Ég var að koma undan Eyjafjöllum...

Jón Bjarnason er bara snillingur. Þegar fréttamaður RÚV kemur með spurningu um fíflalegar kröfur kratanna um sameiningu ráðuneyta glottir Jón út í annað, tyggur munngúmmi eins og unglingur og svarar svo:

- Ég var að koma austan undan Eyjafjöllum... og það rigndi ösku þar!

Það er auðvitað óþolandi þegar stjórnmálamenn þykjast vera að svara spurningum en gera það ekki. Það fóru aftur á móti engir í grafgötur um að þessum spurningum fréttamannsins ætlaði Jón ekki að svara og lét ekki einu sinni í það skína. En úr því að hljóðneminn var þarna var ekki nema sjálfsagt að segja frá deginum.

Ég átti náið samstarf við Jón þegar við sátum saman í fjárlaganefnd, báðir í stjórnarandstöðu og fullyrði að hann er einn af heilsteyptari og betri stjórnmálamönnum okkar, gegnheill og heiðarlegur. Áfram Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er sammála þér Bjarni. Hverju í ósköpunum átti Jón blessaður að svara?

Hann var ekki einu sinni kominn inn á fundinn?

Ég tel nú Jón Bjarnason réttlátan og réttsýnan, svona eins og hægt er að vera við svona ruglingslegar aðstæður og rotið, ó-uppgert og illskiljanlegt svika-mafíu-embættis-kerfi sem er á Íslandi? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2010 kl. 23:45

2 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Já, Bjarni, þetta er snillingur. Þess vegna hefur honum gengið svona vel í embætti ráðherra. Hann hefur stungið hausnum í sandinn í hverju málinu á fætur öðru og kannast ekkert við eigin kröfur (frá því hann var í stjórnarandstöðu) um að það beri að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann er t.d. of upptekinn við að úthluta makríl upp á gamla mátann og að búa til meingallað strandveiðikerfi (sem er svo meingallað að jafnvel kvótakerfið er skárra, þó ömurlegt sé) í stað þess að láta það byggja á raunverulegu frjálsræði við veiðar eins og lofað var, og að koma sér hjá því með öllum ráðum að þurfa ekki að standa við loforð ríkisstjórnarsáttmálans um að hefja innköllun kvótans þann 1. september næstkomandi. Skítt með mannréttindi, niður með þessa mannréttindanefnd, nú er Jón kominn í flott embætti, orðinn ráðherra og nú ber að verja öll afglöp og glæpi fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Hann stendur sig vel í því.

Já, Jón Bjarnason er sannkallaður snillingur.

Þórður Már Jónsson, 9.5.2010 kl. 23:49

3 Smámynd: Dingli

Jón Bjarnason sýndi takta nafna sýns, Garr, í þessu viðtali.  Þar fyrir utan er ég að mestu sammála Þórði Má.

Við verðum þó að virða kall greyinu það til vorkunnar, að vera eins og mús undir fjalarketti, undir heilagri verkstjórn.

Dingli, 10.5.2010 kl. 03:27

4 Smámynd: Dingli

Gnarr!!

Dingli, 10.5.2010 kl. 03:47

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jón sagði að það rigndi sandi!!  Hlustaði enginn á myndbandið? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2010 kl. 08:04

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Oflof er háð. Af hverju ertu að hæðast að Jóni? Hann er ekkert verri en aðrir.

Sæmundur Bjarnason, 10.5.2010 kl. 08:27

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mér fannst þetta vel svarað hjá Jóni og bráðfyndið.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.5.2010 kl. 09:13

8 Smámynd: Garún

Úff ég hef ekki einu sinni hugmynd um hver þessi Jón er!  En ætli ég kjósi hann ekki óvart eins og allir Íslendingar.

Garún, 10.5.2010 kl. 12:16

9 identicon

Eins og alvöru íslendingur, þá lofa ég að kjósa manninn ef hann úthlútar mér Makríl kvóta. Og hverjum er ekki sama um hvað hafró mælir með, er ekki endalaust nóg af fiski í sjónum hvort sem er? Já Jón endilega gefðu mér vænan skerf af umfram-kvótanum. Makríl er ljótur fiskur hvort sem er.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 14:24

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

JB virkar bara á mig sem sauðheimskur auli

Óskar Þorkelsson, 10.5.2010 kl. 15:10

11 identicon

Mér fannst samtalið fín upprifjun á þeirri tegund fyndni sem hæst stóð meðal okkar stúdenta við NLH þegar við Jón Bjarnason áttum þar samleið fyrir hálfum mannsaldri! Þeim mun lengra sem var á milli staðhæfinganna þeim mun betra... Samtalið var líka upprifjun á þeirri spurningu hve lengi fjölmiðlungar ætla að komast upp með neðanhellnavinnubrögð, þótt þetta samtal væri nú ekki jafn magnað í þeim efnum og Rúv-viðtalið við Má Seðlabankastjóra um daginn. Er það að undra að almenningur sér í ríminu ruglaður?  Og svona í lokin: Jón Bjarnason á minn stuðning því hann hugsar þó eins og seigur bóndi - hann er iðinn, heldur á og reynir að nýta færin sem gefast... því hefur hann sín hey undan regni og bátinn jafnan heilan að landi. Það er meira en mörgum öðrum hefur lukkast.

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 16:54

12 Smámynd: Stefanía

Ég bara þoli ekki manninn.....Hversvegna er hann þarna...og hvað hefur hann verið að gera , annað en að virðast vanheill ?

Stefanía, 11.5.2010 kl. 01:45

13 Smámynd: Dingli

  Hversvegna er hann þarna...og hvað hefur hann verið að gera , annað en að virðast vanheill ?

Er það ekki bara nóg fyrir hann? Þó hann virðist nú ekki þurfa að hafa mikið fyrir því.

Dingli, 11.5.2010 kl. 02:19

14 identicon

Mér fannst karlinn helst til borubrattur og ánægður með sjálfan sig, algerlega af tilefnislausu... gott ef ég sá ekki glitta í gamla ísland í karlinum

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 10:29

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sjálfsagt er þetta mætur maður á margann hátt en mér finnst samt að kjósendur (jafnvel þó íslenskir séu) eigi kröfu á að ráðamenn þeirra svari þeim spurningum sem til þeirra er beint en séu ekki með kjánalæti.

Ég hafði satt að segja verið að vona að sá stíll að svara spurningum með aulafyndni og útúrsnúningum hefði dáið með Davíð Oddssyni...

Jón Bragi Sigurðsson, 13.5.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband