Fögnuð ég finn...

Það er ljótt að gleðjast yfir óförum annarra og eiginlega finn ég til með ólánsmönnunum úr Búnaðarbankanum sem gistu á Hverfis í nótt.

En mér er samt eins og þjóðinni mestallri létt að það er þó eitthvað að gerast. Verk þessara manna hafa kostað þúsundir og aftur þúsundir skuldafangelsi og eignamissi. Vonandi er þetta bara byrjunin.

Ég fann aftur á móti ekkert til með ódáminum honum Brown sem átti það meira en skilið að falla þó ég efist svosem um að nokkuð skárra taki við hjá Tjöllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ástæða til að finna til með þeim Bjarni. Þú segir: "Verk þessara manna hafa kostað þúsundir og aftur þúsundir skuldafangelsi og eignamissi". Eigum við líka að finna til með dópsölum sem rústað hafa lífi fjölda fólks, þegar þeir lenda bak við lás og slá? Það er frekar að maður finni til með aðstandendunum.

Ólafur Th Ólafsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt sammála þér Barni ,einnig þessum 'Ólafi þar er mikið rett einnig/Kvepja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.5.2010 kl. 15:25

3 identicon

Heill og sæll Bjarni; líka sem og, þið aðrir, hér á síðu hans !

O; læt ég vera, Bjarni Bókhlöðu höldur góður.

Rórra væri mér; sem landsmönnum fleirrum, tæki saksóknarinn sig til, og hneppti þær ókindur; Jóhönnu Sigurðardóttur, svo og Steingrím J. Sigfússon, auk hins Sunn- Mýlzka,, Davíðs Oddssonar einnig, í þær dýflissur, sem þeim Andskota hjúum hæfði bezt, jafnframt.

Þá; færi loks að rofa til - utan gos stöðvanna, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Skil ekki hvers vegna að lýsingarorðið " að finna til" með einhverjum geti  átt við fólk eins og Hreiðar "Má ekki" og hans líka, það er eins og að finna til með Hitler og Göbbels!!

Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband