna á eftir fer ég ađ sćkja Egil sem náđi vél sólarhring eftir mér og stoppađi dag í London. Sjálfur fór ég í gegnum Róm og Stokkhólm, allt á vegum dohop.is sem er tvímćlalaust sterkasta leitarvél vefsins ţegar kemur ađ flugfargjöldum.sigsteinn.jpg

Fljótt á litiđ finnst mér fátt hafa boriđ viđ hér heima ţessar ţrjár vikur sem ég var í burtu nema andlát tveggja stórmenna sem báđir voru mér kćrir.

Annar er Sigsteinn Pálsson á Blikastöđum sem lést 104 ára nú í byrjun mánađar. Hann var ömmubróđir konu minnar og frá Tungu í Fáskrúđsfirđi sem lauslega kemur viđ sögu minnar eigin ćttar. Sigsteini kynntist ég ţegar ég átti viđ hann stutt blađaviđtal 1986 um líkt leyti, en ég var ţá sjálfur ađ stíga i vćnginn viđ frćnku hans, Elínu mína og hafđi vitaskuld ekki orđ á. Mér er í fersku minni afar skemmtilegt spjall viđ ţau hjón Sigstein og Helgu konu hans á heimili ţeirra á Blikastöđum.

 

steingrmur_hermannsson_jpg_280x800_q95.jpgNokkrum dögum á undan Sigsteini fór Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsćtisráđherra, hinn mćtasti mađur og vinur vina sinna. Vinátta okkar Steingríms hófst međ kynnum okkar í stjórn Heimssýnar og var mér lćrdómsrík og kćr. Steingrímur var stjórnmálaforingi sem hélt um stýriđ hjá sínum flokki og sinni ţjóđ af festu en samt međ lipurđ og mildi. Kannski varđ okkur enn meiri eftirsjá ađ honum sem stjórnmálaforingja á sínum tíma vegna ţess hvađ ţeir sem viđ tóku, bćđi í Framsókn og viđ stjórn ţjóđarskútunnar, höfđu allt annan og um margt óbilgjarnari stjórnunarstíl. 

Blessuđ sé minning heiđursmanna. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Velkominn heim.

Ásdís Sigurđardóttir, 19.2.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undir ţađ ćttu allir ađ geta tekiđ ađ ţessir tveir menn hafi unniđ til góđra eftirmćla, hvor á sinn hátt. Sigsteinn var magnađur bóndi og ţau hjón áttu myndarlegt stórbýli sem ćvinlega var vel hirt og bćndastéttinni til sóma. Jafnframt voru ţau hjón ţjóđkunn fyrir störf sín ađ félagsmálum.

Steingrímur kom inn í íslenska stjórnmálabaráttu sem vel mótađ foringjaefni og óx til forystu ţegar á fyrstu árum. Hann hafđi óvenju sveigjanlegan og ţó ákveđinn stíl og sigldi farsćllega gegn um hinn pólitíksa ólgusjó. Hann var trúr sínum rammíslenska uppruna og jafnframt heimsborgari og tókst án nokkurra árekstra ađ ţjóna báđum. 

Árni Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 18:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband