Lengsta málþóf Íslandssögunnar

Nú reynir á hvort Icesavemálið er eitthvað annað og meira en lengsta og dýrasta málþóf Íslandssögunnar. Sá er munur á málþófi og málefnalegri pólitík að málþófi er aðeins ætlað að þvælast fyrir og tefja mál meðan sanngjörn stjórnmálaátök eru til þess að hafa áhrif á niðurstöðu mála.

Ef til væru þeir stjórnmálamenn sem héldu því fram að við ættum ekkert að borga þá væri hægt að tala um efnisleg pólitísk átök. Munurinn á afstöðu stjórnar- og stjórnarandstöðu í þessum efnum felst í tækifærum og aðstöðumuni manna til að slá pólitískar keilur. Það er augljóst að sá munur sem er á Steingrímssamningunum og þeim samningum sem nú er verið að kokka er sáralítill og mikið vafamál að hann réttlæti þá töf sem málþófið hefur valdið þjóðarbúinu.

Fyrirhugaðar kosningar eru svo hluti af þessu kostnaðarsama málþófi og öll sú peningasóun er til skammar á sama tíma og skorið er niður í bæði menningu og velferðarkerfi. 


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Bjarni, mér sýnist sem þetta kostnaðarsama málþóf hafi margborgað sig.  Jafnvel þótt þjóðaratkvæðagreiðslan muni kosta heilar 300 milljónir.  Sem samsvarar 3 vaxtadögum (100 milljónir á dag) af hinum "glæsilega" Icesavesamningi ríkisstjórnarinnar.

Reynist það rétt að breskir hafi nú nýlega boðið 2 vaxtalaus ár, hefur málþófið þegar sparað 100 milljónir pr. dag x 730 daga, eða 73 þúsund milljónir (73 milljarða).

Það má efna til býsna margra þjóðaratkvæðargreiðslna fyrir þann sparnað. 

Kolbrún Hilmars, 28.2.2010 kl. 14:17

2 identicon

Kolbrún Hilmars skilur hér ekki bofs. Tapið af því að klára samningana sl. sumar felst ekki í kostnaði við þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur af töfum á endurreisnaráætluninni, með meðfylgjandi auknu atvinnuleysi og verri stöðu fyrirtækja. Það hefur verið reiknað út að hver mánuður sem tefst að hagvöxtur verði jákvæður kosti þjóðarbúið 75 milljarða. Bara það að bíða allan janúarmánuð og febrúarmánuð er þegar búið að kosta okkur tvöfaldan meintan vaxtaafslátt.

Hitt er svo annað mál að það er blóðugt að kasta 200 milljónum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem engan tilgang hefur. Þá væri uppbyggilegra að nýta peningana í annan þjóðfund ef menn vilja stunda hópefli.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:24

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt hjá þér Ómar, ég skil ekki bofs þegar talið berst að endurreisnaráætluninni. Hver er hún annars, þessi áætlun?

Ég hef ekki séð neitt annað en auknar skattálögur á fyrirtækin, sem einungis veikja þau þeirra sem enn tóra.

Kolbrún Hilmars, 28.2.2010 kl. 14:35

4 identicon

Eins og ég sagði, Kolbrún, þú sérð bara það sem hefur verið lagt út en neitar að horfast í augu við að árangurinn hefur látið á sér standa. Allsstaðar í Evrópu, nema á Íslandi, er menn að skríða út úr kreppunni. Hagvöxtur á síðasta ársfjórðungi 2009 víðast hvar jákvæður. En á Íslandi: áframhaldandi samdráttur, aukið atvinnuleysi jafnvel allt þetta ár. Það er augljóslega vegna vanmáttar íslenskra stjórnvalda. Þar hefur lengsta og dýrasta málþóf sögunnar lagt fram drjúgan skerf.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:55

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll aftur, Ómar.  Auðvitað sé ég bara það sem ER.  En hvað hefur svo sem verið lagt út sem var ekki fyrirfram vonlaust?  Áttu þar ef til vill við stöðugleikasáttmálann, sem jafnvel ASÍ er að gefast upp á að styðja?

Það eina sem er jákvætt þessa dagana er vöruskiptajöfnuðurinn, þ.e. ef við einblínum á gjaldeyrismálin.  Það neikvæða er að innflutningssparnaðurinn bitnar á framleiðslugetu fyrirtækjanna, þar með vinnugeiranum. 

Vissulega eru íslensk stjórnvöld vanmáttug - jafnvel óhæf!  Það dugir heldur ekki að henda öllum vandamálum á ríkissjóð - sem erum við sjálf.  Og ef við fetum lengra á þeirri umræðubraut; hvort skyldi bankakerfinu vera mikilvægara að bjarga aurunum sínum frá gjaldþrota fjármálasukkurum eða styrkja atvinnustarfsemina í landinu?

Kolbrún Hilmars, 28.2.2010 kl. 15:16

6 identicon

Sæl Kolbrún. Fjármálakreppur eru ekki eitthvað sem var fundið upp á Íslandi. Strax eftir hrun var leitað til sérfræðinga og erlendra stjórnmálamanna sem höfðu reynslu af að hífa ríkisfjármál og atvinnulífið upp aftur. Aðalráðgjöfin var: Gerið það sem þarf að gera og gerið það hratt. Jafnvel þótt ná megi betri dílum með því að bíða átekta þá er frestur ekki á illu bestur. Eyðið alls ekki tíma í innanbúðarátök. Þess hefur verið vandlega gætt síðan að hafa ráð þessara manna að engu. Málþófið mikla er aðeins eitt af mörgum dæmum þar um. Þegar ferill Íslands út úr kreppunni er borinn saman við nágrannalöndin þá á eftir að sjást betur hvað það hefur kostað þjóðina.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 15:30

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit að Bjarni er gestrisinn og þolir mér eitt innlegg enn :)

Ómar, við vorum fjölmörg sem vildum ýmist þjóðstjórn eða utanþingsstjórn eftir hrunið. Hefði það gengið eftir sætum við ekki uppi með þessa vandræðastjórn.

En; fjórflokknum þóknaðist ekki valdaafsalið. ÞAÐ er ógæfa okkar í hnotskurn!

Kolbrún Hilmars, 28.2.2010 kl. 15:59

8 identicon

Svei mér þá ef við endum ekki þessa snerru á að vera sammála. Og ég sem byrjaði á skætingi :)

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 16:11

9 identicon

Ég sé þetta greinilega ekki eins og flestir og alls ekki eins og Bjarni né þá Ómar hér. Kolla getur mikið betur en ég talað um peningahliðina sem og Bjarni líka.

Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er mér slétt sama hvort kostar meira eða minna.   Ég sé þetta sem prinsipp mál upp á framtíðina.

Við fáum hér það einstaka tækifæri að fá þjóðir heims til að endurskoða hið ofvaxna reglu og lagafargan er snýr að fjármálamörkuðum heimsins sem ég tel að allir ættu að vera búnir að sjá,  að þar er ekki eðlilegt allt sem  viðgengst. Það er ekkert réttlæti að bankar og fjármálastofnanir geti lánað og lánað án þess að taka nokkra ábyrgð á gjörðum sínum,  hvað þá þeir sem lánin taki geri slíkt heldur,  og komast svo upp með það að velta vandamálum sínum yfir á þá sem ekki stunda slík viðskipti og gildir þá einu hver á í hlut.  

Þetta er réttlætismál til framtíðar að slíkt viðgangist ekki lengur og þó það kosti okkur mikið ( sem ég leyfi mér að efast um að sé svo þegar allt kemur til alls )  eru það  byrgðar sem við eigum að taka á okkur til að bæta heiminn með glöðu geði en ekki rífast um hvað það kosti okkur eða ekki. Menn tala fjálglega um heiðarleika og að koma hreint fram, og hér er tækifærið, eða er einhver, einhver,  sem vill halda því fram að eðlilegt  sé að almenningur greiði fyrir fjárglæframenn af sparnaði sínum og með sköttum þegar þeir renna á rassinn með allt sitt ????

  Ég leyfi mér að efast um það og þau rök að það sé hagkvæmast fyrir okkur peningalega að gera slíkt get ég hvorki deilt á móti eða með, en það verða aldrei færð rök fyrir  á réttlætisvoginni  að einhver annar eigi að borga fyrir þriðja aðila þegar allt þetta snýst um einkafyrirtæki.  Og það skitpir heldur ekki neinu máli hvað ríkisstjórn sagði eða hefur sagt. Það hefur engin og á engin að fá það vald til að gera öðrum slíkt. Ekki þú/þið, ríkisstjórn, banki eða hver sá er hlut á að máli.

Bjarni afsakaðu langlokuna

(IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:16

10 identicon

Mig er farið að gruna að stór hluti Íslendinga vilji frekar lifa á sjálfsþurftarbúskap en að semja um þetta IceSave, allt af principástæðum. Ég vill ekki vera fátækur af principástæðum.

Alveg ótrúlegt að fólk ætli ekki að fatta það að til að skapa störf þarf að fá lánaða peninga, við fáum enga peninga lánaða ef við leysum ekki IceSave og getum þar með ekki skapað nein störf. 

Við erum búin að seinka efnahagsbata um að minnstakosti ár með þessum töfum á IceSave. Hvað þarf allt að vera frosið lengi til að fólk átti sig?

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 17:39

11 identicon

"Alveg ótrúlegt að fólk ætli ekki að fatta það að til að skapa störf þarf að fá lánaða peninga, við fáum enga peninga lánaða ef við leysum ekki IceSave og getum þar með ekki skapað nein störf. "

 Talandi um barnaskap, þetta með lánin eru fáranleg rök og standast ekki því almenningur um hinn víða heim er að átta sig á þessu prinsippi líka og svona hótanir verða ekki til langframa.  Og það að ekki verði til störf nema með láni er bara rangt og sýnir hvað við höfum verið langt leidd á rangri braut. Og með fullri virðingu fyrir þeim sem eru fátækir, þá voru slíkir til líka í meintu góðæri og hefur ekkert með Icesave að gera. 

(IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 18:01

12 identicon

Vel skrifað Bjarni og samhljóma pælingum mínum síðustu daga.

Þó vissulega megi deila um ágæti Icesave samninganna sem fyrir eru og þeirra sem vonandi fást í betra formi hafa stjórnmálamenn að miklu leyti fyrirgert rétti til trausts á meðal þjóðarinnar.

Pólitsískt málþóf, bellibrögð og orðræðu viðsnúningu og útúrsnúningur er búinn að skapa gjá á milli þingmanna og flestra íbúa landsins.

Fyrir mitt leyti verð ég því að viðurkenna að ég þó Icesave sé beiskur biti þá hefur verið súrara bragð af því að horfa upp á stjórnmálaleiðtoga reyna að telja manni trú um að þeir hafi hag okkar allra að leiðarljósi þegar þeir kljást við hvern annan um Icesave.

Til þess eru þeir of sjálfumhverfir.

Skúli Sæland (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 18:13

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú spennandi að fylgjast með fréttum af athöfnum svokallaðrar samninganefndar íslands.

Er samninganefndin á leiðinni út - eða er hún á leiðinni heim ?

Og ef hún er komin út - verða þá fundir formegir eða óformlegir.  Eða verður bara talað í síma eða á MSN ?

Frumleg tíðindi af samninganefndinni íslensku, sem er núna víst stödd í London og líklega á leiðinni heim (mjög óvíst þó) voru á RUV áðan, eitthvað á þá leið að samningnefndin íslenska hefði rætt málin sín á milli.  Sín á milli.  Eg skal ekkert fullyrða um hvað kom útúr því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2010 kl. 18:30

14 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sammála. Það hefur allt púðrið farið í þetta mál og sitja önnur á hakanum. 2011 er stóra endurfjármögnunarárið. Seðlabankann þarf að fjármagna sem og Landsvirkjun. Við getum varla farið inní þá baráttu með Icesave enn í óleyst.

Sjálft málþófið sem var á Alþingi er svartur blettur á þeirri stofnun. En leiksýningin var hönnuð af stjórnarandstöðu sem skipulagði ræður og hverjir ættu að fara í andsvör. Þannig að þingmenn ætluðu sér að svara ræðum sem þeir höfðu ekki heyrt. Þvílíkur fíflagangur og tilgangurinn er enginn, nema þá að það sé eitthvað markmið að hægja á endurreisninni og gera hana dýrari.

Andrés Kristjánsson, 28.2.2010 kl. 19:12

15 identicon

Sigurlaug, hver laug þessari vitleysu að þér?  Fyrir hvaða pening ætlum við að reysa verksmiðjur eða önnur innviði sem nýtast atvinnulífinu ef við eigum ekki peninga fyriri því. Jú, með því að fá þá lánaða. Svona gengur atvinnusköpun fyrir sig.

Að vísu er önnur leið að fá fjárfestingar inn í landi, það er einhver sem á peninga er tilbúin að fjárfesta á Íslandi fyrr en það er búið að leysa IceSave. Þú verður að átta þig á því að það er enginn tilbúin að fjárfesta á Íslandi ef við leysum ekki IceSave.

Ef þú getur bent mér á hagkerfi sem geta byggt upp atvinnu án þess að fá lánað fyrir því þá skal ég éta hattinn minn. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:28

16 identicon

Hver var að tala um að reisa verksmiðjur?? er ekki komið nóg af þeim í bili. Ég setti á stofn fyrirtæki og tók ekki krónu að láni, heldur seldi ég bíl sem ég átti og hafði safnað fyrir, margt smátt gerir eitt stórt en það tekur lengri tíma.

Og svo er þetta líka spurning um hvernig hagkerfi við viljum, en mér heyrist þú vilja það sem var, sem þýðir fyrir mér að við rúllum á hliðina á svona 10-30 ára fresti eftir því hvað menn gerast grófir. Það er og verður ekkert mál að fá lán ef við sínum fram á arðsemi þess sem við erum/ætlum að gera, því það er það sem markaðurinn skilur ekki satt? og ef menn hafa minnsta grun um að hagnast þá koma peningar, það er nánast lögmál.

Og því er það okkar sem og annarra manna sem teljast til þess hóps er kallast almenningur að gera þann markað réttlátan þannig að þeir sem lána og þiggja lán beri ábyrgð á því sjálfir,  en geti ekki velt sínum vanda yfir á aðra, það góði minn er málið í hnotskurn og ekkert annað.

(IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:43

17 identicon

Ok, tökum eitthvað annað sem dæmi. Kannski ætlum við að reisa hótel, heilsulind, gagnaver, háskóla, sjúkrahús. Ekkert af þessu verður reyst nema við fáum lánsfé. Við eigum ekki fyrir þessu núna og munum ekki eiga fyrir þessu í framtíðinni. 

Öll fyrirtæki þurfa stofnfé, það þarf að fjárfesta í tækjum, búnaði osfrv, þú hefðir ekki geta stofnað fyrirtækið þitt nema fyrir peningana sem þú fékkst út úr bílnum. Þú áttir "verðmæti" til að stofna fyrirtæki, verðmæti sem voru bundin í bílnum þínum. Í dag er enginn tilbúin að lána Íslendingum peninga til að stofna fyrirtæki og engin er tilbúin að fjárfesta peningum (stofna fyrirtæki) fyrr en það næst samkomulag um IceSave. 

Fyrir nokkrum árum ætlaði Ísland að vera alþjóðleg fjármálamiðstöð þar sem innlendir bankar yrðu með starfsemi út um allan heim. Íslenskir bankar stofnuðu útibú út um allan heim með hjálp stjórnvalda sem sögðust trygga innistæður í  bönkunum. Þetta gerði ríkisstjórnin til að það væri hægt að plata almenning í útlöndum til að leggja peningana sína inn í bankana svo útrásavíkingarnir gætu keypst sér fyritæki í útlöndum. Þessvegna þurfa Íslendingar að bera einhverja ábyrgð á þessu. Við getum ekki bara kennt öðrum um. 

Við rúllum á hliðina árið 2011 ef við semjum ekki um IceSave. Þá verðum við búin með alla peningana sem fara að borga af erlendum lánum. Þá þurfum við bara að éta það sem úti frís.

Við verðum að semja um IceSave, þótt það þýði að við segjumst ætla að borga allt eða bara hluta. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:10

18 identicon

Já, Sigurlaug, þú ert tilbúin að deyja fyrir stoltið. Við á Íslandi eigum eftir að svelt úr stolti ef við förum ekki að átta okkur.

En það er kannski ekkert mál fyrir okkur, við sultu í aldir, þetta er kannski einhverskonar fortíðarrómantík hjá Íslendingum sem ræður för í þessu IceSave dæmi. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:12

19 identicon

Hvaða endurreisnaráætlun hefur Icesave-umræðan tafist? Endurreisn á Jóni Ásgeiri, Bjöggunum, Ólafi Ólafssyni og öðrum hrunvöldum?

Hún má tefast mín vegna.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:16

20 identicon

...tefjast... j-ið eitthvað lélegt á takkaborðinu.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:17

21 identicon

Ég talaði aldrei um neina endurreisnaráætlun, enda held ég að hún sé ekki til. Ég tala um endurreisn, það þarf að koma atvinnulífinu aftur af stað og IceSave er búið að tefja það. Atvinnulífið ÞARF erlend lánsfjármang, það fær það ekki á meðan það er verið að karpa um IceSave.

Þetta er frekar einfalt og það á ekki að þurfa að útskýra þetta fyrir fólki. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:30

22 identicon

Heldur þú að stórskuldugt atvinnulíf endurreisist með því að taka á sig meiri skuldir?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:38

23 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Mikið af lánum landsvirkjunar eru skammtímalán sem verður að endurfjármagna. Ef það gengur ekki þá fellur Landsvirkjun. Í raun erum við ekki að tala um meiri skuldsettningu. Landsvirkjun á 50 milljarða í handbæru fé en upphæðin sem gjaldfellur 2011 er 138 milljarðar. Seðlabankinn varð gjaldþrota það fjármagn sem heldur honum gangandi þarf líkt og í tilfelli Landsvirkjunar að fjármagna.

Það er kanski ekki hægt að tala um endureisn enda skildu Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sviðna jörð. Þetta er bullandi varnarvinna. Útgerðin skuldar 500 milljarða, orkufyritækin 600 milljarða, seðlabankinn gjaldþrota og fjárlagagat uppá 150 milljarða. Þrjá fallna banka, vitleysu eins og Icesave sem slíku fylgir. Ég er ekki með á hreinu hvað heimilin eða fyritæki á hinum almenna markaði skulda. Þanni að vinnan lyggur fyrst og fremst í því að forðast þjóðargjaldþrot.

Ég er sammála því að aukin skuldsettning er ekki svarið en endurfjármögnun er ekki það sama.

Andrés Kristjánsson, 28.2.2010 kl. 22:28

24 identicon

Bjöggi minn, ég er nú ekkert stoltari en gengur og gerist held ég en  er þó ánægð með að teljast til slíkra,  og  ég sé ekki nokkurn mann svelta,  og ef  svo væri þá gæfi ég viðkomandi að éta.

En þegar búið er að heilaþvo fólk til að halda að við getum ekki bjargað okkur sjálf með öll þau gríðarlegu hlunndindi sem við eigum yfir að búa,  þá viðurkenni ég  að mig brestur skilningur á því fólki og hvaðan það kemur.  Freistast til þess að álykta sem svo að  menn nenni ekki að hugsa sjálfstætt, nenni ekki að gera neitt upp á eigin spýtur,  og hafi ekki kjark til að rífa sig upp af rassgatinu og gera eitthvað sjálfir, en ætlast alltaf til að aðrir geri alla skapaða hluti fyrir þá. 

Ég,  um mig, frá mér, til mín er hvimleiður hugsanaháttur.

(IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 22:59

25 identicon

Við getum bjargað okkur sjálf með öll okkar hlunnindi, borðað fisk og lambakjöt, baðað okkur upp úr heitu vatni og prjónað. Það er svona nokkurnvegin það sem við getum til að bjarga okkur sjálf hérna á Íslandi. Mig langar í meiri lífsgæði en það þó að þú getir kannski sætt við slík kjör.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 00:17

26 identicon

Theodór, ég er að tala um fjárfestingar í atvinnulífinu. Til að skapa verðmæti þarf oftast að fjárfesta í eitthverju, verksmiðju, húsnæði, tækjabúnaði, þekkingu osfrv. Ef við ætlum að skapa störf handa öllum sem eru atvinnulausir, auka landsframleiðslu og bæta lífskjör þá þarf að vera aðgengi að lánsfé og eðlileg utanríkisviðskipti, það er ekki þannig í dag að stórum hluta vegna IceSave. Svo þurfa líka stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög að endurfjármagna erlend lán, ef það tekst ekki fer þetta allt saman á hausinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 00:21

27 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Bjarni. Er þér sammála

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.3.2010 kl. 00:45

28 Smámynd: Óskar

Algjörlega sammála Bjarna.  Það er sorlegt hvernig þjóðin hefur látið stjórnarandstöðuna og Indefence plata sig í þessu máli.  Pólitískar keilur hafa verið slegnar af þessum aðilum þar sem efnahag þjóðarinnar er nánast fórnað til að komast aftur í valdastólana. Ömurlegt.   það er flestum ljóst að tafirnar hafa kostað miklu meira en afraksturinn verður af betri samningi.

Óskar, 1.3.2010 kl. 02:09

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jahérnahér. Bjarni, hér eru nánast allir skoðanabræður þínir og systur úr gremjukór samfylkingarinnar. 

Annars finnst mér merkilegt að þú skulir taka þér hugtak eins og "sanngjörn stjórnmálaátök" í munn.  Hvað varð til þessað þú hundskaðist af þingi aftur?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2010 kl. 04:08

30 identicon

Bankarnir eru stútfullir af peningum. Vandamálið er of háir vextir. Taki ríkið með ólöglegum hætti á sig risaskuld einkabanka vex vaxtabyrði hins opinbera gríðarlega.

Þá eru enn minni líkur á að vextir lækki.

Þannig að þjóðarbúið reisir sig ekki við úr skuldavanda með því að taka á sig meiri skuldir.

Þetta með að lokist fyrir erlent fjármagn er hræðsluáróður ætlaður til að kúga bugaða alþýðu til að samþykkja þessa þrælabyrði sem Icesave er.

Lánveitendur og fjárfestar erlendis liggja ekki yfir fjárlagavefnum. Þeir skoða hvort fjárfestingin sé arðbær.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:13

31 identicon

Vil bæta við að enginn hér hefur fengið leyfi til að veðsetja börn sín og barnabörn, hvað þá afkomendur annarra.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:23

32 identicon

Við hefðum komið best útúr þessu ICESAVE máli með að samþykkja strax í upphafi, þó sá samningur hafi verið slæmur. Sú endurbót á samningnum, sem við hugsanlega fáum, kemur aldrei til með að bæta okkur alla þá hundruði milljarða sem við höfum tapað á þessarri bið.

Ég tek undir með Bjarna að þetta er dýrasta málþóf íslandssögunnar.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:30

33 identicon

I like your site its quite informative and i would like to come here again as i get some time from my studies

aicp study guide (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 10:12

34 identicon

Blogs are always a main source of getting accurate information and provide you the handy results.

ardms study guide (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 10:13

35 identicon

nice work on your site

asvab study guide (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 10:13

36 identicon

Bankarnir eru stútfullir af peningum. Vandamálið er of háir vextir. Taki ríkið með ólöglegum hætti á sig risaskuld einkabanka vex vaxtabyrði hins opinbera gríðarlega.

cahsee study guide (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband