Einelti og undarleg umræða um fuglafriðland

Svolítil umræða hefur verið hér í bæjarfélaginu í dag um Fuglafriðlandið okkar í Flóagafli eftir að Fréttablaðið sló upp einhverju sem lítur út eins og hörku ágreiningur um það hvort Fuglavernd sé treystandi til að fara með forræði svæðisins. Ég ætla ekki að mæla stóryrðum í þeirri frétt bót en langar að fara yfir sögu þessa.

Upphaf þessa má rekja til greinar sem Eyþór Arnalds skrifaði í Sunnlenska fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann gagnrýnir harðlega að fuglaáhugamenn eigi sér draum um uppbyggingu svæðisins. Að bæjarfulltrúar banni mönnum drauma er fráleitur málflutningur í kosningabaráttu.

Síðan segir Eyþór og talar þar væntanlega gegn betri vitund:

Nú hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi dreift fuglahræjum um friðlandið og bendir það ekki til þess að samgangur manns og óspilltrar náttúru sé eins og best er á kosið. 

Þegar bæjarfulltrúinn skrifar þetta veit hann alveg að Fuglavernd stendur hér að því að fóðra ránfugla sem eru í útrýmingarhættu svo alþekkt sem það er að fuglaverndarmenn gera það, hér sem erlendis. Sjálfur hefi ég ekki sérfræðiþekkingu á því hvaða áhrif það hefur eða hvernig því er best hagað en treysti vinnubrögðunum þegar að verki standa vandaðir fagmenn á borð við Jóhann Óla Hilmarsson, en hann er formaður Fuglaverndar. Fáein fuglshræ að vetri til eru vitaskuld ekki til mengunar eða skemmda á þessu svæði, villtum dýrum er eðlilegt að enda líf sitt sem hræ úti í guðsgrænni náttúrunni.

Félagið Fuglavernd hefur unnið mjög merkilegt starf í friðlandinu sem nýtist ekki bara félagsmönnum þess og fuglunum, heldur einnig ferðaþjónustu á svæðinu. En það er leiðinleg og allt að því ófyrirleitin pólitík sem byggir á því að leggja einn lítinn hóp áhugamanna í einelti og gera menn sem unnið hafa sveitarfélaginu mikið í sjálfboðavinnu tortryggilega - fyrir þær einar sakir líklega að þeir eru á V-lista en ekki D.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Já þetta er sannarlega ómerkilegur málflutningur hjá Eyþóri því fáum hef ég kynnst sem eru meiri eldhugar í sínu áhugamáli en einmitt fuglaáhugamönnum.     Það sem þeir gera er alltaf gert af góðum hug og skynsemi ekki síður en virðingu fyrir náttúrunni.    Að bera út hræ handa villtum ránfuglum sem sennilega hafa ekki mikið æti að vetrinum er skynsamlegt og hræ heyra nú einusinni til í nátturunni hvort sem þau eru til orðin af náttúrulegum sökum eða af manna völdum.     Við sjáum hrafnana leita til bæja þegar harðnar á dalnum en það gera aðrir stað-ránfuglar, s.s. uglur, fálkar, smyrlar og aðrir sem ég kann ekki að nefna enda lítt fróður um fugla þó ég elski þá!       

Ragnar Eiríksson, 5.5.2010 kl. 18:06

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gat verið að sjallar væru að fetta fingur út í þetta fuglafriðunarsvæði..

Óskar Þorkelsson, 5.5.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ætti Sjálfgræðismönnum ekki að vera vel  til ránfugla?

Auðun Gíslason, 9.5.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband