Af sólardansi og réttum páskum

(Sagnabrot, birt í Sunnlenska 1. apríl 2010)

Langafasta stendur ţessa dagana og styttist í páska. Enginn tími er eins viđburđaríkur í kirkjuárinu eins og ţessi og margar ţćr hátíđir sem fylgja lönguföstu eru í reynd árţúsundagamlar. Ţannig er taliđ ađ páskarnir hafi upphaflega veriđ uppskeruhátíđ hebreskra hirđingja sem urđu ađ neita sér um kjöt međan ćr ţeirra voru međ lambi. Ađ afloknum sauđburđi gátu ţeir fyrst slátrađ sér til matar og héldu ţá mikla hátíđ, pesah sem verđur ađ páskum í okkar máli. Hvorutveggja, fastan og hátíđin eftir föstuna, voru ţannig eđlileg ađlögun manna ađ gangi náttúrunnar.

Fastan kallađi raunar á hátíđahöld beggja vegna, viđ föstuinngang og međ páskum í lok föstu. Međ siđbreytingu til lúterstrúar hvarf föstuhald úr menningu Norđur Evrópumanna og ţar međ var um aldir lagt bann viđ gleđskap viđ föstuinngang, hinar frćgu og ćrslafullu kjötkveđjuhátíđir. Ţessar hátíđir hafa svo lifnađ aftur međ auknu frjálsrćđi og birtast okkur nú sem bolludagur, sprengidagur og öskudagsgleđi.

Páskaeggin eru nú helsta einkenni páskanna en ţau eru innan viđ aldargömul í íslenskri menningu. Á meginlandi Evrópu varđ aftur á móti snemma ađ siđ ađ dreifa eggjum til almúgans um páska. Páskana ber einmitt upp á ţeim tíma ađ ţá taka fuglar aftur ađ verpa eftir vetrarhlé. Eggin mátti vitaskuld ekki borđa á föstunni og safnađist ţví nokkurt magn upp ţegar lönguföstu var lokiđ. Bćndur guldu ţá lénsherra sínum egg í afgjald, svokallađ páskaegg. Var víđa venja ađ lénsherrar, klaustur og ađrir landeigendur gćfu fimmtung eggjanna til ţurfamanna. Af ţví breyddist síđan sá siđur ađ gefa egg á páskum.

 

Hrćranlegar hátíđir

Ţađ eru kallađar hrćranlegar kirkjuhátíđir sem fćrast til í árinu og allar stjórnast ţćr af ţví hvenćr páskarnir eru haldnir. Páska ber upp fyrsta sunnudag eftir fullt tungl ađ loknum vorjafndćgrum, um 20. mars ţegar sólin kemur upp í háaustri. Dagur er ţá jafn langur nótt á norđurhveli jarđar. Nokkur frávik geta síđan veriđ í ţví hvenćr nćst er fullt tungl og  ţessi regla gerir ţađ verkum ađ ţađ getur veriđ mánađarmunur á ţví hvenćr páskarnir eru samkvćmt okkar tímatali.

Ţetta vakti ađ vonum nokkra tortryggni og í ţjóđsögum sjáum viđ ađ gamalt fólk taldi sig geta merkt ţađ af táknum náttúrunnar hvort páskarnir vćru haldnir á réttum tíma. Um ţađ vitnar sólardansinn. Nú er sólris á páskadagsmorgni öđrum sólaruppkomum merkilegra í kristinni trú ţví ţađ er alţýđutrú ađ frelsarinn hafi risiđ upp frá dauđum um leiđ og sólin ţennan dag. Ţannig segir frá ţví í Heimskringlu í Winnipeg 2. maí 1934 ađ í Bandaríkjunum gangi ţúsundir manna upp í fjöll og hlíđar fyrir sólris á páskadag til ţess ađ fylgjast međ sólaruppkomunni.

En á Íslandi var eftir meiru ađ slćgjast. Hér eru fjölmörg dćmi um ađ menn hafi séđ sólina fagna upprisunni sérstaklega međ dansi. Lýsing á ţessum dansi er hvađ gleggst í frásögn frá gömlum Húnvetningi sem birtist fyrst í Vísi og síđan ţađan tekin í Lögberg í Winnipeg 1938.

[Sólin] steig úr nćturlauginni, hćgt og stilt og rétt sem ađ vanda. En alt í einu virtist hún taka kupp upp á viđ, en ţví nćst til hliđar. Ef til vill vćri ţó réttara ađ segja, ađ hún hefđi sveiflast í hring - sveiflast fram og aftur, upp og niđur. Ég veit ekki međ vissu hvernig ţađ var, en aldrei hefir neitt dásamlegra fyrir mig boriđ, hvorki áđur né síđan. En ég átti bágt međ ađ horfa í allan ţennan ljóma. Ég horfđi á fyrirbrigđiđ fáeinar sekúndur, en ţá komst alt í samt lag. Ég var ánćgđur og lofađi guđ. - Ég hafđi séđ sólina dansa.

Kristján ţessi sem hér segir frá hafđi lengi reynt ađ sjá sólardans ţennan en jafnan hitt á hríđarveđur á páskamorgun eđa ţá alskýjađ loft. Gömul kona á nćsta bć viđ hann hafđi huggađ hann viđ ţau vonbrigđi međ ţví ađ engum manni vćri hollt ađ sjá sólina í svo guđdómlegu ástandi. Hver sá sem ţađ gerđi ćttu á hćttu ađ verđa steinblindur. Mönnum ćtti ţví ađ vera nóg ađ vita međ sjálfum sér ađ sólin dansar ţennan dag.

Ţessi Húnvetnska frásögn úr Vísi hefur ţann galla ađ ekki er hćgt ađ festa á henni hendur, hvorki hvenćr Kristján sá sólardans ţennan, hvar í Húnaţingi eđa hver mađurinn er ţví föđurnafn hans vantar í frásögnina. Aftur á móti er til sögn sem er nćr okkur Sunnlendingum ţar sem allt er í fastari skorđum. Sigríđur Hannesdóttir hét kona sem lengst bjó á Króki í Grafningi og var fćdd á Ţórustöđum í Ölfusi 1850. Í litlu ţjóđsagnakveri sem sonur hennar Magnús Gíslason blađamađur gaf út 1949 segir hann eftir móđur sinni frá sólardansi sem hún og allt hennar fólk horfđi á áriđ 1858 frá Ţórustöđum sem eru rétt viđ Selfoss. Ţađ er heiđskýrt veđur og...

ađeins eitt skýdrag neđst viđ sjóndeildarhringinn í austri og loftađi lítiđ eitt undir ţađ. Sáum viđ ţá hvađ sólin kom upp međ hrađa miklum norđan viđ skýdragiđ og fór í bogalínu upp á loftiđ og hvarf svo aftur viđ suđurenda skýdragsins ... Endurtók ţetta sig uns sólin hćtti ađ ganga undir og viđ gátum sökum ofbirtu ekki horft á hana lengur. Öllum fannst ţetta dýrđleg sjón og opinberun um fögnuđ náttúrunnar yfir ţessari sigurhátíđ kristinna manna. Efađist enginn um ... ađ sólin dansađi í raun og veru hvern páskadagsmorgun, sem rétt vćri haldinn til minningar um upprisu Krists frá dauđum."

 

Sólarhátíđ og sólardans á Borgarhafnarfjalli

Hér ađ framan er vikiđ ađ ţví ađ páskarnir hafi í upphafi veriđ hátíđ til ađ fagna ţví ađ langri og erfiđri föstu hirđingja hafi lokiđ. En páskarnir eru ađ fornu og nýju ekki síđur sólarhátíđ eins og líka ţessi hughrif viđ sólarupprás ţann dag bera međ sér. Í engilsaxneskum málum hefur orđiđ ofan á ađ kenna hátíđ ţessa viđ austriđ, Easter, ţví sólarupprás er í háaustri um ţetta leyti árs.

Af sömu rót er vitaskuld ađ setja upprisu frelsarans í beint samhengi viđ sólris og hugmyndir um sólardans. Síđari tíma rengingamenn sem rengja alla yfirnáttúrulega reynslu annarra hafa skýrt sólardansinn sem kuldahillingar ţar sem einhverskonar speglun eđa geislabrot verđur vegna hins kalda loftlags sem er ţá nćst jörđu. Slíkar ađstćđur séu einmitt sennilegar um páskaleytiđ. En viđ endum ţennan pistil á einni mögnuđustu sólardanslýsingunni sem birtist í Vísi 14. apríl 1965 og er eftir sögn Hannesar á Núpsstađ.

Atburđur ţessi á sér stađ um 1910, Hannes landpóstur er á ferđ austur á Hornafjörđ og gistir ađfaranótt páskadags á Kálfafellsstađ í Suđursveit hjá prestshjónunum ţar. Hann ţarf ađ leggja snemma upp og er kominn á fćtur klukkan 5 en ţarf ađ finna einn vinnumannanna áđur en hann leggur í hann. Hann veigrar sér samt viđ ađ fara inn til ţeirra af ótta viđ ađ vekja ţá prestshjónin um leiđ og er í ţessum vandrćđum sínum á röltu á hlađinu.

Ţetta var einkar fagur morgunn, dýrđlegur páskamorgun međ svo heiđum himni ađ hvergi sá ský á lofti. Sólin var ađ koma upp yfir Borgarhafnarfjalliđ. Og hvađ er ţađ ţá, sem ber fyrir augu mér? Ţetta hlýtur ađ vera missýning. Ţetta getur ekki veriđ raunveruleiki. Ég depla augunum og nudda ţau. En ţađ er sama. Sýnin hverfur ekki. Sólin sem komin er allhátt upp yfir brún fjallsins stígur niđur ađ ţví aftur en jafnskjótt lyftist hún upp á ný. Ţannig hvađ eftir annađ upp og ofan - ć ofan í ć. Ég varđ eins og annars hugar, frá mér numinn, svo ég veit varla hvađ ţetta stóđ lengi, en ég fullyrđi ađ ţađ hafi ekki veriđ skemur en 3-4 mínútur. Svo varđ allt eins og áđur.

 

http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?sw=s%C3%B3lardans&dbid=2&action=search

http://www.natmus.is/media/thjodminjar/Skra_31._Hatidir_og_merkisdagar.pdf

Vísir 14. apríl 1965

Árni Björnsson: Saga daganna, Rv. 1993

Lögberg 31. mars 1938

Heimskringla 2. maí 1934

Dagur 6. apríl 1982

Morgunblađiđ 10. mars 1989 og 25. mars 1988

Alţýđublađiđ 27. apríl 1976


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband