Jón Ásgeir lentur á hrakningi

Nýjustu fréttir af Stöð 2 taka af öll tvímæli um að Jón Ásgeir er lentur á hrakningi. Þessi gúmmítöffari íslensku útrásarinnar hefur til þessa verið ódrepandi. Nú er saumað að öllum þessum köppum, eignir þeirra kyrrsettar, húskarlar þeirra hættir að hlýða og bestu vinirnir búa á einkennilegu hóteli á Eyrarbakka.

Bankarnir hafa eðlilega viljað fara hægt í að umbylta þessum stórfyrirtækjum og er líka meir hugað um peninga en siðferði. En nú er komið að þeim tímapunkti að gömlu gangster-eigendurnir gera meira ógagn en gagn innan þessara fyrirtækja. Þeir fæla viðskiptavini frá með tilvist sinni, halda í oflæti sínu að þeir geti enn rekið mann og annan eins og ekkert sé. Uppákoman á Stöð 2 er hluti af þessari mynd. Þetta er búið, hvað sagði ekki skáldið:

Tarzan, það er kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kvölda tekur sest er sól.......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2010 kl. 10:43

2 identicon

    Thid framsoknarmenn med  Halldor, Valgerdi og Finn i fararbroddi ,asamt Sjalfstædisflokknum skopdudu umhverfid fyrir thessa gangstera. Thid gafud bankanna, thid letu thessa menn ganga i lifeyrissjodi landsins, thid letu tha stela sparife folksins, thid letu tha fara ransferdir til utlanda med tryggingu fra skatgreidendum framtidarinnar,thid breytu um lanahlutfall til folk gæti eignast sina fyrstu ibud, sem var ekkert annad en eignatilfærsla milli kynsloda ...

Thid voru lika glæpamenn ....

Mer var algjorlega ordfall ad hlusta a Valgerdi i kastljosinu i sambandi vid einkavædingu bankanna ....mer vard oglatt....  

Gamall Mlingur....

Helgi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 10:44

3 identicon

Hvenær verður saumað að stjórnmálamönnum/flokkum sem eru hönnuðir þessarar vitleysu... verða þeir stikkfríi.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið verðugt rannsóknarefni fyrir einhveja lærða menn að skoða hvers vegna andstæðingar Framsóknarflokksins eru svo orðljótir. Það er einnig rannsóknarefni hvers vegna þeir persónugera hlutina, oftast eru þó þær persónur ekki lengur í stjórnmálum.

Halldór, Valgerður og Finnur eru löngu hætt í stjórnmálum. Um þeira störf á þingi má svo sem margt segja og hefur fólk mismunandi skoðanir á þeim.

 Margir framsóknarmenn, bæði fyrrverandi og núverandi, hafa gagnrýnt störf þeirra. Gagnrýni er af hinu góða en hún verður samt að vera málefnaleg en ekki með fúkyrðum.

Það er leitt að þurfa að horfa upp á svona skrif eins og Helgi sendir frá sér og eru þau í raun ekki svara verð.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2010 kl. 11:21

5 identicon

"Það er leitt að þurfa að horfa upp á svona skrif eins og Helgi sendir frá sér og eru þau í raun ekki svara verð."

Thad hefur i raun ekkert uppgjor farid fram. Eiga menn bara ad loka augunum og segja siss og sona.....eftir ad heilt hagkerfid hefur verid lagt i rust. Bædi uppbygging og framtid landsins var logd i rust .... thad stendur folk a bakvid stjornun lands... og mer alveg sama thott thau seu hætt...thad er hægt ad draga folk til abyrgda  ... mer er ekkert illa framsoknarmenn og hef umgengist eitt litrikasta af theim i den ....en thad svidur mig hvernig er komid fyrir okkur sem er eingongu af mannavoldum.....thott vid seum alltaf ad kenna utlendingum um allt hid illa einsog vid gerdum fordum....

Folk er yfirleitt buid ad fa nog af heimalingum a haustin ....  

Helgi (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:59

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvölda tekur sest er sól,segir Heimir!! það gerir það hjá okkur öllum.það eigum við víst öll víst,en maður er ekki að mæla þessu mönnum sem brotið hafa af sér bót nema siður sé/en að þetta se bara pólitík að kenna er ekki rétt,EES er þarna mikil valdur það var samþykkt,og þar var getir sem farið var i með ósköpin/hverjir eru saklausir þar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.5.2010 kl. 14:29

7 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Gunnar , það er ekki drengilegt að snúa útúr spurningum eða staðhæfingum Helga . Það er vitað að þremenningarnir , Halldór Ásgrímsson, Valgerður og Finnur Ingólfsson eru afætur á íslensku þjóðfélagi. Það má bara ekki gangast við því eða kanna þetta nánar vegna samtryggingarinnar og spillingarinnar sem viðgekkst áratugum saman í þessum nepotíska flokki. Sjálfur aðhyllist ég Framsóknarstefnuna en ekki mennina sem áttu að framfylgja henni.    Glæpahyski hreint út sagt.      Þetta er á allra vitorði og þessir einstaklingar þurfa líka að svara til saka. Sjálfstökuflokkin minnist ég helst ekki á nema íklæddur sótthreinsuðum hönskum. Þeir hafa engu gleymt og ekkert lært. Núll,Nix,Nada !

Á að banna stjórnmálaflokka , einn öðrum fremur ?

Má hafa Nazístaflokk - gyðingahatur,hreinræktun ? En má hafa Ránsflokk-sjálftaka launa og kjara frá minna megandi ? Frændflokk- bara skyldmenni gjaldgeng ? Bankaflokk ?-mergsjúgum lýðinn, tæmum bankann,höfum gaman,höldum veislu,eigum bráðlega allt. Viljum við þetta ??

Ef stefnuskrá Flokkanna er túlkuð eins og menn hafa gert og hagað sér ,  þá er ég fylgjandi banni á slíka landráðaflokka (Landráð=Verulega ljótt athæfi Fjórflokkanna og Bankaflokksins) og viðeigandi refsingu.

Árni Þór Björnsson, 11.5.2010 kl. 14:36

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Tarzan það er kvöld" Bjarni - þú ert snillingur

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband