Father, father, look!

bonga1202_095.jpg

Hvarvetna þar sem ég fór um Eþíópíu var ég ávarpaður með sama virðulega heitinu, father. Mest af börnum en þegar eldra fólk tók líka að tala svona sá ég að þetta gat ekki verið vegna þess að ég eða einhver mjög líkur mér hafi verið á þessu svæði áður. Þegar maður á að baki marga bjarmalandsför veit maður svosem aldrei en það rann sem sagt upp fyrir mér að hér var um virðingarheiti að ræða fremur en staðsetningu í fjölskyldu.

Innfæddir töldu mig, hæruskotinn hvítingjann, vera trúboða. Sonur minn fékk aldrei slíkt ávarp enda of ungur til að vera prestlærður.

Trúboð meðal Eþíópíumanna er reyndar með því ævintýralegasta í veraldarsögunni því bæði er að menn þessir hafa verið kristnir töluvert lengur en Evrópumenn og eru auk þess miklu heitari í trúnni en nokkur maður hér. Gunnar í Krossinum virkar jafnvel hófsamur andspænis þeim mönnum sem hrópa fagnaðarerindið úr hátölum kirkna sinna á nóttu sem degi. 

Margir kristniboðanna, bæði þeir íslensku og aðrir, hafa unnið gott mannúðarstarf en það er engu að síður hluti af heimsvaldastefnu hvíta mannsins og hefur brotið niður fornan og merkan átrúnað. Eftir lifir með Eþíópíumönnum einn og einn siður hins gamla átrúnaðar eins og kaffiserimóníur þeirra vitna um. (Ljósm. EB af kaffibolla og greiðslu fyrir hann sem var víða einn birr eða jafngildi 10 króna íslenskra.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kunni því vel að vera oftast kölluð Mama í Kenya, enda virðingarheiti sem venst vel.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Bjarni

Mikið er til af yndislegu fólki um allan heim en fólk er margt með grímur sem hindra hina innri fegurð og telur sig röff eins og að það sé fínt,

Ég hef verið í ghana vestur Afferíku þar er maður kallaður af fjölskildu og ættingjum konu minnar sem er afferísk pabbi og af vinum og almenningi sör það er mjög vinalegt fólk er virkilega vinalegt ég gat alstaðar gengið einn en é hélt að ég væri einn en það var alltaf fylgst með ferðum mínum ættingjar sendu alltaf einhvern til að fylgjast með ferðum mínum og átti ég ekki að vita það og vissi ekki firr en nokkru seinna en fólk er svo vinalegt upp til hópa , ÞANNIG VIRKAR FÓLKIÐ Á MIG OG ELSKA ÉG ÞESSA ÞJÓÐ.

Jón Sveinsson, 26.2.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gaman að fylgjast með ykkur

Sigrún Óskars, 26.2.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

 takk

Hulda Haraldsdóttir, 28.2.2010 kl. 07:03

5 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband