Kjaftháttur og ófyrirleitni

Hafi einhverjum dottið í hug að við bankahrunið væri Björgólfur Thor og aðrir peningalegir hryðjuverkamenn þjóðarinnar stikkfrí og lausir undan öllu án eftirmála - þá getur verið að fyrir þeim hinum sama séu þetta einhver tíðindi.

Staðreyndin er aftur á móti sú að ef Björgólfur gæfi út yfirlýsingu um eitthvað annað, svo sem að hann ætlaði bara að borga hluta sinna skulda þá væri honum skylt að lýsa sig, eða viðkomandi félög, gjaldþrota. Víst eru þetta margar kennitölur, sautján sem eru nafngreindar og vafalaust fleiri. Það dettur engum heilvita manni í hug að trúa að trúa að þær muni allar lifa af en kannski gera einhverjar þeirra það.

Því er algerlega ósvarað eftir yfirlýsingu Björgólfs Thors hvaða ábyrgð hann telur sig bera á skuldum sem lenda á ríkissjóði vegna Landsbankans og Straums. Og í öðru lagi að hve miklu leyti umrædd fjárfestingafélög högnuðust á ævintýrum þessara stofnana t.d. á Icesave.

Það að Björgólfur yngri haldi áfram í vafasömu braski sínu út um allan heim eftir að hafa sviðið fjárhag Íslands niður í rót er ekkert annað en blaut tuska framan í íslenskan almenning.

Þetta slær ekki ryki í augu neinna, Björgólfur!


mbl.is Lánin verða gerð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér Bjarni.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Hvernig er þetta, þarf ekki að fara að rifja upp gamla þekkingu á gálgasmíðum? Eða eru höggstokkar kannski einfaldara batterí?

Þorgeir Ragnarsson, 20.4.2010 kl. 11:11

3 identicon

Svona er Ísland í dag.

Jón Ársæll (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Síðasta ályktun þín í góðum pistli er blandin barnalegri óskhyggju. Hér á blogginu hef ég séð ótrúlega góð viðbrögð við þessu útspili Bjöggans frá veikum sjálfstæðismönnum sem bera af honum blak vegna þess að hann er ekki kommúnisti!

Og þeir tala um að hann muni að líkindum greiða allar sína skuldir að lokum með sóma!--- ekki misskilningur börnin mín góð; það var talað um að hann myndi gera þetta með sóma!

Það þarf ekki mikið ryk til að hafa áhrif á sjónskerpu margra hægri manna á Íslandi sem telja það eiginlega jafngildi sýknu í öllum efnum að hafa sannað það fyrir alþjóð að þeir séu ekki kommúnistar.

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 14:01

5 identicon

Æ,Æ, Árni vor góður !

 Hefurðu virkilega ráð á að tala um " barnalega óskhyggju" ? Hinsvegar flokkast þessi athugasaemd þín undir að teljast harla " naiv" !

 Menn sem skulda ríkissjóði ( les: Þjóðinni) ÞÚSUND MILLJARÐA - hefðu einfaldlega verið hálfshöggvnir hér á landi á dögum Jóns Arasonar !

 Hinsvegar núna, þegar galdrabrennur vinstri manna standa sem hæst í tilefni SKYRSLUNNAR, er bókstaflega hvergi minnst á eftirfarandi úr nefndu m skjölum.:

 I. Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Þingmaður SAMFYLKINGARINNAR og fyrrverandi Borgarstjóri. Fékk 13 milljónir í styrki frá Landsbankanum ( les.: Björgólfsfeðgum) - 2 milljónir frá BAUGI  ( Les.: Jón Ásgeir) að auki 2 milljónir frá FI Group ( Les: Hannes Smárason) !

 II. Árni Þór Sigurðsson. Þingmaður vinstri-grænna. Fékk "litlar" 300 MILLJÓNIR - þrjú hundruð - sem STJÓRNARmaður í Spron, fyrir sölu á skuldabréfum - svona rétt fyrir hrun !

 III. Össur Skarphéðinsson. Ráðherra og þingmaður SAMFYLKINGARINNAR. Fékk 30 milljónir sem stofnfjáreigandi í Spron - svona rétt fyrir hrun !

 IV. Kristján Möller. Ráðherra og þingmaður SAMFYLKINGARINNAR. Fékk frá Landsbankanum 1 milljón til notkunar í prófkjöri. Prófkjör var ekki haldið ! Hvað gerði Stjáni við milljónina ?? !

 Mönnum nægir að hafa sjónstyrkleika 17/17 á vinstra auganu til að lesa ofannefnt !!

  Þó er til í því að " blindur leiði blindan" - og lesi að auki fyrir hann !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 18:18

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kalli Sveins. 

Mér finnst eins og þú hafir gleymt nokkrum Sjálfstæðismönnum í upptalningunni.  Getur það verið ? 

Anna Einarsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Anna Einarsdóttir: Munurinn er sá að þeir sem Kalli nefnir, sitja enn við stjórn eins og ekkert hafi í skorist. Árni og Össur raunar tukthústækir fyrir innherjabrask.  Tökum þetta fyrir eitt í einu. Við viljum ekki glæpamenn af neinu tagi og ég efast um að nokkur sé að bera blak af samskonar hyski í öðrum flokkum.  Ert þú að reyna beina sjónum frá þessu og réttlæta einn glæp með örum? Essasú?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2010 kl. 04:49

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er engan veginn hægt að sjá að ég sé að bera blak af neinum með athugasemd minni.  Frekar að Kalli sé að hlífa einhverjum sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki.

Það situr fjöldi annarra styrkþega á Alþingi heldur en kemur fram í upptalningunni fyrir ofan.  Er þá ekki rétt að telja þá alla upp ?

Anna Einarsdóttir, 21.4.2010 kl. 11:34

9 identicon

Ljúfa Anna !

 Blogg " Kalla Sveinss" að ofan var - " . Vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint, þá er það alls ekki þannig meint" !!

 ( Þú þekkir höfund þessa gullkorns !!)

 Bros & kveðjur,

 " Kalli".

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:30

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammál þessu Bjarni og vel það/Kveðja/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.4.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband