Er sveitarfélagiđ Árborg á hausnum?

Sveitarfélagiđ Árborg sýnir umtalsverđ batamerki í fjárhag í ársreikningi 2009 sem nýlega var lagđur fyrir bćjarstjórn. Bćjarsjóđur hefur vitaskuld ekki fariđ varhluta af hruni fjármálakerfisins ţjóđarinnar og gengislćkkun krónunnar. Ţrátt fyrir ţetta er framtíđarstađa sveitarfélagsins sterk og allt tal um ađ bćjarfélagiđ sé komiđ ađ fótum fram tilhćfulítill áróđur.

Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er á hverju ári gefin út árbók um fjárhagsstöđu sveitarfélaga í landinu og ţar eru ţau flokkuđ í fjóra flokka. Í ţeim fyrsta er höfuđborgin sem hefur algera sérstöđu vegna stćrđar. Ţá koma hin sveitarfélögin á höfuđborgarsvćđinu, síđan svokölluđ vaxtasvćđi og loks ađrir. Árborg tilheyrir vaxtarsvćđinu og ţađ er fljótsagt ađ á ţví öllu hefur veriđ erfiđ fjárhagsleg stađa eftir brotlendingu. Ađ međaltali er tap sveitarfélaga á vaxtarsvćđinu áriđ 2008 um 25% af rekstri. Ţar sker Árborg sig ekki úr nema ţá fyrir ađ hafa fylgt ţeirri skynsamlegu stefnu ađ halda á eigin hendi veitumannvirkjum, skólum og öđrum fasteignum.

En ađal atriđi er ađ í rekstri Árborgar eru ekki duldar skuldbindingar eins og verđur ţar sem sveitarfélög selja frá sér eignir og skuldbinda sig í stađin til leigugreiđslna til langrar framtíđar. Ţađ eru aftur á móti viđurkennt ađ í ársreikningum Árborgar og fyrirtćkja sveitarfélagsins eru duldar eignir sem ekki eru metnar á markađsvirđi. Ţetta á einkanlega viđ um hitaveitu bćjarins sem ein og sér gćti dugađ til ađ greiđa upp nćr allar skuldir Árborgar.

Vegna ţessa er ţađ leikur ađ tölum ţegar talađ er um ađ Sveitarfélagiđ Árborg verđi á nćstu misserum tćknilega gjaldţrota. Stađreyndin er sú ađ ef haldiđ verđur áfram á ţeirri braut ađ sveitarfélagiđ eigi sjálft sínar fasteignir og jafnframt gćtt sparsemi og varfćrni í rekstri mun Sveitarfélagiđ Árborg feta sig út úr taprekstri á komandi kjörtímabili.

Sveitarfélagiđ Árborg er ekki međal ţeirra mörgu sveitarfélaga landsins sem Eftirlitsnefnd félagsmálaráđuneytisins hefur undir smásjá sinni og ekkert nálćgt ţví ađ lenda ţar. Ţađ er ekki sjálfgefin niđurstađa ţegar horft er til ţeirrar gríđarlegu ţenslu og síđan brotlendingar sem hér hefur orđiđ á byggingamarkađi. Hér eru međaltekjur íbúa líka lćgri en í nokkru öđru sambćrilegu sveitarfélagi og félagsleg ađstođ stór afar útgjaldaliđur.

(Birt í Sunnlenska fréttablađinu 29. apríl 2010)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband