Hvað hættir Þorgerður lengi?

Það er ljótt að smjatta á óförum annarra og það vil ég ekki gera. En þær eru ekki stórmannlegar plat-afsagnir þingmanna þessa dagana. Illugi og Björgvin G. segja sig frá störfum þangað til það sama hefur verið sannað í hvað, þriðja eða fjórða sinn. Þá ætla þeir aftur á þing!

Útyfir tekur þó Þorgerður sem bíður svo sem einskis af nefndum eða dómstólum en augljóst er að hún var óeðlilega flækt í peningabrall Kaupþings. Hún hefur því ekki við neitt að miða þegar kemur að hinu tímabundna leyfi en af henni mátti samt skilja að hún ætli að segja af sér fram yfir kosningar því ekki má skemma fyrir FLOKKNUM.

Þegar lýðurinn hefur svo kosið til sveitarstjórna má einu gilda hvað hann hrópar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Hún er hætt, Bjarni

Eflaust fer hún eftir næsta landsfund, þar sem verður kosinn nýr varaformaður.

Halldóra Hjaltadóttir, 18.4.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammálal Halldóru.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 12:51

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Björgvin G. verður dubbaður upp í 3 sinn hjá Samfylkingunni sannaðu til Bjarni. 

Björgvin Þriðji fær sér bara enn ein ný Armani jakkaföt og veit svo ekkert hvað sá Fyrsti og Annar gerðu eða sögðu.  Bara áfram ESB og sömu lummurnar.

En annars er þessum sveitunga þínum og sjálfsagt ágætis manni, reyndar töluverð vorkunn að hafa verið undir ISG sem markvisst fór á bak við hann og skipulega hélt leyndum fyrir honum þjóðhættulegum upplýsingum um grafalvarlega stöðu íslensku viðskiptabankanna.

Hann sem var sjálfur æðsti yfirmaður bankamála á landinu og stjórnsýslulegur ábyrgðaraðili þeirra gagnvart þjóð og þingi.

Ég skil bara ekki afhverju ISG er ekki dreginn fyrir landsdóm fyrir þessar yfirhylmingar.

Ákæruatriðin ættu að vera: Yfirhylmingar, stjórnarskrárbrot og landráð.

Svo kemst hún bara upp með að grenja og segjast sjá eftir öllu saman og ætlar sér svo aftur í pólitíkina eftir 2 ár.

Og svo klappaði öll heila samkoman fyrir þessari hrunkerlingu Íslands "numero uno".

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 13:10

4 identicon

Þetta virðist vera lögbrot hjá þessum þrem þingmönnum, og beint framhald á subbuskapnum sem er búinn að valda okkur öllum þessum búsifjum. Úr lögum um þingsköp:

IV. Fundarsköp.
" 53. gr. Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um fyrirspurnafundi.
 Ef þingmaður forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið. "

 M.ö.o. það eru ekki lagaskilyrði fyrir því að Alþingismenn valsi inn og út af þingi eins og þeim hentar. Þeir eiga að sækja þingfundi eða segja af sér endanlega.

Ásgeir (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 16:59

5 identicon

eru það ca 925 ár sem sem Þorgerður K = XD getur lifað sem vísitölufjölskylda á þessum 1.700.000.000 kr / ja hvað með auðætararðræningjana til áratuga og BB lauk vafning ? eru það 925 ár hjá ÞKG tja hún ætti að spjara sig sennilega gott betur yfir 1500+ ár með vöxtum ? er þetta ekki bara grín , í hvaða veröld erum við Islendingar

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 17:25

6 identicon

Einkennandi fyrir þessar s.k. afsagnir eða tímabundin leyfi, er að þau gera þetta fyrir "flokkinn". Sem þýðir í mínum huga að þau hafa ekki starfað fyrir þjóðina, heldur eingöngu með flokkshagmuni að leiðarljósi.
Þau voru kosin af Þjóðinni, ekki af "flokknum"

Quo Vadis (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 17:59

7 identicon

Það hefur lítið heyrs í Halldróri Ásgrímssyni. Fjölskyldu og einkavinavæðingu Halldórs Ásgrímssonar við einkavæðingu bankanna, kvótakerfinu er eins og glæpasaga. Undirskrift Valgerðar á sölu Búnaðarbankans. Það ætti að vera hægt að lögsækja þau.um vítavert embættisglöð, þar sem þau voru ekki með þjóðarhag í huga. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi flokkur hefur haft mikil völd, þrátt fyrir lítið fylgi. Það getur vart talist lýðræðislegt að flokkur með svo lítið fylgi sem framsóknarflokkurinn hafi haft svo mikil völd, 5 ráðherra og forsætisráðuneytið þegar best lét. Þið sjáið afleiðingarnar. Það ætti enginn að sitja of lengi, hvorki á þingi, né í embættum, eins og verið hefur, þá hætta þeir að gera greinamun á sínu og þjóðrarinnar, sjá Davíð og Halldór ofl. (kannski pínu út fyrir þessa umræðu)

Lara (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband