Landafræðiþekking fréttamanna

Það er ekki laust við aumingjahroll þegar fylgst er með gosfréttum hér austanfjalls. Ekki af því að fréttamenn séu ekki nógu kjarkaðir að fara á staðinn heldur vegna þess hvað öll þekking þeirra á svæðinu er í molum.

Á fimmtudagskvöldið var hrópað á fólk í Fljótshlíð að yfirgefa bæi sína vegna flóðs sem æddi niður Markarfljót. Síðan kom lögreglan og taldi upp hvaða bæir þetta voru og nefndi 10 eða 15 bæi í Landeyjum og á Bakkabæjunum. En útvarps- og sjónvarpsmenn héldu samt áfram að tönglast á Fljótshlíðinni. Þegar raunveruleg vá er fyrir dyrum getur skipt máli að fréttamenn þekki til staðhátta en það gera þeir ekki. Í gærkvöldi birtist svo á vef RÚV:

Í kjölfarið ákvað lögregla að loka þjóðveginum austan Víkur sem og veginum um Mýrdalssand.

Þegar kemur að raunverulegri vá eða rýmingu í Vík þá skiptir máli að fréttamenn RÚV viti að leiðin austur frá Vík liggur um Mýrdalssand!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nútíma fréttamenn eru bara svonna Bjarni og senni lega ekkert við því að gera.  En hvernig er það í öllum þessu kröfum nútímans um mentun,  er það bara hún sem gildir en ekki vitið?  Gott væri kanski að kenna fólki að anda áður en það bunar úr sér vitleysunni.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 11:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mikið rétt Bjarni, og skyldi nú heldur betur geta skipt sköpum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fréttamenn eru fífl. Þetta er ekkert flókið. Alger fífl. Þar af leiðir að almenningur fær ALDREI raunsanna mynd af því sem er að gerast, hvorki efnahagshruni, né náttúruhamförum. Fréttamenn eru of oft "FRÉTTIN" og þeir trúa þessu jafnvel, þessir asnar! Altso fréttamennirnir,.kjbdbv hæljkdhFIUWBCHLKxWbexducyadg

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2010 kl. 03:39

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lesið norsku blöðin, .eir eru með mun betri lýsingar af ástandinu en þeir íslensku.. það er alveg magnað að svo sé..

Óskar Þorkelsson, 18.4.2010 kl. 08:03

5 identicon

Samt fannst mér fyndnast, þegar fréttamaður var staddur á Hvolsvelli, fór vestur  yfir Markarfljót, áfram vestur á Fitjamýrar og endaði vestur í Ásólfskála. Ég held að menn geti varla farið meira í háaustur!

Steinarr Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband