Pútín og Jón Ásgeir

Lát Póllandsforseta er fyrst og fremst mjög skrýtinn atburður og enn skrýtnara að strax á eftir er tilkynnt að Pútín ætli sjálfur að rannsaka málið. Ég ætla að vona að það sé rétt að þetta hafi verið slys.

Það var aftur á móti ekkert skrýtið að Jón Ásgeir sendi Steingrími Joð bréf með hótunum, hann er eins og aðrir útrásarvíkingar löngu farinn á taugum. Hótunarbréfið til ráðherrans er eitt og sér útspil sem spillir enn fyrir stöðu þessa víkings sem minnir helst á afturgöngu. Og það frekar hvumleiða eins og sagt var í sveitinni í gamla daga um drauga þá sem engin virðing var borin fyrir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir með þér að þarna er ekki allt með feldu.  Það er svo með illa uppalda rakka að þeir gjamma endalaust

Hrólfur Þ Hraundal, 11.4.2010 kl. 12:06

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Jón Ásgeir getur vart sjálfur ritað bréf !

 "Ræðu"skrifari hans í gegnum árin er - og hefur verið Hreinn Loftsson !

 Þetta vita allir sem þekkja til " kauða".!

 Efni bréfanna er hinsvegar úr hugarheimi útrásar-ÚLFSINS.

 Hótanir og fúkyrði.

 Útrásar-Úlfarnir munu seint fá óskilorðsbundna dóma.

 Til slíkra ákvarðanna er íslenskt réttarríki of veikburða og fámennt - og lögfræðingar of margir !

 ÚLFARNIR vissu betur, en héldu áfram að blóðmjólka  þjóðfélagið, eða sem Rómverjar sögðu.: " Video meliora proboque, deteriora sequor" - þ.e. Jafnvel þótt ég vissi betur, hélt ég áfram að gera ranga hluti" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband