Einhverntíma hefði verið rekið tafarlaust

Nú er moldviðri umhverfis Álfheiði og víst getur hún verið hvöss.

En er þetta ekki allt partur af pólitík.

Ráðherra setur vinstri-reglugerð um aukna samhjálp til handa þeim sem þurfa tannréttingar.

Ríkisforstjóri sem áður gengdi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þybbast við að fara eftir henni af því að kannski sé hún ekki nógu góð.

Kannski megum við bara þakka fyrir að Álfheiður ákveði ekki einfaldlega að leggja stofnun Steingríms Ara niður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enginn stuðningsmaður Álfheiðar, en ég styð hana í þessu máli.

Hún setur forstjóra Sjúkratrygginga ákveðnar reglur. En í stað þess að framfylgja reglunum ákveður hann að leita álits annara á þessari reglu, án þess að tilkynna ráðherra hversvega hann framfylgi henni ekki, eða hver væri ástæða þessarar biðar . AUÐVITAÐ átti hann að tilkynna ráðherra þetta fyrst. Það væri eðlileg stjórnsýsla. Ráðherra hefur efalaust þurft að svara spurningum fólks, sem beið þessarar tannlæknaþjónustu.

Þarna er forstjórinn að fara á bak við ráðherra og á skilið að fá áminningu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég taldi þig meiri mann en svo, Bjarni, að þú skulir ætla að fara ofaní þennan skotgrafahernað sem flokkspólitíkin er. Það var þín ákvörðun að ganga í VG, og ekki nema gott um það að segja. Þú finnur væntanlega einhvern samhljóm við þeirra stefnu, en láttu skotgrafahernaðinn vera.

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2010 kl. 20:02

3 identicon

Félagi Bjarni !

 "Stórgikksæði" hefði Freysteinn gamli Gunnarsson, Kennaraskólastjóri, gefið þessum gjörningi sósialistans Álfheiðar.

 " Ríkið - það er ég" muldraði þekktur einvaldur á sínum tíma.

 Konan sem fyrir 18 mánuðum lamdi og skók hurðir lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu - telur sig í dag geta kveðið upp með, hvað sé rétt og hvað rangt !!

 Að hér sé um " pólitík" að ræða er of langsótt. "KETTIRNIR"( sjá. nafngift Jóhönnu !) fara sínu fram - sér í lagi læðurnar !- Eða sem Rómverjar sögðu.: Varium et mutabile semper femina" - þ.e. " Kvennfólk er óútreiknanlegt " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 20:09

4 identicon

Er þetta ekki sami Steigrímur Ari sem sagði sig úr einkavæðinganefnd,og sat í stjórn Landsbankans og í trygðarráði Sjálfstæðisflokksins.?Hann hefur aldrei sagt þjóðinni hvað honum ofbauð í einkavæðingarnefndinni,þjóðin á að fá að vita það.Hann mun hafa sagt af sér vegna þess að honum ofbauð vinnubrögð vina sinna í einkavæðingarnefndinni.Hvað var það.?

Númi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:14

5 Smámynd: Jóhann Tryggvi Sigurðsson

ÆÆÆÆi Bjarni minn varstu ekki í Framsóknarflokknum.....kunni vel við þig þar....En var kannski miklu betri tölvunámskeið hjá vinstri grænum.....kannski er það skýringin á breytingunum á i annan flokk....eða ertu kannski bara kominn heim.....í dalinn sem má ekkert gera....stoppa allt...sem gefur eitthvað af sér....ekkert gera....atvinnuleysi....glatað.......styð ekkii svona.....læt drulla yfir ykkur í  kosningunum............

Jóhann Tryggvi Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 06:47

6 identicon

Ætli það geti verið að svona vinni Sjálfstæðismennirnir sem settir voru á jötuna í tíð ríkisstjórnar Davíðs og Geirs? Að sjálfstæðis-embættismenn í kerfinu séu að hamla því að verkefni vinstri stjórnar séu að komast í gagnið? Hvað á maður að halda? Hvernig er það er þetta ekki maðurinn  sem sagði sig úr einkavinavæðinganefnd á sínum tíma? Skuldar þessi maður ekki þjóðinni skýringar á orðum sínum sem sköpuðust af því tilefni?

Valsól (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 08:21

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mátti maðurinn ekki leita til umboðsmanns alþingis um hvernig átti að framkvæma reglugerð. Þeir eru frekir kettirnir en þó sérstaklega sjálfselskir, það þekki ég vel af eigin raun.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2010 kl. 12:02

8 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Bjarni minn, maðurinn bað ríkisendurskoðun um álit og þið gervi kommúnistarnir verðið hoppandi brjál. Bara að þú hefðir beðið mig um álit áður en þú sendir mailið forðum daga þá værir þú enþá í framsókn. Það er bara gott mál að fá álit annara frekar en að gera einhverja vitleysu.

Baldur Már Róbertsson, 8.4.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband