Kreppulánasjóður hefði boðið aðra leið...

Það er mjög erfitt að setja sig inn í skuldamál annarra en sú saga sem Sigurgeir í Skáldabúðum segir okkur í Morgunblaðinu í dag er allt annað en falleg. Vinnubrögð nýju bankana eru í mörgum tilvikum óskiljanleg.

Aðalatriðið er þó að þær leiðir sem ríkið býður í skuldamálum einstaklinga og einyrkja eru ófullnægjandi og flækjustig þeirra er hátt. Skilvirkasta leiðin í þessu væri sú að koma á fót sjóði sambærilegum Kreppulánasjóðnum gamla sem einfaldlega yfirtekur eignir og leigir þær - á markaðsleigu - fyrri eigendum með forkaupsrétti. Með þeirri aðferð er ekki bara hægt að bjarga skuldugum bændum heldur og ekki síður fjölskyldum sem nú standa frammi fyrir niðurlægjandi og sársaukafullum útburði af eigum sínum. 


mbl.is Jörðin seld án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

NEI Bjarni ekkert að yfirtaka neitt heldur að færa lánin niður í það sem þau voru fyrir hrun þar sem þetta er gjörðum bankanna að kenna þeir unnu á bak við tjöldin að breita forsendum lántakandans með veikingu krónunnar ,skila þessari jörð aftur til fjölskyldunnar.Bjarni ef þú ert VG (vesæl gunga)getur þú ekki haft áhrif á þetta hyski sem stjórnar landinu núna

Benedikt (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Já eða bara Öskufallssjóður eða Bjargráðasjóður svo tveir gamlir og nýjir sjóðir séu nefndir. Aðalatriðið er auðvitað að Íslandsbanki er ekki banki heldur fjárhættuspilari. Hefðbundinn banki hefði hjálpað sínum kúnna að bíða af sér óveðrið. Fleiri og fleiri munu draga sig út úr okurþjóðfélaginu við að Pókerspilarar hafa tekið yfir þjóðfélagið og verði ekki viðspyrna þá munu spilahaldararnir einir sitja hér eftir.

Einar Guðjónsson, 29.4.2010 kl. 10:35

3 identicon

Smanaburður við kreppuna á fjórða áratugnum getur verið varasamur. Á þeim tími var ríkið ekki ofurskuldugt sem nú. Það hlýtur að skipta máli að ríkið getur lítið tekið til viðbótar á sig í dag.

Ef ríkið ætti að yfirtaka eignirnar þyrfti það að kaupa bankana út. Eignarnám í þessu tilfelli myndi trauðla standast dómsmeðferð. Við förum ekki framhjá afleiðingum þessarar kreppu.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 13:18

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stoppum þetta strax!

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Á bakvið bankatjöldin bíða hrægammar

Þetta er búið að vera að gerast lengi og á eftir að stóraukast. Á það jafnt við um góðar jarðir sem fyrirtæki og aðrar eignir. Og hverjir eignast þetta? Ef ekki er þörf á að auglýsa eignirnar hljóta bankarnir að hafa kaupendur tilbúna til að stökkva á bráðina við fyrsta tækifæri. Og hverjir skildu það vera? Getur verið að það séu sömu menn og ryksuguðu upp gömlu bankanna og félög tengd þeim?

Ég veit um lífvænlegt fyrirtæki sem lenti í erfiðleikum í hruninu en stóð lengstum í skilum og  eigandinn bar sig vel þrátt fyrir 40% samdrátt í sölu. Í rúmt ár hefur hann samt enga fyrirgreiðslu eða aðstoð fengið frá bankanum. Hvorki til að leysa út nýjar vörur eða hagræða skuldamálum. Maður veltir fyrir sér hvað gangi bankanum til. Er hann þegar kominn með kaupanda að fyrirtækinu?

Ævar Rafn Kjartansson, 29.4.2010 kl. 14:00

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það sem skilanefndir bankana eru að gera er oft á tíðum hræðilegir hlutir.

Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband